föstudagur, nóvember 18, 2005

Bob nokkur Saget



Nú geta áhugasamir loksins keypt Bob Saget dúkkuna. Búast má við Bob í stórverslunum Hagkaupa á næstunni. ATH. Fyrstir koma fyrstir fá ! Takmarkað upplag.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

MP3

Djöf...s schnilld er að vera með Mp3 spilara þegar maður er á rúntinum á Bróncóinum með Beach Boys í botni að syngja "good vibrations" eða "fun fun fun" !

Ef það er eitthvað sem Kemur manni í sumarskap á þessum köldu vetrar dögum þá eru það Beach Boys.
Skólagangan loksins að fara að borga sig !

Þá er maður að fara að skella sér á vinnumarkaðinn hérna heima eftir rúmlega tíu mánaða hvíld, en ég var að fá vinnu á sambýli fyrir fatlaða hér í bæ og þá er ég ekki að meina heima hjá mömmu eða öðrum ættmennum.

Auðvitað var ég nú glaður að getað nælt mér í smá vinnu með skólanum enda er svo lítið að gera í honum flest alla dagana, þó sérstaklega svona rétt fyrir jólafrí.

Gleðin jókst um tæp 70% þegar ég fékk skilaboð frá bókhaldinu að ég ætti að koma með stúdentskírteinið mitt niðrá skrifstofu, því að vera með stúdentsskírteini er metið í launum !

Ég varð eins og api því ég var í svo góðu skapi við að fá þessar fréttir !

Nú er bara að bíða spenntur eftir BA gráðunni svo ég fái frekari launahækkanir !

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Mjög svo athyglisverð lesning

Hér á þessari síðu má finna stutt yfirlit yfir hernaðarleg afskipti Bandaríkjastjórnar frá 1945 til dagsins í dag.

Auðvitað ber að taka upplýsingunum varlega, en samt sem áður þá er þetta athyglisverð lesning.

Það má svo sem geta að Bandaríkjastjórn hefur haft hernaðarleg afskipti í yfir 200 skipti síðan frá því eftir seinni heimstyrjöld, flest til þess að bæla niður hugsanlega og væntanlega "rússagrýlu" í hinum ýmsu þjóðum, stórum sem smáum. Helst má kannski nefna þegar Bandaríkin gerðu innrás í Grenada árið 1983, þjóð sem hafði þá um 110.000 íbúa.

Það var bara eins gott að þeir gerðu eitthvað þá áður en Grenada færi upp í 150.000 íbúa og yrði gjörsamlega stjórnlaus á alþjóðavelli með blússandi kommúnisma og égveitekkihvað !
Af heilögum Bob

Sjónvarpsferill

America's Funniest Home Videos, Kynnir (1990-1997).

Full House Daniel, lék Ernest "Danny" Tanner.

How I Met Your Mother, lék rödd.

New Love American Style, lék stjörnu.

Raising Dad, lék Matt Stewart.


Fjölhæfur er hann Bob Saget

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Stórfréttir !

Bob Saget á afmæli á þjóðhátíðardegi Noregs en hefur aldrei verið boðið í veislu. "Nossararnir eru bara asnar" segir Bob. Noregskonungur er hneykslaður á framkomu Bobs, "Hann getur sjálfum sér um kennt, aldrei bauð hann okkur að vera með í stúdíói"


Bob er ekki sáttur þessa dagana.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Guð minn almáttugur, eða "Bob"

Þá er það komið á hreint

EF þið smellið á myndina hérna að ofan, þá sjáið þið að guð er fundinn og það er enginn annar en sprellarinn hann Bob Saget sem er almættið sjálft. Þetta er frekar stórt skref uppá við, að fara úr Fyndnum fjölskyldumyndum yfir í þetta. Ég vona bara að kallinn standi sig vel í nýja starfinu.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Ja hérna hér !

Var að rúnta um netið þegar ég átti að vera að læra. Fann einn gamalkunnan félaga, hann biður að heilsa öllum sem muna eftir honum.


"Ég bið innilega að heilsa"

Þeir sem muna eftir þessum góða félaga eru beðnir um að skila inn kveðju til hans í gegnum commenta dálkinn, ég skal svo koma skilaboðunm áleiðis.