föstudagur, desember 09, 2005

Föstudagar

Ég er búinn að gleyma hvernig föstudagar eiga að virka, það eina sem ég man var að á þeim dögum, um níu leytið á kvöldin þá var maður að stíga úr sturtu, makandi ilmefnum á sig.

Þetta hefur eitthvað aðeins breysts hjá mér.

Núna stíg ég upp úr stólnum í kjallaranum heima og læðist í eitthvað góðmeti úr ísskápnum hjá ömmu, henni til mikillar ánægju (Ath lesist án kaldhæðnar).

Ég held að ég þurfi að fara í upprifjum bráðum.

Annars er bara eitt próf eftir og ein títtnefnd ritgerð, þetta kemur hægt og bítandi.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Tvö búin, tvö eftir

Þá er prófatörnin tæplega hálfnuð, bara próf í ensku og Upplýsingarýni. Svo má auðvitað ekki gleyma einni ritgerð sem á að skilast þann 12., sama dag og síðasta prófið er.

Það er ekki seinna vænna en að fara að byrja !

En fyrst, eitthvað annað, ég á það skilið...

mánudagur, desember 05, 2005

Ein einkunn komin í hús !

Til þess að gera þessa færslu skemmtilegri, þá bendi ég á að einkunn mín úr Afbyggingu 20. aldar er sú sama og fjöldi dverga á myndinni.


Sigmar hefði viljað bætt fleiri dvergum við á myndina, en verkefni úr hópavinnuni drógu hann svo mikið niður. En í prófunum stóð hann sig með prýði !