miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Týndi hlekkurinn !

Ég var að komast að því að Sigurður Sindri Stefánsson hefði verið hlekklaus hér á síðunni. Það er nú búið að kippa því í liðinn, þannig að áhugasamir geta lesið allt um ævintýri Sigurðs á Internetinu !

Sigurður Sindri Sambýlingur er kominn með hlekk á sig!
Sigurður verður nú að teljast með myndarlegri mönnum sem hafa komist inn á síðuna hans Sigmars
Framburður

Ég var að horfa á sjónvarpið í gær, sem er nú ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir einni auglýsingu fyrir Bónus Vídeó sem kom mér í vont skap. Þulurinn fór ad tala um að Martin Lawrence væri að leika skemmtilegan "hrokkagikk" í einhverri mynd sem var verið að auglýsa.

Ekki veit ég hvað hrokkagikkur er, en það var það sem maðurinn sagði. Er hann að tala um að Martin Lawrence myndi leika hrokkinn hærðan oflátung eða hvað ?

Eitt er víst að ég veit hvað hrokagikkur og það kemst sennilega nærri lagi um lýsingu á persónu Martins Lawrences í umræddri kvikmynd. Ég trúi því frekar að Martin sé að leika hrokafullan mann heldur en hrokkin hærðan.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Myndaalbúm

Ég er samt í smá vandræðum með myndaalbúmið mitt, það vill ekki leyfa að hlekkja á myndir frá sinni síðu, þannig að ég get ekki birt myndir á síðunni.

Ekki vitið þið lesendur góðir um góða fría (auðvitað) myndasíðu sem breytir ekki stærð myndanna sem maður er með ?

Ég er að verða sköllóttur á þessu !
Myndaalbúm eitt komið í lag !

jæja, nú er maður búinn að sitja sveittur yfir fjárans tölvunni og setja inn nokkrar gamlar myndir frá mínu ástkæra Lettlandi. Fyrir valinu voru nokkrar myndir frá Barnaheimilinu í Selga þar sem ég var að vinna, en þar eru um 35 börn að staðaldri.

Þetta er samt aðallega gert fyrir krakkana þar úti, því þeim þótti ægilega gaman að sjá sjálf sig á Internetinu, en gjérið þið svo endilega vel líka !

Mokkrar myndir frá 13 ára afmæli Barnaheimilinsins Selga

mánudagur, febrúar 06, 2006

Myndarlegur

Í tilefni þess að ég skuli myndast svo vel þá ákvað ég að birta mynd af mér frá síðastliðnu sumri. Myndin er tekin í Vilanova í la Geltrú, sem er lítill bær sunnan af Barcelona.

Búast ef til vill við fleiri myndum á næstunni þar sem ég er að vinna hörðum höndum að því að hlaða inn nýjum myndum á nýja myndasíðu.

Þetta geri ég eingöngu fyrir lesendur mína og til gamans geta þá er ég að fórna mikilvægum tíma til náms fyrir þetta krefjandi verkefni, sem ég vona að lesendur kunni að meta.


Drengurinn er gullfallegur, sama hvað er !