fimmtudagur, desember 15, 2005

Að dunda sér á heilbrigðan hátt.

Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi, þá tók ég upp á því að fara að snyrta á mér tánegluna á stórutá, sem hefur í langan tíma átt við meiðsli að stríða.

Það fór ekki betur en svo að ég hætti ekki að snyrta hana þangað til að ekkert var lengur til að snyrta.

Sumsé, þá er ég ekki með nema níu táneglur í augnablikinu. Skemmtileg staðreynd það.

mánudagur, desember 12, 2005

Jólafrí eða skólafrí

Þá er skólavesenið búið, loksins. Ég held að mér hafi gengið nokkuð vel, en spyrjum að leikslokum

Nú tekur við afslöppun í einn dag og svo er bara að fara að vinna.

Ég er farinn að vinna að gerð myndarinnar "The Postman II" En ég verð í hlutverki bréfbera á Akureyri fyrir jólin.

Spennandi !

föstudagur, desember 09, 2005

Föstudagar

Ég er búinn að gleyma hvernig föstudagar eiga að virka, það eina sem ég man var að á þeim dögum, um níu leytið á kvöldin þá var maður að stíga úr sturtu, makandi ilmefnum á sig.

Þetta hefur eitthvað aðeins breysts hjá mér.

Núna stíg ég upp úr stólnum í kjallaranum heima og læðist í eitthvað góðmeti úr ísskápnum hjá ömmu, henni til mikillar ánægju (Ath lesist án kaldhæðnar).

Ég held að ég þurfi að fara í upprifjum bráðum.

Annars er bara eitt próf eftir og ein títtnefnd ritgerð, þetta kemur hægt og bítandi.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Tvö búin, tvö eftir

Þá er prófatörnin tæplega hálfnuð, bara próf í ensku og Upplýsingarýni. Svo má auðvitað ekki gleyma einni ritgerð sem á að skilast þann 12., sama dag og síðasta prófið er.

Það er ekki seinna vænna en að fara að byrja !

En fyrst, eitthvað annað, ég á það skilið...

mánudagur, desember 05, 2005

Ein einkunn komin í hús !

Til þess að gera þessa færslu skemmtilegri, þá bendi ég á að einkunn mín úr Afbyggingu 20. aldar er sú sama og fjöldi dverga á myndinni.


Sigmar hefði viljað bætt fleiri dvergum við á myndina, en verkefni úr hópavinnuni drógu hann svo mikið niður. En í prófunum stóð hann sig með prýði !

laugardagur, desember 03, 2005

Eldskírn

Í dag hlaut ég eldskírnina mína í vinnuni. Ég var skilinn einn eftir á sambýlinu og var vinsamlegast beðinn að fara með einn vistmann á salernið þegar ég væri búinn að þrífa. Það er náttúrulega frásögum færandi, því ég hafði aldrei gert það einn áður.

Ég er samt sem áður mjög feginn að hafa verið einn að þessu, því ég get rétt ímyndað mér viðbrögð samstarfsfólks míns ef þau hefðu nú horft upp þetta.

Það verður samt að játast að þetta var asskoti fyndið ef maður spáir í þessu...

Hvað er fyndnara en að heyra í fullorðnum manni (N.B. ekki andlega) kúgast eins og djöfullinn reynandi að verka með tárin í augunum, eldrauðum í framan andandi bara með munninum.

Það var mikið dæst að verki loknu en ég gat nú ekki annað gert en glottað örlítið þegar ég gekk út af salerninu.

Þetta er samt eitt það erfiðasta sem ég hef tekist á við um ævina, og þetta var bara fyrsta skipti !

Svona rétt í lokin, þá langar mig að þakka fíflinu honum Einari Bárða að endurútgefa lagið "hjálpum þeim". Það er búið að vera fast í kollinum á mér í þrjá daga !

föstudagur, desember 02, 2005

Eitt próf búið !

Sem gerir þá bara þrjú sem eru eftir, plús ein ritgerð.

Nægur tími eins og alltaf, svo mikill að ég get meira að segja slappað af í vinnuni á morgun, þ.e. eftir að ég sé búinn að læra.

En núna ú augnablikinu er ég að spá í að koma við hjá Stjána Frænda og leigja mér kannski eina ræmu...

Síðan er það auðvitað lærdómur í kvöld, hvað annað er eiginlega hægt að gera á föstudagskvöldi ? ég bara spyr.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Þreyta

Í morgun var ég pínulítið þreyttur, enda vakti ég fram á nótt við að læra leika og lita.

Dagurinn hófst sumsé með smá "snooze" sambandi við símann minn. Í raun þá tók ég varla eftit "snoozinu" hjá mér því það var svo margt að gerast í kollinum á mér á því augnabliki.

Ég var staddur í einhverju fasistaríki sem var að bæla niður Kommúnisma. Áður en ég vissi af þá var eitthvert stríð búið og efnahagur heimsins var í rúst, þá komu fasistar og byrjuðu á einhverju öðru stríði sem leiddi til stofnun tveggja heimsvelda.

Svo komu einhverjar fræðilegar kenningar frá hinum og þessum köllum,eins og Nietzsche, Kant, Smith og fleirum inn á milli drauma.

Ég er bara ekki frá því að efnið sem ég var að lesa hafi eitthvað síast inn í hausinn á mér.

Allavega var ég svo útundan við mig við alla þessa sögu að ég mætti á vitlausan stað, fór upp í Sólborg í stað Oddfellowshúss.

En betra er seint en aldrei.

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Steinn ? nei, steinar !

Var að borða mandarínu rétt í þessu, sem er náttúrulega ekki frásögum færandi nema hvað að í henni voru, hvorki fleiri nér færri, en 25 steinar !

Ég hef aldrei borðað mandarínu áður sem hefur haft svo marga steina, þetta hlýtur bara að vera einhverskonar náttúruundur.

Heimurinn getur samt verið feginn að það var ég sem fékk þessa mandarínu, en ekki eitthvert dýr út í náttúrunni sem hefði gætt sér á henni, því þá hefðum við fengið 25 ný mandarínutré sem hvert og eitt myndi bera fjöldan allan af mandarínum með 25 steina hver og þannig koll af kolli. Áður en við myndum vita af, þá myndi heimurinn vera að kafna úr mandarínum.


Ég segi nú bara "hjúkket" !

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Gott hrós !

Í sögutíma um daginn (afbygging 20. aldar) hrósaði kennarinn mér fyrir yfirvaraskeggið sem ég er búinn að vera að rækta í þónokkurn tíma.

Ég tek þessu sem miklu hrósi, enda var fyrrgreindur kennari búinn að lýsa yfir aðdáðun sinni á yfirvaraskeggjum í einum fyrirlestri fyrr á þessari önn. Það var greinilegt að hann talaði af mikilli innlifun, enda lét hann það uppi að yfirvaraskeggið var eitt af því sem hann þurfti að fórna fyrir hjónabandið sitt.

Það er alltaf gaman þegar einhver reynslunni ríkari tjáir manni aðdáðun sína, enda er ekki á hverju degi sem maður heyrir "I admire your moustache"

mánudagur, nóvember 28, 2005

Heppinn ?

FROM: GLOBAL SWEEPTAKES MEGALOTERIA ANNUAL LOTTERY PROMOTIONS.
WINNING NOTIFICATION FOR CATEGORY "A" WINNER.

Dear Lucky Winner,

RE: GLOBAL SWEEPTAKES MEGALOTERIA PRIZE AWARDS WINNING NOTIFICATION!

We are pleased to inform you of the result of the just concluded annual
Final draws of Global Sweepstakes Megaloteria Lottery Programs held on the
25th, November 2005.

METHOD OF SELECTING WINNERS:
Participants were selected anonymously through online cyber ballot system
(Computer Ballot) from over 35,000 companies and 70,000 individual names
and e-mail addresses all over the world. At the final draw your e-mail
address emerged
as the winner of our last jackpot.

This promotional program takes place annually as the year ends, and it is
promoted and sponsored by Orient software corporation (Orient Networks).
It is met to reward some individuals and corporations who have devoted
their time and resources surfing the World Wide Web (www) .No tickets were
sold.

After this automated computer ballot, your e-mail address emerged as the
winner in the category "A" with the following:

Ref Number: 4549/337-5247/LNI
Batch Number: 26371545-LNI/2005
Ticket Number: 7746017
Draw Lucky Numbers: 821009-121

You have therefore been approved for a lump sum pay out of
$ 1.000.000,00 (ONE MILLION USD),Congratulation!

Your prize award has been insured with your e-mail address and will be
transferred to you upon meeting our requirements, statutory obligations,
Verifications, validations and satisfactory report.

To begin the claim processing of your prize winnings, you are advised to
contact our licensed and accredited claim agent for category "A" winner
with the information's below:

Mr. Milan Ahrens,

Financial Director,
Elite Trust and Finance Agency,
De Amsterdamse Poort, Bijlmerplein
888 1102 MG Amsterdam
1000 BV Amsterdam,The Netherlands.

E-mail: elitetrustagency@netscape.net

TEL: +31 626 674 688

FAX: +31-84-727-7318

NOTE: All winnings must be claimed not later than the 10th of December
2005. After this date all unclaimed funds would be included in the next
stake. Remember to quote your reference information in all correspondence.

Due to mix up of some numbers and names/programme abuse, we ask that you
keep your winning information confidential until your claim has been
processed and your money remitted to you. This is part of our security
protocol to avoid double claiming and unwarranted abuse of this program by
some participants.

Anybody under the age of 18 and members of the affiliate agencies are
automatically not allowed to participate in this program.

Furthermore, should there be any change of address do inform our agent as
soon as possible.

Congratulations once more from our members of staff and thank you for being
part of our promotional program.


Yours faithfully,

Mrs. Mar yam Van Duke.

Lottery Coordinator.
Heimildaskráning

Sucks !

föstudagur, nóvember 25, 2005

Hrikalega mikið geggjað partý stuð !

Það stefnir allt í að helgin verði ógleymanleg. Til að mynda þá er ég upp í skóla núna klukkan 18:07 á föstudagskvöldi að prenta út heimildir fyrir eina skemmtilegustu ritgerð sem hefur verið gerð á ensku á Íslandi. Restin af kvöldinu fer svo í stórskemmtilegar heimildarúrvinnslu, ég bara get ekki beðið.

Morgundagurinn fer svo í jólaljósabras í Brautarhóli, ég og minn nafntogaði bróðir, hann Brynjar, ætlum að skreyta húsið grænum, gulum, rauðum, bláum, og bleikum ljósum. Amma skrapp vestur um helgina þannig að við erum með lausann tauminn í þessum efnum.

Sunnudagurinn fer svo í rólega afslöppun, ritgerðasmíð og annað slíkt, enda eru þær tvær sem bíða eftir að koma úr kollinum á mér.

Nóg um það, best að fara að drífa sig svo ég missi nú ekki af helginni...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Forsjá ?

Jón frændi hefur glímt lengi við tölvuleikjafíkn í gegnum ævina, loksins fór búnaðurinn að sjá við honum eins og má sjá hér.

Nú er bara spurning hvort Nonni fari að sjá að sér og hætta þessari vitleysu.
Lauklykt

Ég er búinn að komast að því afhverju eldra fólk lyktar eins og eldra fólk. Það gerir laukurinn !

Ef þú steikir mikið af lauk á pönnu þá fer að lykta heima hjá þér eins og hjá gamalmenni.

Það er greinilegt orsakasamband þarna á milli, enda er laukur mikið hafður í eldamennsku eldra fólks.

Annars þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að ég finni þessa lykt, því ég er orðinn ónæmur fyrir henni.

Guð má vita afhverju ?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Hvaða frægi leiðtogi er ég ?

Tja, það mun vera enginn annar en hann Adolf



Það er spurning hvort maður fari að breyta Íslandi í fasistaríki ?

sjáum til...
Minn dýrmæti tími

Það er alveg merkilegt hvað maður hefur mikinn tíma í það að gera ekki neitt á meðan ég hef engann tíma fyrir að læra.

Núna er tuttugasti og annar nóvember og buxurnar virðast fara alltaf neðað og neðar hjá mér.

En jæja, best að fara að drífa sig í afmæli hjá Öldu frænku, bara rétt að kíkja og fá sér tíu.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Bob nokkur Saget



Nú geta áhugasamir loksins keypt Bob Saget dúkkuna. Búast má við Bob í stórverslunum Hagkaupa á næstunni. ATH. Fyrstir koma fyrstir fá ! Takmarkað upplag.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

MP3

Djöf...s schnilld er að vera með Mp3 spilara þegar maður er á rúntinum á Bróncóinum með Beach Boys í botni að syngja "good vibrations" eða "fun fun fun" !

Ef það er eitthvað sem Kemur manni í sumarskap á þessum köldu vetrar dögum þá eru það Beach Boys.
Skólagangan loksins að fara að borga sig !

Þá er maður að fara að skella sér á vinnumarkaðinn hérna heima eftir rúmlega tíu mánaða hvíld, en ég var að fá vinnu á sambýli fyrir fatlaða hér í bæ og þá er ég ekki að meina heima hjá mömmu eða öðrum ættmennum.

Auðvitað var ég nú glaður að getað nælt mér í smá vinnu með skólanum enda er svo lítið að gera í honum flest alla dagana, þó sérstaklega svona rétt fyrir jólafrí.

Gleðin jókst um tæp 70% þegar ég fékk skilaboð frá bókhaldinu að ég ætti að koma með stúdentskírteinið mitt niðrá skrifstofu, því að vera með stúdentsskírteini er metið í launum !

Ég varð eins og api því ég var í svo góðu skapi við að fá þessar fréttir !

Nú er bara að bíða spenntur eftir BA gráðunni svo ég fái frekari launahækkanir !

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Mjög svo athyglisverð lesning

Hér á þessari síðu má finna stutt yfirlit yfir hernaðarleg afskipti Bandaríkjastjórnar frá 1945 til dagsins í dag.

Auðvitað ber að taka upplýsingunum varlega, en samt sem áður þá er þetta athyglisverð lesning.

Það má svo sem geta að Bandaríkjastjórn hefur haft hernaðarleg afskipti í yfir 200 skipti síðan frá því eftir seinni heimstyrjöld, flest til þess að bæla niður hugsanlega og væntanlega "rússagrýlu" í hinum ýmsu þjóðum, stórum sem smáum. Helst má kannski nefna þegar Bandaríkin gerðu innrás í Grenada árið 1983, þjóð sem hafði þá um 110.000 íbúa.

Það var bara eins gott að þeir gerðu eitthvað þá áður en Grenada færi upp í 150.000 íbúa og yrði gjörsamlega stjórnlaus á alþjóðavelli með blússandi kommúnisma og égveitekkihvað !
Af heilögum Bob

Sjónvarpsferill

America's Funniest Home Videos, Kynnir (1990-1997).

Full House Daniel, lék Ernest "Danny" Tanner.

How I Met Your Mother, lék rödd.

New Love American Style, lék stjörnu.

Raising Dad, lék Matt Stewart.


Fjölhæfur er hann Bob Saget

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Stórfréttir !

Bob Saget á afmæli á þjóðhátíðardegi Noregs en hefur aldrei verið boðið í veislu. "Nossararnir eru bara asnar" segir Bob. Noregskonungur er hneykslaður á framkomu Bobs, "Hann getur sjálfum sér um kennt, aldrei bauð hann okkur að vera með í stúdíói"


Bob er ekki sáttur þessa dagana.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Guð minn almáttugur, eða "Bob"

Þá er það komið á hreint

EF þið smellið á myndina hérna að ofan, þá sjáið þið að guð er fundinn og það er enginn annar en sprellarinn hann Bob Saget sem er almættið sjálft. Þetta er frekar stórt skref uppá við, að fara úr Fyndnum fjölskyldumyndum yfir í þetta. Ég vona bara að kallinn standi sig vel í nýja starfinu.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Ja hérna hér !

Var að rúnta um netið þegar ég átti að vera að læra. Fann einn gamalkunnan félaga, hann biður að heilsa öllum sem muna eftir honum.


"Ég bið innilega að heilsa"

Þeir sem muna eftir þessum góða félaga eru beðnir um að skila inn kveðju til hans í gegnum commenta dálkinn, ég skal svo koma skilaboðunm áleiðis.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Leiðindi ?

Ef þið hafið ekkert að gera (sem hlýtur nú eiginlega að vera fyrst að þið eruð að skoða þessa síðu) þá mæli ég eindregið með Þessari síðu hér.

Hún er mjög svo skemmtileg og drepur tímann á netinu eilítið betur en síðan mín, með fullri virðingu fyrir sjálfum mér.

Yfir og út,
allt í hnút með stút,
sút og baggalút.

Sigmar Arnarsson Bóndi.
Partý helgi !!!

Þá er það ljóst, helgin verður hrein schnilld !

Föstudagur

* Partý í Amtsbókasafninu
* Lestur góðra bóka

Laugardagur
* Ritgerðarsmíð í algleymingi

Sunnudagur
* Skýrslugerðs stuð í SPSS
* Svaðalegur sögulestur um kvöldið


Helgin hjá Sigmari byrjar í Amtsbókasafninu á Akureyri. Heyrst hefur að Jón Sigurðsson muni lána út bækur í dag !

p.s. í dag er 11.11 !!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Hrein snilld !

Sjónvarpsþættir gerast vart betri ! Þegar feita konan beygði sig eftir penna í þættinum í gær, þá dó ég úr hlátri. Littla Bretland er hrein snilld !



Í framhaldi af því þá má benda á að þessi færsla er rituð að handan.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Á maður að skella sér í bíó ?

Þessa dagana er nóg um að vera. Tíminn sem er eftir fyrir jólafrí er ótrúlega stuttur og svo virðist sem að verkefnin hrannist upp hjá manni, en samt sem áður er maður eitthvað hálf kærulaus.

Það er er eftir að gera :

* Ritgerð í ensku
* Ritgerð í vinnulagi
* Tölfræði skýrsla í vinnulagi
* Tímaröðunar verkefni í sögu

+ nokkur próf sem eru á næsta leyti.

En það má benda á að ég er ekki byrjaður á neinu af þessu. Það er spurning um að fara að setjast niður og fara að læra. Tja, kannski eftir "Little Britain" sem er í sjónvarpinu á eftir. Svo er það líka spurning um að skella sér í bíó... Tveir fyrir einn á miðvikudögum ! Svo má ekki gleyma fimmtudagsfylleríinu og...


Páll Hreinson prófessor varði ritgerð sína, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, 5. febrúar sl. En honum hefur ekki fundist það erfitt að finna sér tíma til að setjast niður og byrja að læra, enda er Páll bindindismaður sem hefur óbeit á kvikmyndum.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Nýr frændi !

Í gær var ég að eignast glænýjan frænda, en það var hún Anna Sigríður Björnsdóttir, búkona, sem var að eignast lítinn dreng. En búast má sterklega við að Hilmar, kærastinn hennar, sé barnsfaðirinn.

Vil ég því óska þeim skötuhjúum, Hilmari og Önnu til hamingju með litla drenginn og minna á í leiðinni að ég fer í mikla fýlu ef hann verður ekki nefndur eftir mér !

mánudagur, nóvember 07, 2005

Afrakstur ?

Amma var að kvarta eitthvað í gær yfir skegg safninu sem ég er kominn með framan í mig, sagði að ég væri alltof ungur til þess að vera með svona lagað.



Ætli maður verði nú ekki að fara að óskum leigusalans og skera burt veiðihárin.

En það er nú svosem alltaf inn í myndinni að leggja í gott músstash... sjáum hvað setur.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Fótbolti

Maður er svo duglegur að mæta í fótbolta að maður gleymir því að það sé próf á morgun.



Annars bíð ég bara spenntur eftir að nöglin á stórutá fari að detta af, hún er orðin ansi ljót greyið, tja nema að það þyki fallegt að hafa dökkfjólubláa tánögl ? kannski er það svoleiðis í Búrúndi ? hver veit ?

föstudagur, nóvember 04, 2005

DVD

Í gær horfði hún amma mín á DVD. Hún var voðalega ánægð með það, enda skemmtilegt efni sem var á dagskrá, en ég hafði fengið lánaðan DVD disk frá bróður mínum um Vestmannaeyjargosið 1972.



Amma spurði svo hvað DVD væri nú eiginlega og ég sagði henni að það væri ensk skammstöfun á Digital Video Disc. Hún var ekki lengi að tengja og sagði "já, ég hef nú heyrt um þetta digital áður".

Nú er bara að bíða eftir að amma verði forfallinn DVD sjúklingur sem kaupir allar helstu gamanþátta seríur sem í boði eru, eins og t.d. Friends, Simpsons og allt þar á milli.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Að fara í sund

Eftir langan hjólreiðatúr frá Brautarhóli til Akureyrarsundlaugar með tilheyrandi átökum, skellti ég mér í sund með svissnesk ítalskri stúlku sem býr í Munchen í Þýskalandi.


Þetta á ég við þegar ég fer í sund.

Auðvitað gleymdi ég svo handklæðinu mínu heima.

Menn voru farnir að líta mig hornauga inn í karlaklefa, sprikklandi nakinn um, bíðandi eftir að ég þornaði sæmilega til þess að klæða mig í fötin.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Alsæla !

Í gær dó ég næstum því úr alsælu þegar ég kom heim eftir erfiða fótboltaæfingu í Boganum. Það fyrsta sem ég gerði var að læðast inn í ísskápinn heima og opna ís-ískaldan bjór, hella honum í glas og drekka ölið í löngum og góðum sopa.

Eftir fyrsta sopann heyrðist svo eitt gott "Ahh" og það lá við að ég myndi deyja, þetta var svo gott.

Verst að þetta var eini bjórinn sem var eftir í ísskápnum, svo ég get ekki endurtekið leikinni í kvöld, en minningin lifir áfram.


Ölið var sopið þegar í glasið var komið !

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Rökfærsla Hómers

Núna um daginn var ég að horfa á þátt með Hómeri nokkrum Simpson frá Springfield í Bandaríkjunum. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir stórkostlegri röksemdafærslu hjá kappanum, sem lét mig skellihlæja í svona þrjú korter.

Þannig er með mál í vexti að Hómer ætlaði að verða ríkur af fitubransanum, þ.e. selja fitu. Nú fita er nú kannski á hverju strái en það er erfiðara að nálgast hana í sínu hreinasta formi, en Hómer deyr ekki ráðalaus.

Hann tók sig til að fór að steikja beikon í massavís, sem hann gaf síðan hundinum. Samtals tóks honum að vinna úr beikoninu 1 kíló af fitu, sem er nú þónokkuð.

Það er svo ekki að spyrja að því að hann fór með herlegheitin til fitukaupandans sem keypti alla fituna á 27 cent. Sjaldan hef ég séð Hómer jafn glaðan.

En þá hafði sonur hans, Bart, á orði að beikonið sjálft hefði kostað c.a. 27 Dollara.

Þá hófst röksemdarfærslan.

Bart: "Hómer, þú veist að beikonið kostaði 27 dollara"

Hómer: "Hvað með það, það er mamma þín sem keypti það"

Bart: "já, en mamma fær peninginn frá þér"

Hómer: "já, og ég fæ peninginn fá fitu, hvað er vandamálið ?"

Mig minnir að þetta hafi verið einhvernveginn á þessa leið. Hér má samt sjá glögglega gott dæmi um góða röksemd. Við ættum öll að taka okkur Hómer til fyrirmyndar.

mánudagur, október 31, 2005

Hvað gerði ég ekki !

Helgin sem leið var ansi viðburðarík og það tæki aldur og ævi að taka fram það sem ég gerði. Því hef ég ákveðið að benda á nokkra punkta sem ég gerði ekki um helgina, til þess að setja mynd á helgina. Þið, lesendur góðir, getið fyllt upp í eyðurnar.

Það sem ég gerði ekki var m.a.

* Vaknaði snemma á laugardaginn
* Fór snemma að sofa á föstudaginn
* Fór út að hlaupa
* Lærði eins og hestur
* Sat heima á laugardagskvöldi
* Neyta áfengra drykkja á föstudagskvöldi
* Neyta áfengra drykkja á laugardagskvöldi
* Leiðast
* Vera á Internetinu

Þetta er það helsta sem ég gerði ekki um helgina. Það verður samt að vera leyndarmál hvað það var síðan sem ég gerði, því það er hætt við að lesendum standi ekki á sama ef ég upplýsi það...

Og hana nú !

föstudagur, október 28, 2005

Hvar er síminn minn ?

Mig langar að benda á að lettneskur Nokia 1100 er á vergangi einhversstaðar hér norðanlands, annaðhvort í Háskólanum á Akureyri eða í Brautarhóli. Þeir sem sjá símann eru vinsamlegast beðnir um að hafa varann á, því hann bítur, fast !

Allavegana þá er ég GSM símalaus í augnablikinu.

Æstir aðdáðendur eru beðnir um að hringja í Brautarhól, Háskólann á Akureyri eða senda einfaldlega hugskeyti, ef þið þurfið endilega að ná í mig.

fimmtudagur, október 27, 2005

Próf !

Núna í morgun var ég í aðferðarfræðiprófi og það var prófað í SPSS tölfræðiforritinu. Ég hef ekki hugmynd hvernig mér gekk, en gróflega áætlað má hugsa að ég fái einkunn á bilinu 0 - 10.

Nú er bara að krossleggja fingur og biðja til SPSS !

Hallelúja og amen (analyze, descprivtive statistics, explore)

miðvikudagur, október 26, 2005

Afhverju ???

Já, afhverju er svo miklu auðveldara að skoða internetið heldur en að læra undir aðferðarfræðipróf ?

Getur einhver svarað því ?

þriðjudagur, október 25, 2005

Heilsuráð

Að borða hvítlauk er mjög hollt. Ef þú, lesandi góður, ert að verða eitthvað slappur, þá mæli ég eindregið með því að þú borðir einn hvítlauks klasa (eða bát, bút, eða hvað sem það nú kallast) svo þú verðir ekki veikur / veik. Hvítlaukur er nefninlega mjög gott varnameðal gegn allskyns kvillum !

Ég er eitthvað hálf slappur í dag, þannig að ég ætla að hjóla beint heim til ömmu og fá mér smá hvítlauk, nammi namm.

Láttu ekki þitt eftir liggja, fáðu þér hvítlauk strax í dag !

Ekki má svo gleyma að hvítlaukur ver mann svo ágætlega gagnvart blóðsugubitum. Ekki amalegt það Elli.

mánudagur, október 24, 2005

Suðurferð

Ég fór suður um helgina, sem var svo sem fínt, nema hvað að það var eitt sem setti svartan blett á þessa ferð.

Ég hitt einhvern algjöran hálfvita, sem vissi ekki neitt ! Hann var að rugla eitthvað um landsbyggðina og sagði að "mér finnst ekki sanngjarnt að við hérna fyrir sunnan séum að halda upp einhverjum litlum bæjarfélögum"

Í fyrstu þá gapti ég, en það var ekki fyrr en hann sagði líka að "Ég er samt algjör sjálfstæðismaður, en það skiptir mig líka miklu máli að allir hafi jafnan rétt" Að ég sá að þetta var bara fífl.

En hverju er svo sem að búast af manni sem hefur ekki einu sinni komið til Akureyrar, því hann lét mig vita að það lengsta norður sem hann hafði farið var upp í Hrútafjörð.

Í stuttu máli, þá hlustaði ég á þennan asna í smá stund, rökræddi aðeins við hann og sagðist svo ekki nenna að tala við hann.

Það er samt ótrúlegt að það sé til svona fólk á Íslandi. Ja hérna hér !

fimmtudagur, október 20, 2005

Loksins !

Mikið var að það byrjaði að snjóa aftur ! Nú getur maður heldur betur farið að spæna um bæinn á nýju nagladekkjunum sínum !

Þannig að ef þið, lesendur góðir, sjáið einhvern ofur svalann gaur á Bronco (Fjallahjóli) þeysast um skransandi og stökkvandi um götur Akureyrarbæjar , þá er það Ég !

miðvikudagur, október 19, 2005

Þunglyndur, en samt svalur !

Ég verð nú að segja að ég er nú nokkuð þunglyndur yfir því að Eva mín góða og sæta, sé farin í heimsreisu og verði í burtu í sjö mánuði, en svona er víst lífið. Ég var held ég engu skárri líka þegar ég fór í burtu í sex mánuði... Við skötuhjúin erum ferleg.

En til að bæta úr þessu þunglyndiskasti mínu, ákvað ég að verða rosalega svalur !

En hvernig er best að bæta við svaleikann sinn ? jú auðvitað með því að hressa upp á farartækið sitt !

Bronco Fjallahjólið mitt, hefur sumsé tekið stakkaskiptum ! Ekki nóg með það að vera með bleika slaufu á stýrinu, en þá er Bronco kominn með sport bretti sem lífga heldur betur upp á útlitið ! Og síðast en ekki síst, þá er ég kominn á nagladekk, sem mér finnst vera einstaklega svalt og flott.

Ég verð nú að segja að ég glotti nú út í annað þegar ég brunaði fram úr grunnskólakrökkunum á leið í skólann í morgun og heyrði hvernig naglarnir tættu upp malbikið...

Nú er bara að fá sér sólgleraugu, setja upp grifflunar, fara í "leddarann" og bruna niður í bæ um helgina og skrensa á rúntinum !

mánudagur, október 17, 2005

Ertu þá farin ?

Ertu þá farin frá mér ?

Já það er víst komið að því, Eva Lækur er á leiðinni til útlanda. Hún verður frá í svona sjö mánuði sem þýðir að ég eigi eftir að vera órólegur, stressaður og eitthvað þriðja atriði sem ég nefni ekki hér, í sjö mánuði...

Ég vona bara að hún skemmti sér frábærlega, annars verður öll þessi kvöl og pína til einskins !

Far vel !

föstudagur, október 14, 2005

Þrældómur ?

Aldrei þessu vant hef ég tekið föstudagseftirmiðdegið frá í það að læra. Það er svo sem ekki frásögum færandi, nema að á mínum yngri árum þá notaði ég ævinlega þann tíma í undirbúning á föstudagsskralli eða einhverju þvíumlíku. En í dag er ég búinn að lesa undir Upplýsingarýni 4. kafla í bók Jóels Bests, amerísks tölfræðis gúrús.

Fyrir þá sem hafa áhuga geta leitað uppi bókinni "Damned lies and statistics" og fylgst með framvindu mála !

En í tilefni dagsins, þá langðaði mig að benda ykkur á síðuna hans Emils nokkurns Strengs, sem kemur frá Bodensee í Þýskalandi. Hana má finna hér.

Mig langaði einna helst að benda Jóni frænda mínum á þessa síðu.

þriðjudagur, október 11, 2005

Sáttur, enn sem komið er...

Ég var að fá út úr tveim prófum í aðferðarfræði sem ég var í um daginn og ég verð nú bara að segja að ég er nokkuð sáttur, sérstaklega í ljósi þess að ég hélt að ég hefði drullað alveg upp á bak í öðru prófinu.

Aðferðarfræði, tölfræðiútreikningur : 5,7

Aðferðarfræði, tölvuvinnlsu próf : 8,0

Nokkuð gott verð ég nú bara að segja.

Svo er maður búinn að standa sig nokkuð vel í nokkrum verkefnum en þau skiptast svona :

Upplýsingarýni:
5,5
7,5


(n.b. hópaverkefni bæði)

Enska:
8
9


Afbygging 20. aldar
6,5

(n.b. hópaverkefni, sem má sjá hér)

Svo bíð ég spenntur eftir niðurstöðum úr Vinnulagsprófi og bíð ennþá spenntari eftir að fara í Afbyggingar próf !

mánudagur, október 10, 2005

Talið að 2,5 milljónir manna séu heimilislausar eftir jarðskjálftann

Svona hljóðar ein fyrirsögnin sem er á mbl.is í dag, í þessari frétt er verið að fjalla um hörmungar jarðskjálftans sem reið yfir í Pakistan, Indland og Afganistan á laugardaginn. Í fréttinni segir að talið er að 38 þúsund manns hafi látist í þessum hörmumgum ! 38 þúsund manns ! 42 þúsund eru slasaðir og tugi þúsinda viðhefst undir berum himni !

Þetta eru alveg hræðilegar náttúruhörmungar, það fer ekki á milli mála.

En samt virðist manni sem svo að þessar hörmungar séu ekki eins merkilegar og þær sem dundu yfir svæðin við Mexíkóflóa nú fyrir skömmu.

Mig minnir að allir fréttamiðlar hafi verið stútfullir af fréttaflutningi frá hamfarasvæðunum í New Orleans í Bandaríkjunum, eins og þetta væri að gerast í fyrsta skipti í heiminum að náttúran hegðaði sér ekki alveg eins og við vildum.

Ég er samt ekkert að draga úr hamförunum sem voru þarna vestra, en langar samt bara að benda á að hamfarirnar eystra, eru sennilega meiri (ef við metum mannslíf meira en peninga) en þær sem voru vestanhafs. En samt virðast þessar nýskeðnu hamfarir vera allt í lagi, ekkert svo merkilegar, bara daglegt brauð.

Það er alveg ótrúlegt að sjá þennan mun. Svo lengi sem við höfum engra hagsmuna að gæta (viðskipti) þá skipta hamfarir einhversstaðar annarstaðar engu máli, eða allavegana minna máli.

En við ættum kannski að pæla aðeins í þessu og spyrja okkur hvort aurinn skiptir meira máli en sálin ?

Ég bíð svo spenntur eftir fregnum þess efnis að íslensk stjórnvöld gefi aur í hjálparstarfsemi þarna eystra, rétt eins og þau gerðu þegar voldugasta þjóð í heimi varð fyrir smá áfalli. Því ég held að við vitum öll hvar peningnum sé betur varið.

fimmtudagur, október 06, 2005

Takk fyrir mig !

Mig langar að nota tækifærið hér á þessum vefmiðli og þakka heremy.com kærlega fyrir gott samstarf í gegnum tíðina, en nú eru þeir hættir rekstri.

Fyrir þá sem ekki vita þá var heremy.com frítt net-myndaalbúm.

Nú þarf maður að fara að leita sér að öðru slíku. Á meðan verður síðan örlítið hrá, en dyggir lesendur láta það varla á sig fá.

En leitin hefst ekki alveg strax, því ég á eftir að ganga frá samningum við Íslenska Útvarpsfélagið um sýningarrétt á þáttaröðina um leitina að hinu rétta net-myndaalbúmi.

Svo er ég líka að fara í próf og fullt af verkefnum eru framundan, þannig að það er sennilega best að fara heim og leggja sig aðeins fyrir komandi átök.

miðvikudagur, október 05, 2005

Góð þjónusta !

Eftir áralanga dvöl í hinum ýmsum skólum landsins þá stendur mér loksins til boða að nýta mér þjónustu gangbrautarvarða. Þannig að nú, þegar ég er að fara í skólann, galvaskur, þá þarf mamma ekkert að hafa áhyggjur af mér í umferðinni á morgnana.

Þetta setur óneitanlega skemmtilegan svip á skólferðirnar á morgnana, því hvorki fleiri né færri en tveir hressir gangbrautarverðir bjóða mér góðan daginn með bros á vör sem leiðir af því að ég fer hjólandi sæll og glaður upp í skóla, dagurinn gæti bara ekki byrjað betur !

Mikið er ég feginn að borga útsvarið mitt til Akureyrarveldissins, þó lítið sé í augnablikinu.

mánudagur, október 03, 2005

Dominos veldið á barmi gjaldþrots ?

Í gær keypti ég mér pitsu hjá Dominos og fyrir valinu varð 12" Dominos pepperoni á 1610 krónur. Ég borgaði með 5010 krónum og fékk 4600 tilbaka. Sem skítseyði þá þagði ég um þessi mistök afgreiðslumannsins.

En auðvitað kemur svona lagað alltaf manni um koll, því ég er búinn að týna veskinu mínu, sem inniheldur 4000 íslenskar krónur og 500 norskar.

Það borgar sig sum sé að vera heiðarlegur !

fimmtudagur, september 29, 2005

Brautarhóll online ?

Baráttan er hafin !

Sigmar Bóndi vs. IBM laptop

Ekki missa af stærsta bardaga ársins þegar Sigmar glímir við fartölvuna sína um netsamband ! Sigmar vill ólmur koma Brautarhóli online en IBM gerir allt sem í hans valdi stendur svo það gerist ekki. Æsispennandi keppni um blóð, svita og wireless connection.

(ath. þessi færsla er rituð í tölvuveri Háskólans á Akureyri)

mánudagur, september 26, 2005

Ég er klukkaður !

Ja hérna hér, þá er bara búið að klukka mann á internetinu, sem þýðir í stuttu máli að ég á að segja einhver 5 persónuleg atriði um sjálfan mig, svo alþjóð fái að vita. Það er svo sem hið minnsta mál, það er bara spurning hvort lesendur hafi maga í það. En mig langar að þakka Finni Torfa sérstaklega fyrir að koma þessari kvöð yfir á mig.

1. Ég heiti Sigmar Arnarsson og er meyja, ég var aldrei hrifin af því í æsku og öfundaði frændur mína tvo mjög af því að vera ljón.

2. Ég er nautnaseggur og fer ákaflega mjúkum höndum um sjálfan mig, til dæmis má nefna að ég er einstaklega góður í rökfærslu við sjálfan mig á morgnana þegar ég heyri að úti hvíni napur vindur... þá heillar rúmið meira.

3. Í beinu sambandi við nautnaseggs yfirlýsinguna þá er skemmst frá því að segja að ég er alveg rosalega latur oft á tíðum.

4. Ég hef komið til afríku, nánar tiltekið Marakkó, og borðað þar dýrindis kjúkling, þrátt fyrir að u.m.þ.b. milljón viðvörunarbjöllur hafi hringt í hausnum á mér varðandi hreinlæti staðarins og ástands kjúklingsins... En ég var svangur.

5. Ég hef aldrei lýst því yfir að hætta að drekka, þrátt fyrir margann og misslæman þynnkudaginn, það er betra að lýsa ekki neinu yfir sem maður veit að kemur aldrei til með að standa.

Jæja, þar hafið þið það, vonandi vitið þið meira um mig sjálfan í dag en í gær. En svona til gamans þá langar mig að "klukka" Garðar Val, Ingólf Friðriksson, Jón Heiðar og Björn Bjarnason. Og hana nú !

föstudagur, september 23, 2005

Ást

Halldór Örvar Einarsson (a.k.a "Dóri Stóri"), Ég elska þig !

fimmtudagur, september 15, 2005

Person ?

Í gær reiknaði ég einhverja ægilega stærðfræðiformúlu sem sýndi fylgni á R-inu hans Persons.

EFtir útreinkingu á staðalfráviki, fylgni og ég-veit-ekki-hvað, þá tókst mér að komast að niðurstöðu

Svarið var 0,94 !

Ég er ekki alveg viss hvernig mér tókst að fá rétta niðurstöðu, en mér leið eins og ég hefði verið á rosalegu fyllerí einhversstaðar niðrí bæ en vaknaði svo skyndilega heima, án þess að vita hvernig í fjandanum mér tóks að skríða heim.

Nú er bara að vona að í næsta prófi að ég vakni ekki einvherstaðar hjá einhverrri ægilegri herfu, handan við Gleránna án þess að hafa hugmynd um hvernig ég komst þangað.

mánudagur, september 12, 2005

Samsæri

Föstudaginn 9 september flaug ég til Reykjavíkur. Ég fékk sætisnúmer 5B

Sunndaginn 11 september flaug ég til Akureyrar. Ég fékk sætnisnúmer 5B

Er þetta samsæri gegn mér eða bara tilviljun ?

miðvikudagur, september 07, 2005

Frávik ?

í dag var rætt um staðalfrávik í aðferðarfræði, mér til mikillar ánægju. Eftir að fyrsta dæmið kom upp á töfluna lak eitt tár niður kinnina á mér, í ljósi þess að ég skildi lítið sem ekki neitt.

Einhver benti mér á að ég hefði átt að hafa lært þetta í menntaskóla, en ég kannast enganveginn við það. Sökinni verður þar af leiðandi alfarið komið á Menntaskólann á Egilsstöðum ef ég fell í þessu fagi.

þriðjudagur, september 06, 2005

Stór mistök !

Ég og títtnefndur Steffen félagi minn frá Þýskalandi höfum verið að ræða dálítið um vin okkar David nokkurn Hasselhoff í nokkurn tíma og hafa verið ófáar pælingarnar um kallinn. En þannig vildi til fyrir nokkrum dögum, þegar við vorum að skiptast á aðdáðun okkar á Davíð í tölvupóstssendingum, þá sendi ég staðreynda villu til Steffens, sem hann leiðrétti snarlega.

Hér að neðan kemur brot úr tölvupóstssamskiptum okkar sem urðu í kjölfar myndar sem Steffen sendi mér, sem glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir.

Hér er svar mitt við myndinni sem Steffen sendi mér:

You know what I like ! :-)

David Knight !
Micth Buchanon

DAVID HASSELHOFF = My HERO !

Cheers!

Sigmar

p.s. I got a bonus when I saw the picture !


Svo kemur svar Steffens:

Big misstake, Sigmar!

MICHAEL KNIGHT!!!

Steffen


Það er gott að hafa vini sem eru með þetta allt á hreinu !


David hefur efni á smá glotti þessa dagana, enda er hann búinn að brenna á vörum manna síðastliðin misseri.

mánudagur, september 05, 2005

Mánudagur

Það fer víst ekki á milli mála að í dag er mánudagur. Af því má gera ráð fyrir að í gær hafi verið sunnudagur.

Merkilegt !

föstudagur, september 02, 2005

Góður vinur !

Steffen þýski, félagi minn frá Hamburg sem ég kynntist út í Lettlandi er góður félagi. Haldið þið ekki að ég hafi fengið póst frá félaganum, sem innhélt eingöngu texta á borð við "úúúu jeeee" og svo mynd af ennþá betri félaga, sem okkur var nú tíðrætt á mörkum hins byggilega heims í Lettlandi. Það var enginn annar en nafni Davíðs Þórs Sigurðarsonar, David Hasselhoff sem prýddi skilaboðin frá Steffen. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur !


Margumræddi David, birtist í skilaboði Sigmars, sem kom að þessu, alla leið frá norður Þýskalandi, nánar tiltekið Hamborg.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Er ég nörd ?

Ég var að hugsa um í gær hversu mikill nörd ég væri og ég komst að óægilegri niðurstöðu, þ.e. að ég væri sennilega þónokkuð mikill njörður. Þegar ég er að tala um "nörd" þá er ég ekki að tala um tölvunörd, bílanörd eða lærdómsnörd, heldur bara hreinan "nörd", "nörd" sem hefur gaman af öðruvísi og ævintýralegum hlutum.

Við skulum líta á nokkur dæmi í þessu sambandi.

* Ég er búinn að lesa Hringadróttinssögu tvisvar og beið eftir myndunum í ofvæni.

* Ég var vonsvikin með með myndirnar að mörgu leiti.

* Ég hef einstaklega gaman af spili sem kallast "Magic, the gathering"

* Spilið gengur út á að tveir eða fleiri komi andstæðingum sínum á kné niður með "göldrum"

* Ungur að aldri byrjaði ég að spila snemma "Advanced dungeons and dragons", það er hlutverkaspil.

* Ég hef einstaklega gaman af hlutverkaspilum.

* Ég er ekki eins hrifinn af "Aski yggdrasil" íslenska hlutverkaspilinu.

* Ég er búinn að lesa allar Harry Potter bækurnar.

* Fyrstu fjórar las ég á íslensku.

* Seinna meir las ég allar á ensku.

* Ég var frekar spenntur yfir nýjustu bókinni og það tók mig ekki langan tíma að klára hana.

* Diablo var uppáhalds leikurinn minn um tíma

* Ég ásamt öðrum félögum mínum, bjuggum til smá hlutverkaleik upp úr Diablo.

* Bókin sem ég er að lesa núna heitir "Colour of magic", það segir sennilega allt sem segja þarf.

Ég gæti eflaust grafið upp meiri nördaiðjur sem ég hef gaman af en þetta er það helsta sem mér dettur í hug.

Spurningin er því sú;

Er ég nörd ?

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Ömurlegt !

Það er hreint út sagt ömurlegt að eldast svona og í því sambandi get ég bent á tvö dæmi sem komu fyrir mig nú fyrir skömmu.

Dæmi 1

Ég var staddur á Reykjavíkurflugvelli og var að versla mér flugsæti til Akureyrar með hoppi. Það var allt saman gott og blessað, nema hvað að konan í afgreiðslunni spurði einnar spurningar sem kom mér úr smá jafnvægi. "Ertu ekki örugglega undir 25 ára ?" Ég auðvitað gapti í svona fimm sekóndur þangað til að ég fattaði að ég þurfti að svara, "nei, ekki enn.." Ég var svo sleginn út af laginu að ég gat einu sinni ekki svarað með skætingi !

Dæmi 2

Mánudagurinn 29 águst 2005. Tuttuguogfjögurára afmælið mitt. Ég fékk engar gjafir, nema fyrir utan blómvönd sem ég fékk frá Elínu Brynjarsdóttur og Jóhönnu Fjólu. Ef það er ekki ömurlegt þá veit ég ekki hvað. Ef þetta er raunveruleikinn við að eldast, þá vil ég það ekki ! Hvar er dótið ? hvar er fjörið ? og fjandinn hirði blómin !

Það á að setja í lög að maður eigi minnsta kosti rétt á einni skemmtilegri gjöf á afmælisdaginn sinn, og blóm eru ekki leyfð fyrr en skemmtilega gjöfin sé kominn á hendurnar á afmælisbarninu, eingöngu til þess að forða frá vonbrigðum með daginn.

Og hana nú !

mánudagur, ágúst 29, 2005

"Minns langar í"

* Bókina "öld öfgana"
* Glænýjan bíl
* Pizzu (fékk reyndar í hádeginu)
* Knastás
* Tölvuorðabók
* Dverg í búri
* Góðan regnstakk
* Fallegt "mústash"
* Góðar hlífðarbuxur
* Peking önd

Fyrir áhugasama, þá getið þið sent gjafir á Brautarhól, 603 Akureyri, Ísland. Og afhverju ? nú af því að ég á "ammæli" í dag ! Ásamt öðrum góðum köppum.


Gleðipinninn Michael Jackson var mjög ánægður í dag, enda á félaginn afmæli. Hann var samt sár út í Sigmar í morgun því Sigmar hafði steingleymt því að þetta væri líka afmælisdagur Michaels. Líðan Michaels er eftir atvikum góð.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Ætli maður komist austur um helgina ?

Nýnemaskemmtun UNAK !

12:30 Mæting í Matsal á Sólborg, Fyrirtækjakynning og fleira
14:00 Mæting við Íslandsklukku, ávarp formanns FSHA
14:15 Rútur fara frá Sólborg í Kjarna/Hamra með nýnema
15:00 Þrautabraut hefst á Hömrum
17:00 Þrautabraut lokið, grill, söngur og gaman
17:45 Rútur fara frá Hömrum
21:00 Dagskrá Velgengnisviku nær hámarki. Keppni á milli deildarfélaga í hinum ýmsu þrautum og leikjum hefst á slaginu 21:30. Hvetjum því fólk til að mæta tímanlega til þess að koma sér í stellingar.
23:00 Nýnemaball í Sjallanum !

Er maður, maður í þetta ? Eða er það bara DVD í kvöld ???

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Aðeins af veðrinu...

Nú hef ég ekki talað um veðrið í há herrans tíð, enda er ég búinn að vera í burtu frá þessu veðravíti í hálft ár eða svo.

En nú langar mig að tala aðeins um veðrið, og þá ekki á góðu nótunum !

Þetta er alveg ferlegt ! 6 gráðu hiti í lok ágúst og í gær sá ég að það var komin föl á fjöllinn hér í firðinum fagra ! Þetta er bara ekki eðlilegt ! Nú held ég að veðurstofu menn verði að fara að taka sig á og koma með betri spár, enda er þetta ekki hægt að koma hingað heim og láta taka svona á móti sér. En ég hefði nú skilið þetta ef það væri seint í september, enda hefur sá mánuður ekkert skemmtilegt upp á að bjóða !

Guði sé lof að ég er ekki einn um þessa skoðun, heldur finn ég mikinn stuðning hjá ömmum mínum tveim, sem sleppa aldrei úr tækifæri að ræða þessi hjartans mál !

Og hana nú !

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Byrjar vel...

Nú er ég búinn að vera í háskóla í þrjá daga og á mínum þriðja háskóladegi er ég þunnur.

Það er bara að vona að framhaldið verði ekki svona, ég er einfaldlega bara ekki maður í þetta ! Aldurinn færist yfir mann og tuttugastaogfjórða aldursárið verður staðreynd á höfuðdaginn !


Sigmar kynntist töfrum pilsners Egils í gær og er ekki frá því að töfrarnir sitji aðeins í honum í dag líka...

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Svoldið sauðalegur...

Þá er maður víst byrjaður í Háskólanum á Akureyri og ég er búinn að komst að því að ég er jafn vitlaus og þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Það á eflaust eftir að taka sinn tíma að komast inn í allt "systemið" og átta sig á hlutunum, en samt ekki fyrr en eftir miklar vangaveltur og mikið klór í hausnum, sem hársvörðurinn má eginlega ekki við...

Aðeins að öðru...

mikið lifandis skelfing er skrýtið að skrifa á íslenskt lyklaborð eftir svona langan tíma í burtu, ég rak í rogastans núna eftir að ég komst að þ,æ,ö,ð,ó,á,í,ý og ú væru mér til boða núna, það fer kannski að skiljast það sem ég er að skrifa á þessa síðu, en bara kannski...

laugardagur, ágúst 20, 2005

Lofsöngur

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:/: Íslands þúsund ár, :/:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,

því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
:/: Íslands þúsund ár :/:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
:/: Íslands þúsund ár :/:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.



Kominn heim !

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Svo mikid ad gera...

Nu er thad komid a hreint ! Batteriin hja mer eru fullhladin eftir stutta dvol i Noregsriki. Eg get ekki sagt ad eg hafi gert mikid a medan dvol minni stod her i Oslo en arangurinn lætur ekki a ser sja, eg er uthvildur !

En fyrir ahugasama tha hef eg akvedid ad gera lista yfir thad helsta sem var gert i landi trolla og has verds...

* Sofid (kannski full mikid)
* Bordad (kannski full mikid)
* Horft a sjonvarp (sæmilega mikid)
* Lesid (klaradi eina bok og byrjadi a annarri)
* Verslad (Einn bol, buxur og tvær bækur)
* Grillad (fellur kannski undir at)
* Setid og rullad saman thumalputtunum minum (naudsynlegt i afsloppun)
* Borad i nefid (nadi ut tveim godum kogglum ut fyrir hadegi i dag)
* Talad norsku (naudsynlegt i Noregi)

Eins og sja ma tha hef eg nytt timann minn til hins ytrasta og eg atti jafnvel erfitt med ad koma fyrir pasum i thetta stranga plan sem var i gangi nuna i 4 daga.

Thad er bara ad vona ad Danmork bjodi upp a svipada skemmtun, tho svo ad eg efi thad storlega.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Stadreynd !

A for minni um alheiminn, tha hefur mer tekist ad snæda pølse (pylsu) i ollum hofudborgum nordurlandanna !

Geri adrir betur en thad !


Sviinn Petter Solberg Holmstad fylltist mikilli reidi eftir ad hann komst ad thvi ad Sigmar hefdi tekist ad snæda pylsu i ollum hofudborgum nordurlandanna, en thad hefur ætid verid langthradur draumur hja Petter, sem eingongu hefur tekist ad snæda pylsu i Stokkholmi, Oslo og Kaupmannahofn. Petter hefur tho skipulagt pilagrimsfor til Helsinki a næsta ari en i mai 2006 verdur hatidin "eina med steiktum og tomat" haldin hatidleg. Ekki er vitad hvenær Petter hyggst leggja leid sina til Islands.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Bara stundum, bara stundum...

Eg veit ekki med restina af ykkur, en eg a thad til med ad lida svona (bara stundum) thegar eg er ad vinna a tolvur en ATH bara stundum...

föstudagur, ágúst 12, 2005

Svithjod sucks !

Eg er farinn til Norge, thar sem alvoru vikingar eru !

Sex tima lestarferd um sveitir Svitjhodar og Noregs verda thvi stadreynd... En eg vona samt ad eitthvad komi fyrir, annad er varla haegt, midad vid hvernig ferdin hefur gengid hingad til.

Nu er bara ad bida og sja hvort eg endi ekki einhversstadar nordan vid heimsskautsbaug !

OG HANA NU !!!
"men jeg tror du har et motorcykel..."

Eftir ad hafa hugsad malin i svona 5 minotur, tha var akvedid ad yfirgefa rigninguna i Helsinki og skjotast yfir til Stokkholms, Og hana nu ! Thannig ad thegar thetta er ritad, tha er eg staddur a saenskri grundu.

En audvitad tokst mer ad koma mer i sma vandraedi adur en eg nadi nu ad komast i ferjuna til Svithjodar.

Thannig er med mal i vexti ad eg strunsadi nidra hofn i rok og rigningu og aetladi ad versla mer eitt stykki mida i ferjuna, ekkert mal hugsadi eg mer og tritladi ad naesta bas merktan Viking line( ATH eg er ad tala um bas eins bilabas, bas med lugu). Nu eg kom vid og gaf upp nafn og svoleidis og mer var sagt ad eg thurfti ad bida i sma stund eftir ad fa ad komast um bord. Mer thotti nu ekkert athugavert vid thad, thar sem eg var ekki med bokadan mida.

Thegar kemur loks ad mer, tha aetladi madurinn ad rukka mig um mordfjar fyrir einn mida, eda um 72 evrur i stad 42 sem eg hafdi tjekkad a adur. Eg spurdi svo sakleysislega afhverju hann vaeri ad rukka mig fyrir svo mikinn pening, tha sagdi hann ad thetta vaeri verdid fyrir motorhjol ! Eg rak up stor augu og sagdi svo "men, jeg har ingen motorcykel"

Tha var mer sagt thad ad thessi bas, eda bilaluga, vaeri eingongu fyrir farartaeki, sem eg hafdi nu ekki hugmynd um, en grunadi samt nu eitthvad pinulitid.

"Du skal nu sprinter til terminalen, fordi billethandling lukker op in 8 minutter" Sagdi thessi agaeti madur vid mig og mer var tha ekki til setunar bodid og hljop af stad med umthb 20 kg bakpoka a bakinu!

Sveittur og threyttur nadi eg loksins a leidarenda, daudstressadur um ad thad vaeri buid ad loka, en eg nadi einu stykki mida og strunsadi upp i ferjuna ! mer til gudslifandi anaegju !

Og her er nuna, i Sviariki i sol og sumaryl ! Takk fyrir thad !

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Hva ? er heimsmeistaramot ???

Jaeja, nu er madur staddur i Helsinki i agaetu yfirlaeti. Ad visu atti eg i sma basli med ad finna gistingu, thar sem islenski gaurinn hann Rognvaldur, let ekkert vita af ser.

Thad var svo ekki ad sokum ad spyrja ad einmitt thegar eg akvad ad skella mer til Helsinki, tha var eitt stykki heimsmeistaramot i gangi... Thannig ad thad var frekar snuid ad redda ser gistingu, en thad reddadist samt !

Ekkert farfuglaheimili var laust og thad var sama ad segja med odyru hotelin.

Thad var thvi brugdid a thad rad ad strunsa bolvandi i naestu utvistarvorubud og keypt eitt stykki tjald og brunad a tjaldsvaedid !

...En audvitad thurfti ad vera rok og rigning, eins og gloggir ithrottaahugamenn vita, einungis til ad gera lifid orlitid skemmtilegra !

Koma svo !!!

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

"Hann er nu ekki innistaedulaus thessi tekki"

Nu er madur a slodum fraegra knattspyrnu hetnja eins og t.d. Jans nokkurs Kollers og Patricks Bergers ef orfa daemi eru nu nefnd, en i thessu augnabliki er eg staddur i Prag i godu yfirlaeti med kaffi a kantinum.

Ekki get eg nu samt sagt ad eg hafi sed mikid af borginni sjalfri, thar sem eg tharf ad dusa a flugvellinum i nokkra tima adur en eg skrepp aftur heim til Lettlands, en i kvold og a morgun verda sidustu stundir minar thar. An efa verdur mikill soknudur af Lettlandinu goda en annad tekur nu vid, fyrst sma skrens um Nordurlondin og svo Haskolinn, uff !

Thad blundadi nu samt i mer ad setjast ad i Barcelona i sma tima en su hugmynd hvarf ur kollinum a mer um leid og eg villtist inn i vafasamt hverfi a rolti minu um borgina og var bodid kynlif fyrir litinn pening af sennilega einni su svortustu midaldra manneskju sem eg hef nokkurntiman sed !

Thannig ad eftir ad ganga half kjokrandi af hraedslu ut ur thessu skuggahverfi var akvedid ad Haskolinn a Akureyri vaeri bara alveg agaetis akvordun !

En nog um thad, Prag bidur ad heilsa !!!


Gridarleg fagnadarlaeti brutust ut i Prag i dag eftir ad fregnir barust um thad ad islendingurinn fljugandi, Sigmar Bondi, vaeri ad koma i baeinn. Skommu seinni, eftir ad stadfest var ad Sigmar kaemi ekki i borgina sjalfa brutust ut heiftarlegar oeirdir vidsvegar um Prag. Talid er ad 7 manns hafi ekki latist og enginn slasast alvarlega, ef ekki er talid med Tomaz Hrzskov, sem klemmdi sig a visifingri thegar hann var ad fara i vinnuna i morgun.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Viva la fiesta !

Jaeja, nu er namskeidinu lokid sem tok thatt i i Vilanova, Spani. 7 dagar og 7 party med folki vidsvegar ad ur evropu, thad gerist bara ekki betra en thad !

Nu tekur bara vid sma turista ferd til Barcelona og svo verdur farid heim til Lettlands og thar munu frekari ferdalog taka vid... Uff !

En bara svona rett til ad lata ykkur vita, tha er 37 stiga hiti her og thad kemur kannski ekki a ovart ad thad eru ekki kjoradstaedur fyrir skjannahvitan islending...

Donde es a la farmacia ? que ? Cervesa ? Por que no ? Me gusta galletas i grande caballo !

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Viva españia !

Vid erum ad tala um 30-35 stiga hita ! Ad visu sma thrumuvedur i gaer, en thad var bara gaman !

Eftir span er svo bara komid ad Riga, Tallinn, Helsinki, Stokkholmi, Oslo, Kaupmannahofn og svo Reykjavik. Eg laet Thorshofn i Faerejum i fridi i bili, adalega vegna thess hversu sveittar pizzurnar eru thar...

Annars er thad bara spurning dagsins;

ER GAMAN ???

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Brodir minn faer kaerar thakkir !!!

Jaeja, thad var nu ekki oll nott uti thott ad eg klikkadi all hressilega a thvi ad gefa krokkunum i vinnuni islenskst nammi, thvi eg hafdi annad betra i pokahorninu.

Thad vildi nefnilega svo vel til ad brodir minn hann Brynjar keypti ser karton af Winston longum, sigarettum i tollinum fyrir miskilning (sennilega vegna olvunar) og gat fyrir enga muni reykt thad tobak, hann skildi thvi tha kartonid eftir hja mer.

Ekki gat eg nu saett mig vid karton af thesslags tobaki heldur, en grunadi nu einhverja sem myndu prisa sig saela med slikan varning.

Thad var thvi brugdid a thann leik ad renna med kartonid i vinnuna og utdeila dyrindis amerisku tobaki a medal lydsins.

Krakkarnir voru mjog hressir med sigaretturnar, enda hofdu thau aldrei sed annad eins, langar winston sigarettur !

En theim var natturlega ekki til setunar bodid og theystu strax inn a klosett og kveiktu ser i thessu vaena tobaki med bros a vor og sugu eins og thau gatu !

Thad er gaman ad getad hjalpad !

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Nammi...

Enn aftur verd eg ad bolva thessari svokalladri fjolskyldu minni sem kom og heimsotti mig nu fyrir skommu. Ekki nog med thad ad keyra mig algjorlega ut, tha skyldu thessi grey eftir heilan helling af islenski nammi !

Thad er ekki ad spyrja ad thvi ad eftir sma smakk tha oppnadist flodgattinn og allt gotteriid, sem eg aetladi nu aldeilis ad fara med a heimilid, hvarf med thvi sama og uppi sit eg med magaverki og skitu.

Og greyid bornin i Lettlandi fa aldrei ad smakka Bingo kulur, Appolo lakkris, venjulegar kulur, Villikott, Sirius sukkuladi, Draum, Ris ne Freyju karamellur og Mondlur, thvi graduga svinid fra Islandi tok sig og klaradi allt !

Og hana nu !!!

laugardagur, júlí 16, 2005

Uff !!

Dagur numer 7...

Nu er eg med heimsokn fra folkinu fra Islandi, mamma, gummi, Amma og Binni og thad er sennilega eitt thad eridasta verkefni sem eg hef tekid undir hendur...

Eg er leidsogumadur a daginn og tryllt naeturklubbadyr a naeturna... Tvaer andataedur maetast her saman... A daginn fylgi eg modur minni, Gudmundi (manninum hennnar) og ommu um Lettland, en eg fylgi brodir minum um naeturna um pobbana...

Thetta er eitt thad erfidasta verkefni sem eg hef nokkurntiman tekid fyrir hendur og hlakka mikid til er thau fara heim, svo madur geti nu loksins lagt sig...

En mjog gaman samt sem adur !

Thessi faersla er i bodi Klondlie spelu klubs i Latvija, klukkan er 05:45 og skrifud i allt of miklu olaedi !!!

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Med logum skal land...

Nu veit eg, af fenginni reynslu, ad thad kostar 10 latta (um 1200 kr) ad keyra of hratt a thjodvegum Lettlands og vera an okuskirteinis, en thvi gleymdi eg heima.

Ekki amalegt thad !

En eg var nu lika var vid thad ad aurinn for ekki i rikissjod, heldur bara beint i einkasjod...

En gott malefni byst eg vid.

föstudagur, júlí 08, 2005

Heitur !!!

26 - 29 stiga hiti er ekki fyrir mig !!! Og svo er madur ad fara til Kataloniu (nanar tiltekid, Spanar) i lok thessa manadar, eg trui thvi statt og stodugt ad eg se ekki heill a gedi og hef sennilega aldrei verid !

Eg stod meira ad segja sjalfan mig ad thvi ad opna frystirinn i dag og stinga hausnum thar inn... Segir thad ekki allt sem segja tharf ?

En hvad er madur ad kvarta, eg hef nu ekki farid i buxur og peysu i haa herrans tid og ef thad er ekki draumur i dos tha veit eg ekki hvad.


Her sest Sigmar i gridarlegu godu yfirlaeti i stuttbuxunum sinum ad bralla eitthvad snidugt.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Upplysingaflaedi...

Var ad rekast a thessa sidu, hun hefdi getad sparad mer mikinn tima vid undirbuning fyrirlestra a lettnesku um mitt astkaera land...

En i stadinn thurfti eg ad gera allt saman sjalfur og laera i leidinni, thvilik kvol...

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Orlitid af karfavinnslu...

Skrapp a strondina i dag, staldradi kannski full lengi vid... En eg endadi vel steiktur med rautt i vanga, thad maetti segja ad eg vaeri ordinn eins og ein tiltekin fiskitegund sem islendingar veida um 60.000 tonn a ari (fiskveidiari audvitad).


Eftir um 2 og 1/2 tima a strondinni var saudasvipurinn ad koma i ljos a kappanum eftir ad hann fattadi ad hann vaeri ekki vanur svona sterkri sol og algjorlega varnarlaus eins og karfi i vaenu holli...

mánudagur, júlí 04, 2005

Ejam un dejam !
komdu ad dansa

Sidastlidinn fostudag skrapp eg til Riga med vinnuni en thad er svosem ekki frasogum faerandi nema thad ad vid vorum ad fara "dansleika" i Skonto halle.

En dansleikarnir eru sjalfsagt nu ekki frasogum faerandi nema hvad ad tharna voru 40.000 born og unglingar maett til leiks ad dansa fyrir dansthyrstan muginn, og eg get svo sagt ykkur thad ad thetta var eitt thad flottasta sem eg hef nu bara sed i haa herrans tid !

Lettneskir folkdansar eins og their gerast bestir !

En hugsid ykkur, 40.000 born og unglinga vidsvegar ad fra Lettlandi ad dansa og skemmta ser og odrum konunglega, thad getur bara ekki klikkad.

Mer var svo hugsad heim vid thetta og eftir sma paelingar tha datt mer i hug ad kannski vaeri haegt ad sanka saman 40 krokkum vidsvegar ad fra Islandi til ad gera thad sama, ekki getur madur nu sagt thad ad danshefdin sem sterk hja okkur...

En getur nu einhver sagt mer hver er nu eiginlega hinn islenski thjoddans ? Eg stod nu a gati thegar eg var spurdur ad thvi a fostudaginn. Thad eina sem mer datt i hug var villt sveifla med tonlist fra Geirmundi Valtyssyni undir, ekki getur thad verid rett ???


Hvad segid thid ? Dansad med Geira...

þriðjudagur, júní 28, 2005

Heim a fornar slodir...

Ad sjalfsogdu komst eg inn !

miðvikudagur, júní 22, 2005

Nyr madur !

I dag er eg nyr madur, i ordsins fyllstu merkingu.

Eg var ad enda vid ad saekja um dvalarleyfi i Lettlandi og i stadinn fekk eg glaenytt nafn !

Svo framvegis vinsamlegast kallid mig herra Sigmaars Arnasons.

En nuna er eg farinn ad halda upp a "Janis nakti" i Skriveri ! En thad er einhverskonar verslunarmannahelgi hja lettum og eg er ekki i vafa ad thad verdi gaman !!!

Kaer kvedja fra Lettlandi.

Sigmaars Arnasons

þriðjudagur, júní 21, 2005

Hrikalega duglegur...

Maetti a naeturvakt i kvold klukkan 21:00, en thad var ekki dugnadurinn sem eg er ad tala um, heldur thad ad eg skuradi golfid a heimilinu !

En thad var vegna thess ad eg kunni ekki vid ad sitja og gera ekki neitt ad medan gamla konan i eldhusinu myndi sja um thrifinn. Thannig ad eg reif mig upp hid snarhasta og tok kustinn mer i hond og threif golfid sem aldrei adur !

En thad tok samt nokkurn tima ad fa ad gera eitthvad, thvi konan vildi med engu moti leyfa mer thad, en eg gafst ekki upp. Eg heimtadi ad fa ad gera eitthvad og ad lokum fekk eg leyfi til thess ad medhondla skrubbinn, og eg skrubbadi eins og herforingi, hrikalega stoltur.

Eg trui thvi nu ad golfid se thad hreint ad thad megi eta af thvi !

Nu er bara sja til i fyrramalid hvort eg nai ad sannfaera konuna i eldhusinu med ad fa ad snaeda af gongum barnaheimilisins i fyrramalid, eg bid spenntur...

mánudagur, júní 20, 2005

I vidtali...

Eg var i vidtali i dag fyrir bladid "Venta Balss" eda Rodd Ventu og verd eg ad segja ad eg stod mig bara feykivel.

Eg sagdi fra thessum ymsum stadreyndum um Island, eins og til daemis fra eskimounum okkar, isbjornunum, morgaesunum, snjosnakunum, gullvinnslunni, oliuboruninni, alkulsvetrunum og svo audvitad ananasraektuninni. En ekki ma gleyma heimsins staersta isberjatrenu, sem tronir i um 100 metra haed.

Nu er bara ad bida eftir lettnesku ferdamonnunum og segja vid tha "ha ha ha, bara djok !"
Hrikalega fyndinn...

Eg er nuna adalhlatursefnid i barnaheimilinu Selga thessa dagana, en eg kvarta statt og stodugt undan hitanum her i Lettlandi.

Eg bara get ekki af thessu gert ! 20 - 25 stiga hiti er thonokkud fyrir mann eins og mig ! Til daemis ma nefna ad eg tek eingongu tilgangslausar sturtur thessa dagana, thvi eg er varla stiginn ut ur sturtunni thegar eg byrja ad svitna aftur. Ekki hjalpar thad ad glugginn a ibudinni minni snyr i austur (Til Russlands) og eg vakna alltaf i svitabadi !

Uff !

Svo skanar thad ekki ad i ollum thessum hita tha er eg med kvef...

En thad er svo sem skomminni skarra ad eg get skemmt samstarfsfolki minu med kvolum minum, thad er svo sem gott. Einnig er theim skemmt thegar thau spyrja mig hvernig vedrid se heima... "desmit grader" svara eg og thad kemur alltaf glott a lidid. Simple plesure for simple minds....


Kisinn Kakigna Tukstois a vid sama vandamal ad strida og Sigmar, en adal vandinn hja honum er ad hann er of latur ad faera sig ur solinni, thad a svo sem einnig vid um Sigmar, en honum tekst yfirleitt ad flytja sig inn a naesta olhus ef hitinn verdur ovidradanlegur.

laugardagur, júní 18, 2005

Lettneskur fotbolti, leidbeiningar

* Finnid frekar oslettan stad med oslegnu grasi, ekki verra ef thad er einhver visir ad marki til stadar.

* Takid med ykkur lelagan bolta, helst of litinn lika.

* Kallid saman hop af folki, helst med enga kunnattu i knattspyrnu (Thar kem eg til sogunnar)

* Bidid eftir tveim fyllibyttum.

*Thegar fyllibytturnar eru komnar, alveg odar i ad spila knattspyrnu, setjid thaer i morkin.

Byrjid ad spila.


Sigmar Skemmti ser vel i dag i fotbolta, eftir snoggan sundsprett i anni Ventu. Likadi honum tho best fyllibytturnar sem komu a stadinn skommu eftir ad leikar hofust. Skemmst er fra thvi ad segja ad thaer hafi lifgad upp a leikinn. Elvis, (drukkinn og um 35-40 ara) for a kostum i lidi andstaedingana thegar hann stod a milli stangann og einnig thegar hann tok nokkra vel valdna spretti i soknini.
Akvedid var ad spila aftur a morgun og foru Elvis og hin byttan ad bua sig undir thad ad leik loknum.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Hae ho og jibbi jei og jibbi og jei...

Thad er kominn 16. juni !

Aetli madur verdi nu ekki ad halda upp a thann 17. nuna i dag thar sem ad eg er ad vinna a laugardaginn og truid mer, ad maeta thunnur i vinnuna er eitt thad versta sem thu getur gert i lifinu, nema kannski ad thurfa ad kljast vid gyllinaed.

Thad er ekki haegt ad segja ad krakkagemlingarnir taki tillit til manns eftir sma skrall, thannig ad madur verdur ad haga plonum eftir thvi, en sa 17. kemur klukkan 03:00 ad lettneskum tima, thannig ad madur verdur sennilega buinn ad hita sma upp...

Thetta verdur i fyrsta skipti sem eg held upp a 17. juni i utlondum, eftir minni bestu vitneskju og ekki verdur thad af verrri endanum, thvi drykkfelldur Walesverji og frakki aetla ad hjalpa mer ad halda daginn hatidlegan, sem og ein norsk stulka sem verdur sidgaedisvordur. Vonandi verdur gaman !

p.s.
Q: Hvad gerist thegar Walesverji, frakki, Islendingur og norsk stulka labba inn a bar ?

A: Eg veit thad ekki en thad kemur i ljos i kvold !

sunnudagur, júní 12, 2005

Afhverju...

Er svona mikid af utlendingum i utlondum ?


Ernest Collins mannfraedingur fra Nyja Sjalandi hefur paelt mikid i thessari storu spurningu en engin svor fengid. "Thetta er natturulega furdulegt mal og eg bara skil ekki afhverju thad se ekki buid ad fa svar vid thessu enntha" Sagdi Ernest forundra vid Sigmar i dag thegar their hittust fyrir tilviljun a kaffihusi a eynni Saaremaa i dag.

föstudagur, júní 10, 2005

Hver man ekki eftir mer ?


Ja, hver man nu ekki eftir Hr T eda Mr T. Hann rifjadist upp fyrir mer thegar eg var ad horfa a lettneskt sjonvarp, en a dagskra var thattarodin "A Team" eda "A lidid". Thattarodin er fra um midblik attunda aratugarins ef mer skjatlast ekki og skartadi hun helstu leikurum thess tima, eins og t.d. Mr T.

Eg man nu eftir thvi i bernsku hvad me thotti nu Mr T vera mikill kappi og eg vona thad bara, hans vegna, ad hann se thad enntha !

Eg trui bara ekki odru en hann eigi eftir ad sla i gegn i einhverri atakanlegri astarsogu eftir Jane Austin i komandi framtid, thad getur bara ekki annad verid.


Thetta gaeti verid klippa ur nyjustu kvikmynd Mr T, en talid er ad myndin muni gerast i uthverfum sudurhluta Lunduna um jol, en ekkert hefur verid akvedid i theim efnum.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Heppinn ?

I kvold skellti eg mer i Bio, i "Kino Rio" i Ventspils. Myndin sem vard fyrir valinu var audvitad su eina sem var synd i kvold eda "Kingdom of heaven". Thad er svo sem ekki frasogum faerandi nema hvad ad thad var eitt stykki happdraetti i gangi.

Thegar eg keypti midann minn, tha var mer sagt ad skrifa nafnid mitt aftan a midann og setja hann i "happakorfuna" sem var vid innganginn. "Gott og vel" hugsadi eg mer og gerdi thad sem konan bad mig um ad gera, enda er eg vel upp alinn drengur og kurteis i alla haetti.

Svo thegar myndin var rett ad byrja kemur konan inn i salinn og byrjar ad draga upp mida ur korfunni. Fyrst var thad eitthvad kvennmannsnafn sem bar a goma og svo... dregur konan upp einn mida og virtist vera i einhverjum vandraedum, greyid... En eftir skamma stund heyrdi eg kunnulegt nafn eda, "Sviglmaagr Argnarngssun" Og viti menn, eg vann eitt stykki bol !

Eg er hraeddur um ad thessi agaeti fimmtudagur gaeti bara ekki endad betur !


Sigmar getur verid sattur eftir biofor kvoldsins enda gekk hann ekki tomhentur heim thvi forlatan Himnarikis bol vann hann i happdraetti Kinos Rios.
Einn fyrir fimmaur...

Q: Why is number six so afraid of number seven ?

A: Because Seven "ate" nine...

Ha haahahahaahahahaha

miðvikudagur, júní 08, 2005

Orlitid af sigaunum...

Eg verd nu ad segja ad eg tel mig nokkud fordomalitlan mann. Theldokkt folk angrar mig ekki og hommar og lesbiur eru einnig finasta folk (fyrir utan Paul Scholes, aka Joi raudi). Bandarikjamenn eru svo sem agaetir en politikina thar i landi mislikar mer. Einnig hef eg ekkert illt ad segja um folk sem a aettir sinar ad rekja til Asiu. Thannig i heild tha tel eg mig bara vera fordomalitlan.

Fyrir utan eitt...

Eg veit ekki af hverju, en eg hraedist sigauna mjog mikid og ekki skanar thad ad thad se alveg fullt af theim her i Ventspils i Lettlandi. Eg get bara ekki af thvi gert ad hrypa mig saman og halda fast um toskuna mina thegar sigaunar ganga framhja mer. Eg bara get ekki af thvi gert ad eg fai gaesahud thegar sigauni sest fyrir aftan mig i straetonum. Einnig hef eg ekkert svar vid orum hjartslaetti thegar eg heyri i sigaunskri tungu.

I stuttu mal sagt, tha er eg bara skithraeddur vid sigauna ! Kannski vegna thess ad eg veit ad karlarnir eru allir fingralangir andskotar, kerlingarnar rammgoldrottar og krakkarnir eftir thvi. Eg myndi ekki dirfast ad skipta mer af theirra malum, thvi eg veit ad eg myndi enda berstripadur i einhverju husasundi med einhverja bolvun a bakinu... Thad eitt veit eg !


Meikar thetta eitthvad sense ? Eda eru thetta bara fordomar ?

fimmtudagur, júní 02, 2005

Er internetid ordid leidinlegt ?

I minu tilviki er thad ordid thad. Kannski er thad vegna thess ad eg tek alltaf sama runtinn i hvert skipti sem eg fer a netid... mbl.is, fotbolti.net, liverpool.is, finnurtg.blogspot.com, landmandinn.blogspot.com, blogger.com, hotmail.com og svo adrar bloggsidur hja hinum og thessum felogum.

Eg aetti kannski ad fara brydda upp a einhverjum nyjungum a for minni um sjalft internetid, koma kannski vid a visi.is eda haetta mer inn a ruv.is... Annars veit eg thad ekki, internetid er bara ordid leidinlegt, hluti af daglegri "routine" og er ekkert spennandi lengur.

Nu audvitad fyrir utan thessa sidu...


Abraham Milestone kvartar saran undan tilbreytingaleysi internetsins. Abraham hyggst motmaela thessu astandi og haetta ad fara a netid i heila viku. Bandarisk stjornvold hafa hotad ad leggja bann vid motmaelum Abrahams og vilja meina ad tittnefndur Abraham brjoti log med adgerdum sinum og telja ad um stjornarskrarbrot se um ad raeda.

miðvikudagur, júní 01, 2005

Runjat latviski ?

Eg verd nu ad segja ad madur er ordinn nokkud sleipur i lettneskunni thegar madur er farinn ad geta rabbad vid ronana her i baenum um daginn og veginn...


Sigmar og Vilnus Duzkomis attu agaetis spjall um efnahagsmal i Lettlandi fyrr i dag. Their komust hinvegar ekki ad lausn vandans sem hrjair lettneskt efnahagslif, en Vilnus vinnur dag sem nott vid ad komast ad rot vandans.

þriðjudagur, maí 31, 2005

Kominn heim...

Lettland, o thu idilfagara land,
heimkynni storka og froska.
Lettland, o thu idilfagara land,
heimili rona og storbonda.
O hve mikid eg hef saknad thin !


Thad ma med sanni segja ad Sigmar hafi naestum latist ur heimthra a medan heidursdvol hans i Noregsriki stod.


En mikid thotti honum gott ad koma heim i hollina sina...

mánudagur, maí 30, 2005

Norskur nordmadur fra nordur Noregi...

Jaeja, nu fer Noregs for minni senn ad ljuka, en klukkan niu i kvold flyg eg aftur i framtidina i Lettlandi.

En eg get med sanni sagt ad dvol min hja fodur minum hafi verid alveg storkostleg, jafnvel tho svo ad eg endadi ekki ofurolvi i midbae Oslo. Thad maetti segja ad thetta hafi verid hledslu ferd, enda voru batteriin hja mer ad verda tom. En storkostleg ferd engu ad sidur !

Thad ma til gamans geta ad allan timan a medan eg var herna i Noregi, tha taladi eg norsku, sem er hreint otrulegt, thar sem eg hef aldrei laert staf i norsku tungumali ! Eg hef ad visu "laert" donsku i fjolda morg ar, en thad kemur ekki ad sok thvi eg skil hvorki dani, ne heldur skilja their mig, en norssararnir eru allt annad daemi. Baedi skil eg norsku og get talad hana ! merkilegt nokk...

Eg held thvi ad thessi svokallada danska sem okkur er kennt i grunnskola og menntaskola, se i raun norska, en kennararnir eru bara ekki alveg med a notunum, eda thad ad prentarinn, sem sa um prentun a fyrstu skolabokunum, gerdi afdrifarik mistok i byrjun prentunar a namsefninu og hefur haldid thvi leyndu i allt fra thvi.


Noregskonungur akvad ad fra 26 mai til 30 mai skildi verda haldir upp a svokallada "Bondadaga" i Noregi, en thad er einmitt timabilid sem Sigmar nokkur Bondi setti strik sitt i sogu Noregs og heidradi tha med naerveru sinni. Norskir garungar fognudu thessum tidindum gridaelega og settu fana a hun i tilefni Bondadaga.
Reiknad er med ad Sigmar komi aftur i heimsokn til Noregs i haust, en norska hirdin planleggur mikla veislu um thad leyti er Sigmar kemur og munu their dagar kallast "Seinni Bondadagar Sigmars Storkonungs".

laugardagur, maí 28, 2005

Svergie i dag...

Og resten af velten pa morgen !!!


Sandestrøm, hiti 9 stig, austan 8, rigning, skyggni agaett.

föstudagur, maí 27, 2005

Liverpool !!!


Tharf ad segja eitthvad meira ?

By the way...

Eg er i Norge nuna i dag, mjog fint, sudaustan 4, hiti 20 stig, heidskyrt.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Helgin sem leid...

Ja herna her ! Eg endadi bara i Lithaen eftir allt saman !

En eg get nu ekki sagt ad eg hafi farid i venjulega turistaferd til Vilniusar, tho svo ad eg hafi skodad midbaeinn thonokkud...



Thad er ekki vitad med hreinu hvort thessi bygging hafi brugdid fyrir sjonir Bondans a for sinni um midbae Vilniusar, en all miklar likur eru taldar a thvi ad hann hafi gengid framhja henni a adfaranott laugardags 21 mai 2005.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ad fara...

Ja herna her ! Thad er margt sem breytist a skommum tima i heimi her. Nu er ekki spurning hvort madur eigi ad fara, heldur hvert...

Ad fa friid var mjog einfalt, eg bara sagdist langa ad fa fri til thess ad fara til Vilnius og thad var ekkert mal. Eg var ad hugsa um ad nota adferdina sem litlu krakkarnir nota thegar theim langar i eitthvad, en thad er ad grenja mjog mjog mjog frekjulega. En thegar a holmin var komid tha thurfti eg thess ekki. Eg er frekar svketur yfir thessu, thvi eg er buinn ad vera "studera" thetta i alllangan tima. Svona er lifid, ekki aetid dans a rosum.

En nu er thad spurningin....

Hvort a eg ad fara til Jelgava i eurovision party og mikid fylleri, eda til Vilnius i skodunarferd og fyllerisferd... ???


Thetta er hardur heimur sem vid buum i, serstaklega thegar kemur ad thvi ad taka storakvardanir i lifinu.
Ad fara eda ekki fara...

Nuna thessa helgi er Vilnius helgi hja nokkrum sjalfbodalidum og audviad er mer bodid med. Gallinn er sa ad eg a ad vinna a laugardaginn fra 12:00 - 09:00 a sunnudaginn. En thad er eitthvad sem segir mer ad Vilnius helgin verdi meira spennandi heldur en naeturvaktin a barnaheimilinu.

Thannig ad nu tharf eg ad finna upp a afsokunum til thess ad fa fri, en mer er bara buid ad detta fjorar i hug, kannski ekki alveg nogu godar... En nyjar tillogur i Commenta dalkinn eru vel thegnar.

Ad fara eda ekki fara...

Nuna thessa helgi er Vilnius helgi hja nokkrum sjalfbodalidum og audviad er mer bodid med. Gallinn er sa ad eg a ad vinna a laugardaginn fra 12:00 - 09:00 a sunnudaginn. En thad er eitthvad sem segir mer ad Vilnius helgin verdi meira spennandi heldur en naeturvaktin a barnaheimilinu.

Thannig ad nu tharf eg ad finna upp a afsokunum til thess ad fa fri, en mer er bara buid ad detta fjorar i hug, kannski ekki alveg nogu godar... En nyjar tillogur i Commenta dalkinn eru vel thegnar.

Afsakanir...

* Eg a vid afengisvandamal ad strida og ef eg fer ekki nuna til Vilnius tha mun vandinn verda staerri naestu helgi.

* Eg fae alltaf svo miklar martradir a naeurvoktunum, eg held ad eg verdi ad fara til Vilnius til ad finna minn innri frid fyrir thessum draumum.

* Mer er bodid i brudkaup hja einum af kennurunum minum fra namskeidinu i Cesis, The mid term meeting. (thad er orlitid sannleikskorn i thessu, en eg held ad stelpan hafi einungis verid ad bjoda okkur vegna thess ad hun sagdi okkur ovart fra brudkaupinu)

* Eg fekk tilbod fra MacDonalds kedjunni i Lithaen um ad gerast helgarverslunarstjori i staersta MacDonalds veitingastadnum i Vilnius og thad hefur alltaf verid draumur minn.

Svo er thad audvitad i stodunni ad segja sannleikan, ad eg nenni ekki vinna og mig langi miklu frekar ad fara til Vilnius og detta raekilega i thad med godum felogum vidsvegar ad ur heiminum !


Hvad a ad gera, eda ekki gera. Thad er spurning dagsins.

þriðjudagur, maí 17, 2005

The educator...

Eg get med sanni sagt ad eg se nu adal uppfraedarinn i Ventspils thessa dagana, enda ber eg titilinn "Audzinatajs" i vinnuni, sem utleggst a ensku tungu sem "Educator". Ekki nog med thad tha helt eg tvo fyrirlestra um Island i einum skola her i Ventspils i dag og var bara nokkud nettur !

Thannig ad, ef ykkur vantar thekkingu, bara spyrjid "The educator", hann hefur svor vid ollu !


Her sest "Educator-inn" a godri stundu i skola lifsins.

mánudagur, maí 16, 2005

Litid ad segja...

Thad er ekki fra miklu ad segja thessa dagana... Ekki nema thad ad eg er ordinn otrulega tholinmodur madur. Thad er ekki a faeri allra ad eiga vid litil born sem skilja mann litid eda ekki neitt, en kannski vita thau bara betur og lata eins og thau skilji mig ekki, thessir gemlingar.

Thad ad fara ad grenja eins og heimurinn se ad farast ut thvi ad eg tok ovart einhvern "serstakan" Lego kubb og gekk fra honum a vitlausan stad (ad sumra mati) er mer alls oskiljanlegt ???

En thad hlytur samt ad hafa legid einhver god og gild astaeda fyrir thvi, thad getur bara ekki annad verid.


Thetta er ekki hinn "utvaldi kubbur" en hann er keimlikur theim sem att er vid i thessari faerslu.

Svo er thad einnig helst i frettum ad sidastlidnu nott vaknadi eg upp um thrju leytid vid gridarlegan sarsauka i maganum eda meltingarfaerunum. Gudi se lof var mer til setunnar bodid...

Sidan fram eftir degi hef eg verid ad taka nokkrar atskakir vid nyja pafann og hann ma nu eiga thad kallinn ad hann er bara hinn besti spilari.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Skegg

Sidastlidna nott dreymdi mig skemmtilegan draum...

Eg var i miklum skeggraedum vid James Hetfield, songvara danshljomsveitarinnar Metallica thegar siminn minn hringdi. James svaradi simanum og let mig fa siman. I simanum var Oli silikon, en hann vildi ekki trua thvi a James Hetfield hefdi svarad, thannig ad eg baud honum ad hitta okkur.

Oli kom og vid attum horku samraedur, en eftir thonokkurn tima tha tok eg eftir thvi ad mer hafdi vaxid gridar fallegt skegg sem eg staelti mig mikid af. Hrosid sem eg fekk fra James var nu heldur ekki af verri endanum.

Eg vaknadi skommu sidar og for i sturtu og rakadi mig.

Eg veit ekki af hverju, en kannski var undirmedvitundin min ad lata mig vita ad ef eg rakadi mig ekki, tha myndi eg lenda i allskyns aevintyrum med honum James, en eg hef bara engan tima fyrir svoleidis vitleysu !

Og hana nu !!!

miðvikudagur, maí 11, 2005

Kaffi !!!

Ja herna her !

Eftir 21 tima vakt a barnaheimilinu tha getur madur ordid pinu threyttur.

Thetta var onnur naeturvaktin hja mer og hun gekk alveg agaetlega, nema hvad thetta tekur a stundum. Ad vera a naeturvakt her i Lettlandi er ekki thad sama og vera a naeturvakt um helgar i ME, her tharf madur ad vinna. Fyrst tharf ad koma ollum litlu krokkunum i hattinn og svo reka eftir theim eldri thegar lidur a kvoldid. Sumir krakkarnir sem eru um 17 - 18 ara eru ekki ad gera neitt alla daga, thannig ad thau eru bara i sinum herbergjum thegar allir adrir eru farnir ad sofa ad gera ekki neitt.

Thad er svo sem fint, thvi tha get eg drepid timan med theim eldri og spilad playstation. Mer er alveg sama thott thau reyki inn a herbergjunum sinum, thannig ad eg heng bara bara med theim og geri ekki neitt a medan... svoltid odruvisi en thau eiga ad venjast en mer er alveg sama.

En eg get samt ekki sofid thott allir eru sofnadir, thvi eg tharf ad fylgjast med theim minnstu, ef thau vakna og svoleidis, thannig ad madur sefur frekar laust i "kennara" herberginu. Sidust nott vaknadi su minnsta upp thrisvar og eldri systir hennar hostadi alla nottina.

Eg var thvi frekar sybbinn thegar eg vakti upp lidid til thess ad fara i skolan klukkan 06:30.

Thad er svo frekar erfitt ad eiga vid thau minnstu thegar thau vakna, eldspraek og fjorug, tilbuin ad fara i leikskolan, tilbuin til thess ad fara ad leika. En thad getur reynst thrautinni thyngri ad eiga vid thau eftir morgunmatinn...

Ekki nog med thad ad vera nyvoknud og spraek, tha fa thau lika kaffi med morgunmatnum, KAFFI !!! hverjum datt thad i hug ???

Thannig ad koma theim i leikskolafotin, fylgjast med theim og bida eftir skolabilnum er alls ekki svo audvelt...

Eg kom heim urvinda klukkan 9 i morgun og geispadi hressilega thegar eg lagdist loksins til hvilu, mikid var thad gott.


Sammy G, sjalfbodalidi fra Ameriku a vid sama vanda ad strida og Sigmar, hann geispar samt alltaf adur en hann fer heim, en ekki vid rumstokkinn eins og tittnefndur Sigmar gerir.