laugardagur, mars 18, 2006

Ástarþakkir


Mig langar að þakka símanum kærlega fyrir heilsufarinu sem er ríkjandi í dag en þeir voru svo almennilegir í sér að bjóða mér og nokkrum öðrum krökkum í heimsókn til sín í gær.

Þegar leið á kvöldið þá var maður boðaður á Vélsmiðjuna til þess að fylgja tveim yngismeyjum frá Grenivík um dansgólf staðarins og tel ég að það hafi nú gengið bærilega.

Annars hrjáir almennt andleysi mig núna, enda verður maður hálmaltur eftir neyslu áfengra drykkja sem hafa yfirleitt ekki góð áhrif á heilsufar fólks ef neytt er um helgi.

Svona er nú það.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Hlýindi

Í dag var rosalega gott veður og það var gaman. Ég fór ég úlpulaus í skólann og Það var rosa gaman. Í skólanum hitti ég marga krakka og það var líka gaman. Sólin skein inn í skólann og það var gaman en í skólanum var heitt en það var ekki gaman.

Afleiðingar þess að sólin skein inn í skólann voru ekkert rosalega skemmtilegar, þó svo að það hafi litið alveg einstaklega vel út.

Að sitja fyrir framan tölvuskjá og dunda sér á netinu er hálf fúlt þegar maður er allur þvalur út af hita í húsnæði skólans.

Ég hlakka ekki til þegar nær dregur sumri og það tekur að hlýna almennilega. Spurningin er samt sú hvort maður fari þá ekki að mæta léttklæddur í skólann? Ég held að hlýrabolur og stuttbuxur verði "in" í vor hjá háskólanemum á Akureyri.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Smá pæling...

Hvort ætli perrar, beri saman bækur sínar eða brækur sínar ?


Bara svona til hugleiðingar...
Helvítis próf !

Djöfull er pirrandi að vera með alla hluti á hreinu fyrir próf en "fokka" öllu upp þegar að prófinu kemur.

Grundvallaratriði og tímaþrot er eitthvað sem ég er að klikka á.

Nú er bara að bíða eftir því næsta !

mánudagur, mars 13, 2006

Hvar er glófinn minn ?

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá virðist ég alltaf týna vinstri hanskanum af flestum pörum sem ég hef átt í vetur.

Samtals hafa fern hanskapör fyrnast í vetur og þar af eru þrjú sem eru vinstrihanskalaus. Aðeins eitt par hefur horfið alveg sporlaust og gerðist það á fyrsta degi í Noregsfor minni um áramótin.

Ég hef nú brugið á það ráð að sameina hægrihandarhanska í eitt par. Ég sný bara örðum hanskanum upp og treð honum á vinstri hendina. Það virkar ágætlega.


Hefur einhver séð vinstrihandarhanska á vergangi upp á síðkastið ?

Ef einhver spyr um ástæðu misræmis á hönskum hjá mér þá ber ég fyrir mig tísku.

föstudagur, mars 10, 2006

Skipulags Sigmar

Það er sko hægt að segja með sanni að ég get skipulagt mig upp á mínótuna !

Þannig er með mál í vexti að ég átti að skila inn ritgerð í Fjölmiðlafræði um rannsóknarblaðamennsku í tímanum í morgun, sem og ég gerði.

En það þykir kannski ekki frásögum færandi nema það að ég vissi af þessari ritgerð frá því í janúar og var svo sem alltaf á leiðinna að klára ritgerðina á skikkanlegum tíma, sem og ég gerði.

Ritgerðin var búin hvíla yfir mér eins og mara síðastliðnu tvær vikur en ég hafði samt aldrei tíma til þess að leggjast í smíðarnar sökum einhverra óskiljanlegra anna.

En ég byrjaði sumsé að vinna í ritgerðinni í gær, einum degi fyrir skiladag. Ég las og las í allan gærdag, alveg fram að kvöldmat og ég var, satt að segja, orðinn ansi lúinn eftir það.

Eftir kvöldmatinn þá var sumsé ákveðið að taka smá "lærdómspásu" og ákveðið að tylla sér fyrir framan imbann og slappa örlítið af. Það vildi nú samt ekki betur til en að hvert gæðaefnið rak upp, hvert eftir öðru og alltaf var erfiðara og erfiðara að hafa sig upp úr mjúkum og þægilegum leðursófanum.

Það var ekki fyrr en að einni hrísmjólk, ópal pakka og nokkrum klukkustundum liðnum að ég drattaðist á lappir og bretti hressilega upp á ermarnar og leit á klukkuna, vongóður um tímann.

Klukkan var nú ekki nema rétt um ellefu.

Það var því unnið hörðum og hröðum höndum það sem eftir lifði kvölds, nætur og morguns.

Um átta leytið í morgun sat ég uppi með sveittan skallann og eitt stykki tíu blaðsíðna, fullunna og spegilslétta, ritgerð.

Þá var bara eftir að stinga sér í vettlingana, smella húfunni á höfuðið og renna upp úlpunni og hjóla af stað á vit ævintýranna og skila ritgerðinni á hárréttum tíma til brosmilds kennara sem tók við meistaraverkinu með bros á vör.

Og hana nú !

fimmtudagur, mars 09, 2006

Fallegur hópur !

Hér sést betri hluti fyrstaársnema í félagsvísinda lagadeild Háskólans á Akureyri.


Það má með sanni segja að það hafi verið gaman á árshátið FSHA, jafnvel þó svo að minnið hafi orðið eitthvað gloppótt þegar leið á kvöldið.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Undur og stórmerki !

Í dag þá fór ég á fætur klukkan átta, eldaði mér hafragraut og fór síðan að læra.

Það þykir kannski ekki frásögum færandi, nema það að ég átti ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan tíu.

Það er mjög langt síðan að svona lagað hefur gerst hjá latasta manni Íslands.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Nóg að gera

Þýðing á fimm blaðsíðum af fræðilegri ensku um kenningar Maxs Webers um náðarvald fyrir morgundaginn, verkefni í íslensku um málsnið fyrir fimmtudaginn og ritgerð um rannsóknarblaðamennsku í fjölmiðlafræði fyrir fimmtudag líka.

Samt sem áður þá sit ég hér og væli um hvað það sé mikið að gera og skrifa um það á netið.

Væri ekki nærri lagi að hætta að gefa sér tíma í þessa vitleysu og gera eitthvað af viti, í staðinn fyrir að horfa á tölvuskjáinn og vona að allt reddist von bráðar.

Já, það er nú það...

mánudagur, mars 06, 2006

Skyggni ágætt

Það er greinilegt að það stefnir í þynnkudag númer tvö, þar sem sunnudagurinn var ekki nægur til þess að vinna á þynnkunni sem brast á í kjölfar ofneyslu Brennivíns og Morgans skipstjóra.

Útlitið er samt bjart fyrir morgundaginn enda þarf lifrin varla meira en tvo daga við úrvinnslu áfengisins sem neytt var um helgina.

laugardagur, mars 04, 2006

Ekki alveg nógu góð kjörsókn...

Þar sem aðeins 24 kusu í jakkafatakosningunum, þá neyðist ég að ákveða sjálfur í hvaða jakkafötum ég fer á árhátið.

Nú er bara að vona að hvítu buxurnar verði ekki eins þröngar og þær voru þegar ég var að máta þær.

.................................................................... Svo virðist sem að þau gráu ætli að hafa vinninginn, sérstaklega í ljósi þess að mittið á þeim er mun víðara en hjá þeim hvítu.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Nú er það grátt, eða hvítt!

Nú er víst komið að árshátið Háskólans á Akureyri og þemað er víst "Mafíuósar".

Ég er búinn að ákveða að fara á árshátíðina en málið er bara hvurslags múndering verði fyrir valinu.

Samtals á ég fjögur jakkaföt en einungis tvenn koma til greina. Þar sem ég er mjög óákveðinn maður þá hef ég ákveðið að láta ykkur lesendur velja fyrir mig klæðnaðinn og fara eftir kosningu ykkar.

Svo spurningin er sú, hvort eru það hvítu eða gráu jakkafötin sem verða fyrir valinu ?


Gráu eða hvítu jakkafötin
Gráu
Hvítu
  
Free polls from Pollhost.com


Mig langar að benda á það að ég tek ekki mark á kosningunni nema að minnsta kosti 50 atkvæði berast.

Þið getið smellt hér til að skoða myndir af drengnum í jakkafötunum títtnefndu.


Á umræddu myndum má sjá að fyrirsætubransinn er á næstu grösum hjá Bóndanum.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Út hef ég drukkið allt vit

Það er víst próf á morgun. Ég gleymdi því að ég ætlaði rosalega að læra undir það próf um helgina en allt kom fyrir ekki.

Nú er bara að leggja allar bollur frá sér og rífa upp brækurnar og bækurnar.

laugardagur, febrúar 25, 2006

Ofurhress !

Eftir vísindaferð í KB-banka og heimsókn upp á níundu hæð í Tröllaborgum, þá var ákveðið að koma við á Kaffi Akureyri og þetta varð niðurstaðan.

Eins og sjá má á þessari mynd þá var ég í mjög svo góðum gír.

Því miður þá var ástandið ekki eins gott í dag.

Ég er ekki ennþá búinn að fatta að Vískí og bjór fara ekki voðalega vel saman... sérstaklega ef ofneysla slíkra drykkja á sér stað.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Til Hamingju Eva (og Ísland)

Í dag er ungfrú (tilvonandi frú) Eva Beekman tuttugu og tveggja ára gömul !

Vil ég nota tækifærið og óska þessari elsku til hamingju með afmælið en hún er einmitt núna stödd í Tælandi að gera einhvern fjandan af sér, eitthvað sem engum sögum fer af... sem er kannski best.

Þeim sem langar að senda Evu hamingjuóskir er bent á heimsreisuheimasíðu Heru, Evu og Rögnu, www.blog.central.is/heimsreisan


Eva er væntanlega glöð yfir þessum stórviðburði og hyggst væntanlega halda upp hann að tælensk/íslenskum sið. Nú er bara að senda hlýja strauma til hennar jafnvel þó svo að það sé um 30 stiga hiti í Tælandi í augnablikinu.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Smá pælingar...

* Ætli það sé mikið brax að búa í Brasilíu ?
* Ætli það sé mikið af litum í Litháen ?
* Ætli það sé mikið að bandi í Bandaríkjunum ?
* Ætli það sé mikið af eistum í Eistlandi ?
* Ætli það séu alltaf páskar á Páskaeyjum ?
* Ætli það séu mikið af hondum í Hondúras ?

Ég var bara svona að spá í þessu, sérstaklega í ljósi þess að það sé ekki mikið af ís á Íslandi. Spurning hvort aðrar þjóðir standi undir nafni?

mánudagur, febrúar 20, 2006

Dans Sigmar !

Þá er það komið á hreint, ég, Sigmar Bóndi Arnarsson er með tvo vinstri fætur.

Eftir eins og hálfs tíma langa dans stund upp í Háskóla þá var komist að þessari stórmerkilegu niðurstöðu.

Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega enda hef ég alltaf haft lúmskt gaman af dansi en því miður ekki ræktað áhuga minn nægilega mikið. Aðal vandamálið varðandi dansinn var að gera eitthvað tvennt í einu. Ég er ekki alveg að ná að hugsa og hreyfa leggina rétt um leið.

Ég er bara hissa að ég hafi ekki bara hnigið niður við þessa áreynslu á huga og líkama.

En maður má ekki láta deigan síga, heldur mæta í næsta tíma þrátt fyrir harðvítugleg mótmæli meðdansara og sýna þeim hvað býr í drengnum !

Vínarpolka, vals og ræl !
Áfram Þristur !

Ég var að falla í mínu fyrsta prófi í Háskólanum á Akureyri í lífi mínu. Ég var í tölvuprófi í stærðfræði þar sem einungis 19% í áfanganum náðu. Ég var því miður ekki þar. Mér til mikillar gleði þá tók ég eftir því að ástæðan fyrir því að ég féll var einungis klaufalegs eðlis, því ég hafði gert eina pínu ponsu villu í byrjun sem hafði áhrif á allt prófið.

Ég endaði því með forlátan þrist í einkunn og ætla því að fagna því með neyslu eins slíks núna á eftir !

Svo er maður ekki í vafa um það að Ungmennafélagið mitt verði ánægt með mig, því ekkert er betra en að standa undir nafni.

föstudagur, febrúar 17, 2006



Ég er William Wallace. Samkvæmt niðurstöðum ofurhetjuprófsins sem ég var að taka þá er ég enginn annar en skeleggurinn hann Willian Wallace hinn skoski, sem gerði garðinn frægan í baráttum gegn Englandskonungi. Ekki amalegt það.

William Wallace

88%

Lara Croft

71%

Maximus

71%

El Zorro

71%

Indiana Jones

67%

James Bond, Agent 007

63%

The Terminator

54%

Neo, the "One"

54%

Batman, the Dark Knight

50%

Captain Jack Sparrow

50%

The Amazing Spider-Man

42%

Hvaða ofurhetja ert þú ?
created with QuizFarm.com
Salatbars *** og 1/2

Það má með sanni segja að ég hafi gert mér glaðan dag í hádeginu í dag. Ég skellti mér á salatbarinn í Háskólanum á Akureyri með pompi og prakt. Ofneysla salats átti sér auðvitað stað því ég skóflaði vel á diskinn hjá mér, því ábótin er víst engin á þessum rómaða bar.

Ég verð nú að segja að ég var meira að segja nokkuð ánægður með diskinn hjá mér. Öll hlutföll tegunda vori í réttu magni og brögðuðust mjög vel, fyrir utan litlu tómatana en það var smá geymslubragð af þeim. Á heildina litið þá var þetta mjög góður salatbar og fær hann 3 og 1/2 af fimm mögulegum.


Keimlíkur var diskur Sigmars og þessum en bragðaðist sennilega betur.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hlekkir

Var að bæta við nokkrum Hlekkjum á síðuna !


Hlekkur frá Túnsbergi


Hlekkur frá Hofi

Og svo náttúrulega...


Hlekkur frá Stóra Hvammi

Ég var samt einnig að bæta við og uppfæra hlekkina hér til hægri, gömul blogg eru farin út og ný komin inn !

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Verðbréf



Það er nóg um að vera í verðbréfabraskinu hjá mér þessa dagana. Gengi FL group er að rísa upp úr öllu valdi þannig að það má alveg eins að ég fari að kaupa KB banka með þessu áframhaldi.

Sjáið bara:

Hlutabréf
FL GROUP hf. 10.500,00 kr. 27,7 1,000000 ISK 290.850,00 kr.
Samtals eignir: 290.850,00 kr
.

Ég á hlut upp á 10.500 krónur en get selt það fyrir 290.850 krónur í dag. Ekki amalegt það.

Magnað hvernig þessir hlutir virka.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Helgin sem leið...

Ég hugsa að best sé að stikkorða helgina sem leið, ég er ekki í milu stuði til þess að skrifa mikið.

Föstudagur

* Spennti músaboga
- þruskið var farið að fara í pirrurnar á mér
* Horfði á Star Wars 3 með Binna bróðir
- var alveg hrikalega spenntur allan tímann

Laugardagur

* Kom að vettvangi morðs
- Músin hafði komist í suðusúkkulaðið sem ég egndi fyrir henni. (Set inn myndir seinna af greyinu)
* Las heilmikið í ritum Karli Marxs
- Án þess þó að skilja það
* Skrapp á þorrablót með mömmu, ömmu og Guðmundi
- Þar byrjaði kjaftæðið
* Skrapp á Vélsmiðjuna með mömmu, ömmu og Guðmundi (Binni kom við seinna)
- Þar hófst ölvunin, hjá mömmu, ömmu og Guðmundi (já ömmu líka )
* Var bílstjóri kvöldsins
- Skemmti mér konunglega yfir ölvun hópsins (Binni sofnaði m.a. á leiðinni heim)
* Fór alltof seint að sofa
- Lið komst ekki heim fyrr en um 5 leytið

Sunnudagur

* Fótbolti
- var samt hálf þunnur frá því deginum áður, sennilega af ofneyslu kaffis.
* Kvöldmatur hjá mömmu
- Tveim sjálfboðaliðum var boðið í plokkfisk
* vídeogláp
- Horfði á "Liliya 4-ever". Fór næstum því að grenja í lok myndarinnar.

Svona var nú þessi helgi hjá mér í hnotskurn. Ég var með stafræna myndavél á mér einhvern hluta helgarinnar, þannig að það má búast við einhverjum myndum ef ég verð ekki of latur.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Týndi hlekkurinn !

Ég var að komast að því að Sigurður Sindri Stefánsson hefði verið hlekklaus hér á síðunni. Það er nú búið að kippa því í liðinn, þannig að áhugasamir geta lesið allt um ævintýri Sigurðs á Internetinu !

Sigurður Sindri Sambýlingur er kominn með hlekk á sig!
Sigurður verður nú að teljast með myndarlegri mönnum sem hafa komist inn á síðuna hans Sigmars
Framburður

Ég var að horfa á sjónvarpið í gær, sem er nú ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir einni auglýsingu fyrir Bónus Vídeó sem kom mér í vont skap. Þulurinn fór ad tala um að Martin Lawrence væri að leika skemmtilegan "hrokkagikk" í einhverri mynd sem var verið að auglýsa.

Ekki veit ég hvað hrokkagikkur er, en það var það sem maðurinn sagði. Er hann að tala um að Martin Lawrence myndi leika hrokkinn hærðan oflátung eða hvað ?

Eitt er víst að ég veit hvað hrokagikkur og það kemst sennilega nærri lagi um lýsingu á persónu Martins Lawrences í umræddri kvikmynd. Ég trúi því frekar að Martin sé að leika hrokafullan mann heldur en hrokkin hærðan.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Myndaalbúm

Ég er samt í smá vandræðum með myndaalbúmið mitt, það vill ekki leyfa að hlekkja á myndir frá sinni síðu, þannig að ég get ekki birt myndir á síðunni.

Ekki vitið þið lesendur góðir um góða fría (auðvitað) myndasíðu sem breytir ekki stærð myndanna sem maður er með ?

Ég er að verða sköllóttur á þessu !
Myndaalbúm eitt komið í lag !

jæja, nú er maður búinn að sitja sveittur yfir fjárans tölvunni og setja inn nokkrar gamlar myndir frá mínu ástkæra Lettlandi. Fyrir valinu voru nokkrar myndir frá Barnaheimilinu í Selga þar sem ég var að vinna, en þar eru um 35 börn að staðaldri.

Þetta er samt aðallega gert fyrir krakkana þar úti, því þeim þótti ægilega gaman að sjá sjálf sig á Internetinu, en gjérið þið svo endilega vel líka !

Mokkrar myndir frá 13 ára afmæli Barnaheimilinsins Selga

mánudagur, febrúar 06, 2006

Myndarlegur

Í tilefni þess að ég skuli myndast svo vel þá ákvað ég að birta mynd af mér frá síðastliðnu sumri. Myndin er tekin í Vilanova í la Geltrú, sem er lítill bær sunnan af Barcelona.

Búast ef til vill við fleiri myndum á næstunni þar sem ég er að vinna hörðum höndum að því að hlaða inn nýjum myndum á nýja myndasíðu.

Þetta geri ég eingöngu fyrir lesendur mína og til gamans geta þá er ég að fórna mikilvægum tíma til náms fyrir þetta krefjandi verkefni, sem ég vona að lesendur kunni að meta.


Drengurinn er gullfallegur, sama hvað er !

laugardagur, febrúar 04, 2006

Heiðarleg tilraun

Ég brunaði upp í skóla í dag og ætlaði svo aldeilis að fara að læra enda var ég kominn í smá stuð eftir morgun/hádegismatinn.

En allt kom fyrir ekki. Eins og venjulega og ég endaði bara með því að fara á Internetið sem dró niður allan lærdómshug úr mér.

Þetta er farið að koma furðu oft fyrir mig þessa dagana... En samt er letin að læðast úr manni.

Ég hef það mér nú til málsbóta að fyrir svona tveim árum síðan þá hefði mér einu sinni ekki dottið það í hug að fara að læra á laugardegi ! Tja, jafnvel fyrir tveim vikum síðan þá hefði ég einu sinni ekki nennt að hugsa um það að fara að læra á laugardegi.

Batnandi mönnum er víst best að lifa.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Íslensk málnotkun

Verður að bíða því ég er að gera íslensku verkefni núna og ef ég fjalla eitthvað meira um eitthvað þvíumlíkt í dag þá á ég hættu á að brenna mig og fá leið á því að ræða íslenskt mál og fari alfarið að snúa mér að norsku.

ekki viljum við það ?

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Enginn tími

Þið eruð alveg rosalega óheppin í dag því ég var að fara að skrifa eittvað skemmtilegt um orðnotkun íslendinga en tók þá eftir því að handboltaleikur mill Íslands og Rússlands var að fara byrja, þannig að ég hef ekki með nokkru móti tíma til þess að skrifa eitt né neitt um orðanotkun okkar.

Bíðum betri tíma.

Látum hendur standa fram úr ermum ! Koma svo strákar !

mánudagur, janúar 30, 2006

Vopnað rán !

Maður fremur rán í Happdrætti Háskóla Íslands vopnaður byssu.

Er ekki allt í lagi ?

Maður spyr sig...

föstudagur, janúar 20, 2006

Hvar er ritgerðin ?

Ég fékk skýringu á lágri einkunn í ensku frá kennaranum mínum í gær. Svo virðist sem ensku ritgerðin mín um bros Mónu Lísu hafi aldrei komið sér til skila en allavegana þá þóttist ensku kennarinn minn ekki kannast við að hafa fengið ritgerðina upp í hendurnar á sér, jafnvel þó svo að ég hafi skilað ritgerðinni.

En með sjarmerandi brosi og þokkafullri framkomu þá tókst mér að sannfæra kennarann um að taka við ritgerðinni og fara yfir hana og væntanlega gefa mér einkunn sem hefur áhrif á lokaeinkunnina mína í ensku.

Þannig að meðaleinkunnin mín kemur til með að hækka eitthvað lítillega með hækkandi sól, ekki amalegt það.


Leyndardómar Mónu halda áfram að birtast í hinum ótrúlegustu myndum enn þann dag í dag. Dan Brown hefur þegar sett í samband við Sigmar um þetta dularfulla atvik. Búast má við uppkasti af sögunni í Maí.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Kalt !

Það voru engin -4 stig á celsius í morgun þegar ég hjólaði í skólann, það var miklu meira !

Helvítis veðurstofa, mér var kalt í morgun og verð sennilega aftur kalt þegar ég hjóla heim.

Hvernig væri að spá þannig að maður geti nú planað fötin kvöldið áður en maður fer út ?

Jæja, best að hysja upp um sig stuttbuxurnar og hlýrabolinn og hætta þessu væli og fara að koma sér heim.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Þreyttur eða breyttur ?

Alveg síðan ég vaknaði á nýársdag í jakkafötunum mínum einhversstaðar í Noregi þá hef ég verið þreyttur. Nú, rúmlega hálfum mánuði seinna þá er ég ennþá að geispa fram eftir degi og er að kljást við óstjórnanlega þreytu.

Svona til gamans þá hef ég ákveðið að setja saman lista yfir hugsanlegar ástæður fyrir þessari síþreytu minni sem ætti að geta varpað ljósi á þennan slappleika minn.

* Skammdegisþunglyndið hefur náð mér.

* Ég svef allt of illa eða of laust.

* Draumur minn um nornina um daginn heldur fyrir mér vöku á nóttunum.

* Næringarskortur á fyrstu dögum nýs árs vegna ömmuleysis.

* Sjokkið við að nýtt ár sé gengið í garð kom mér í opna skjöldu.

* Kvennmannsleysi er farið að hrjá mig.

* Ég vakna alltaf of snemma.

* Ég fer alltaf of seint að sofa.

Þetta eru allt góðir punktar um síþreytu mína en það er spurning hvort aðalástæðan sé ekki sú síðastnefnda í listanum, ég sjálfur hallast allavegana mest að því.

mánudagur, janúar 16, 2006

Sigmar síþreytti

Ekki get ég nú sagt það að ég hafi nú hvílst vel um helgina, sem leiðir til þess að ég verð þreyttur og úrillur í skólanum.

Ekki bætti það úr skák að ég fór á fótboltaæfingu á sunnudaginn sem skildi eftir sig lúinn líkama og fullan af strengjum.

En það er samt gaman að minnast á það að sólin skein hér norðan heiða í gær sem og í dag sem lyfti brúninni óneitanlega mikið, þetta er allt að koma !

föstudagur, janúar 13, 2006

Ótrúlegt !

Eftir að hafað setið í næstum þrjá tíma fyrir framan tölvuna, þá hefur mér ekki tekist að gera nokkurn skapaðan hlut allann þann tíma.

Ég bara skil ekki afhverju hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér, það er mér bara lífsins ómögulegt.
Föstudagurinn 13

í tilefni dagsins þá langar mig að gefa ykkur heilræði.

Gjörið svo vel:


Þetta er mjög mikilvægt að muna á þessum degi.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Heppinn !

Í gær fékk ég ókeybis bólusetningu gegn hettusótt. Þetta er sennilega það besta sem komið hefur fyrir mig á þessu glænýja ári og ég ætla rétt að vona að heppnin fylgi mér áfram líkt og í gær !

Annars er það í öðrum fréttum að ég sit og blogga upp í skóla núna tuttugu mínótur í níu, af því að ég mætti klukkan átta þegar ég átti að mæta klukkan tíu.

Svona leikur nú lukkan við mig !

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Hot or not, flugvellir og nornir

Það er einstaklega skemmtilegt þegar maður er að verða veikur, þegar manni er ískalt jafnvel þó manni sé sjóðandi heitt.

Þannig leið mér í gærkvöldi og svo um nóttina sem leið.

Það var samt bara mjög gaman, mig dreymdi endalaust um einhverja flugvelli og svo nornina Granny Weatherwax úr bókinnu "Equal rites" eftir Terry Pratchet, frekar súr draumur en áhugaverður engu að síður.


Granny Weatherwax stóð svo aldeilis fyrir sínu í draumnum í gær, enda hafa nornir haft gott orð á sér fyrir að krydda upp drauma sem þær taka þátt í, jafnvel þó svo að flugvellir eigi í hlut.

mánudagur, janúar 09, 2006

Alvara lífsins tekur við

Þá er maður formlega byrjaður í skólanum aftur eftir smá hlé. Það er samt alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að mæta aftur, viljinn til þess að liggja og kúra aðeins lengur en maður má er alveg ótrúlegur.

En sem betur fer þá tókst manni ekki að sannfæra sjálfan sig um ágæti þess að sofa aðeins lengur, heldur þá reif maður sig upp og mætti í skólann, hýr á brá í svaka stuði !


Stemmingin fyrir utan Háskólann á Akureyri var eitthvað á þessa leið í morgun, enda voru allir svaka glaðir við að mæta aftur í skólann.

laugardagur, janúar 07, 2006

Vinna, vinna, vinna

Nu er thad stora spurningin... hvar a madur ad vinna i sumar ?

Thad er ekki nema Januar enntha, en thad er samt agætt ad fara ad spa i thessu.

En her er listi yfir størf sem eru inni i myndinni

* Laxaslatrun i Noregi
- Afhverju ekki ?

* Flugfelag Islands Egs
- Fekk agætis loford um starf i haust.

* Smidavinna hja Magnusi Thorarinssyni
- Gæti lært eitt og annad thar.

* Gæti stofnad mitt eigid internet fyrirtæki
- Homer Simpson gat thad, afhverju ekki eg ?

* Unnid i lottoinu
- Væri mikid til i ad vinna thar.

Nu er bara ad bida og sja til hvar madur lendir, eg vona natturulega thad sidasta...

föstudagur, janúar 06, 2006

Confession...

Eg verd nu bara ad segja eitt, eftir ad hafa sed tvø myndbønd med nyja laginu hennar Madonnu sem er ad trøllrida Oslo og Noregi thessa dagana, tha verd eg ad segja ad Madonna er ekkert venjuleg.

Ekki nog med thad ad bua til magnada pløtu tha er hun bara eitthvad svo møgnud sjalf, eg verd nu bara ad segja ad eg er pinu skotinn i henni.

Manneskja sem er ad nalgast fimmtugt sem heldur ser svona ungri, bædi i anda sem og likamlega, a nu hros skilid. Thad getur vel verid ad hun hafi latid strekkja vel a ser i gegnum tidina en thad er bara ekki nog, hun greinilega passar vel upp a sig, thessi elska.

En nog um thad, Madonna a hros skilid fyrir ad bua til skemmtilega pløtu, flott tonlistarmyndbønd og fyrir ad halda ser flottri svona lengi !


Thad er ekkert skrytid ad madur furdi sig a thessari stormøgnudu manneskju, hun synist vera eins og hun var fyrir 20 - 30 arum sidan, "like a virgin"

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Åramøtaheit

I stad thess ad strengja eitthvad åramøtaheit sem eg stend abyggilega ekki vid tha hef eg komist ad nidurstødu um nokkur agætis aramotaheit sem gætu komid i stadin og ekki ollid vonbrigdum ef thau eru rofin.

* Reykja meira
- Stundum lida heilu vikurnar a milli smoka, ekki asættanlegt !

* Hreyfa mig minna
- Gæti reynst erfitt, thar sem eg a ekki bil.

* Vera minna "metrosexual"
- Eg er alltof flottur, thad er bara stadreynd.

* Fara fyrr ad sofa a kvøldin
- Serstaklega um helgar.

* Nota oftar gleraugu
- Bara svona til gamans.

* Klippa eingøngu 10% af tanøglunum minun af i einu.
- Eg er enn ad bida eftir nøglinni a storuta.

* Drekka meira vatn
- Serstaklega thegar eg er thyrstur.

* Skipta oftar um sokka
- Tvisvar a dag ætti ad duga.

Thessi listi ætti ekki ad valda neinum vonbrigdum ef ekki er stadid vid hann, thess vegna hentar hann mer einstaklega vel.

Madur gæti svo sem sagst ætla ad hlaupa meira, eyda meiri tima i lærdom, drekka minna, verid duglegri og skipta oftar um sokka a nyju ari, en thad er allt svo "I fyrra" (utleggst a enska tungu sem "last year") Ut med thad gamla og inn med thad nyja !

fimmtudagur, desember 15, 2005

Að dunda sér á heilbrigðan hátt.

Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi, þá tók ég upp á því að fara að snyrta á mér tánegluna á stórutá, sem hefur í langan tíma átt við meiðsli að stríða.

Það fór ekki betur en svo að ég hætti ekki að snyrta hana þangað til að ekkert var lengur til að snyrta.

Sumsé, þá er ég ekki með nema níu táneglur í augnablikinu. Skemmtileg staðreynd það.

mánudagur, desember 12, 2005

Jólafrí eða skólafrí

Þá er skólavesenið búið, loksins. Ég held að mér hafi gengið nokkuð vel, en spyrjum að leikslokum

Nú tekur við afslöppun í einn dag og svo er bara að fara að vinna.

Ég er farinn að vinna að gerð myndarinnar "The Postman II" En ég verð í hlutverki bréfbera á Akureyri fyrir jólin.

Spennandi !

föstudagur, desember 09, 2005

Föstudagar

Ég er búinn að gleyma hvernig föstudagar eiga að virka, það eina sem ég man var að á þeim dögum, um níu leytið á kvöldin þá var maður að stíga úr sturtu, makandi ilmefnum á sig.

Þetta hefur eitthvað aðeins breysts hjá mér.

Núna stíg ég upp úr stólnum í kjallaranum heima og læðist í eitthvað góðmeti úr ísskápnum hjá ömmu, henni til mikillar ánægju (Ath lesist án kaldhæðnar).

Ég held að ég þurfi að fara í upprifjum bráðum.

Annars er bara eitt próf eftir og ein títtnefnd ritgerð, þetta kemur hægt og bítandi.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Tvö búin, tvö eftir

Þá er prófatörnin tæplega hálfnuð, bara próf í ensku og Upplýsingarýni. Svo má auðvitað ekki gleyma einni ritgerð sem á að skilast þann 12., sama dag og síðasta prófið er.

Það er ekki seinna vænna en að fara að byrja !

En fyrst, eitthvað annað, ég á það skilið...

mánudagur, desember 05, 2005

Ein einkunn komin í hús !

Til þess að gera þessa færslu skemmtilegri, þá bendi ég á að einkunn mín úr Afbyggingu 20. aldar er sú sama og fjöldi dverga á myndinni.


Sigmar hefði viljað bætt fleiri dvergum við á myndina, en verkefni úr hópavinnuni drógu hann svo mikið niður. En í prófunum stóð hann sig með prýði !

laugardagur, desember 03, 2005

Eldskírn

Í dag hlaut ég eldskírnina mína í vinnuni. Ég var skilinn einn eftir á sambýlinu og var vinsamlegast beðinn að fara með einn vistmann á salernið þegar ég væri búinn að þrífa. Það er náttúrulega frásögum færandi, því ég hafði aldrei gert það einn áður.

Ég er samt sem áður mjög feginn að hafa verið einn að þessu, því ég get rétt ímyndað mér viðbrögð samstarfsfólks míns ef þau hefðu nú horft upp þetta.

Það verður samt að játast að þetta var asskoti fyndið ef maður spáir í þessu...

Hvað er fyndnara en að heyra í fullorðnum manni (N.B. ekki andlega) kúgast eins og djöfullinn reynandi að verka með tárin í augunum, eldrauðum í framan andandi bara með munninum.

Það var mikið dæst að verki loknu en ég gat nú ekki annað gert en glottað örlítið þegar ég gekk út af salerninu.

Þetta er samt eitt það erfiðasta sem ég hef tekist á við um ævina, og þetta var bara fyrsta skipti !

Svona rétt í lokin, þá langar mig að þakka fíflinu honum Einari Bárða að endurútgefa lagið "hjálpum þeim". Það er búið að vera fast í kollinum á mér í þrjá daga !

föstudagur, desember 02, 2005

Eitt próf búið !

Sem gerir þá bara þrjú sem eru eftir, plús ein ritgerð.

Nægur tími eins og alltaf, svo mikill að ég get meira að segja slappað af í vinnuni á morgun, þ.e. eftir að ég sé búinn að læra.

En núna ú augnablikinu er ég að spá í að koma við hjá Stjána Frænda og leigja mér kannski eina ræmu...

Síðan er það auðvitað lærdómur í kvöld, hvað annað er eiginlega hægt að gera á föstudagskvöldi ? ég bara spyr.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Þreyta

Í morgun var ég pínulítið þreyttur, enda vakti ég fram á nótt við að læra leika og lita.

Dagurinn hófst sumsé með smá "snooze" sambandi við símann minn. Í raun þá tók ég varla eftit "snoozinu" hjá mér því það var svo margt að gerast í kollinum á mér á því augnabliki.

Ég var staddur í einhverju fasistaríki sem var að bæla niður Kommúnisma. Áður en ég vissi af þá var eitthvert stríð búið og efnahagur heimsins var í rúst, þá komu fasistar og byrjuðu á einhverju öðru stríði sem leiddi til stofnun tveggja heimsvelda.

Svo komu einhverjar fræðilegar kenningar frá hinum og þessum köllum,eins og Nietzsche, Kant, Smith og fleirum inn á milli drauma.

Ég er bara ekki frá því að efnið sem ég var að lesa hafi eitthvað síast inn í hausinn á mér.

Allavega var ég svo útundan við mig við alla þessa sögu að ég mætti á vitlausan stað, fór upp í Sólborg í stað Oddfellowshúss.

En betra er seint en aldrei.

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Steinn ? nei, steinar !

Var að borða mandarínu rétt í þessu, sem er náttúrulega ekki frásögum færandi nema hvað að í henni voru, hvorki fleiri nér færri, en 25 steinar !

Ég hef aldrei borðað mandarínu áður sem hefur haft svo marga steina, þetta hlýtur bara að vera einhverskonar náttúruundur.

Heimurinn getur samt verið feginn að það var ég sem fékk þessa mandarínu, en ekki eitthvert dýr út í náttúrunni sem hefði gætt sér á henni, því þá hefðum við fengið 25 ný mandarínutré sem hvert og eitt myndi bera fjöldan allan af mandarínum með 25 steina hver og þannig koll af kolli. Áður en við myndum vita af, þá myndi heimurinn vera að kafna úr mandarínum.


Ég segi nú bara "hjúkket" !

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Gott hrós !

Í sögutíma um daginn (afbygging 20. aldar) hrósaði kennarinn mér fyrir yfirvaraskeggið sem ég er búinn að vera að rækta í þónokkurn tíma.

Ég tek þessu sem miklu hrósi, enda var fyrrgreindur kennari búinn að lýsa yfir aðdáðun sinni á yfirvaraskeggjum í einum fyrirlestri fyrr á þessari önn. Það var greinilegt að hann talaði af mikilli innlifun, enda lét hann það uppi að yfirvaraskeggið var eitt af því sem hann þurfti að fórna fyrir hjónabandið sitt.

Það er alltaf gaman þegar einhver reynslunni ríkari tjáir manni aðdáðun sína, enda er ekki á hverju degi sem maður heyrir "I admire your moustache"

mánudagur, nóvember 28, 2005

Heppinn ?

FROM: GLOBAL SWEEPTAKES MEGALOTERIA ANNUAL LOTTERY PROMOTIONS.
WINNING NOTIFICATION FOR CATEGORY "A" WINNER.

Dear Lucky Winner,

RE: GLOBAL SWEEPTAKES MEGALOTERIA PRIZE AWARDS WINNING NOTIFICATION!

We are pleased to inform you of the result of the just concluded annual
Final draws of Global Sweepstakes Megaloteria Lottery Programs held on the
25th, November 2005.

METHOD OF SELECTING WINNERS:
Participants were selected anonymously through online cyber ballot system
(Computer Ballot) from over 35,000 companies and 70,000 individual names
and e-mail addresses all over the world. At the final draw your e-mail
address emerged
as the winner of our last jackpot.

This promotional program takes place annually as the year ends, and it is
promoted and sponsored by Orient software corporation (Orient Networks).
It is met to reward some individuals and corporations who have devoted
their time and resources surfing the World Wide Web (www) .No tickets were
sold.

After this automated computer ballot, your e-mail address emerged as the
winner in the category "A" with the following:

Ref Number: 4549/337-5247/LNI
Batch Number: 26371545-LNI/2005
Ticket Number: 7746017
Draw Lucky Numbers: 821009-121

You have therefore been approved for a lump sum pay out of
$ 1.000.000,00 (ONE MILLION USD),Congratulation!

Your prize award has been insured with your e-mail address and will be
transferred to you upon meeting our requirements, statutory obligations,
Verifications, validations and satisfactory report.

To begin the claim processing of your prize winnings, you are advised to
contact our licensed and accredited claim agent for category "A" winner
with the information's below:

Mr. Milan Ahrens,

Financial Director,
Elite Trust and Finance Agency,
De Amsterdamse Poort, Bijlmerplein
888 1102 MG Amsterdam
1000 BV Amsterdam,The Netherlands.

E-mail: elitetrustagency@netscape.net

TEL: +31 626 674 688

FAX: +31-84-727-7318

NOTE: All winnings must be claimed not later than the 10th of December
2005. After this date all unclaimed funds would be included in the next
stake. Remember to quote your reference information in all correspondence.

Due to mix up of some numbers and names/programme abuse, we ask that you
keep your winning information confidential until your claim has been
processed and your money remitted to you. This is part of our security
protocol to avoid double claiming and unwarranted abuse of this program by
some participants.

Anybody under the age of 18 and members of the affiliate agencies are
automatically not allowed to participate in this program.

Furthermore, should there be any change of address do inform our agent as
soon as possible.

Congratulations once more from our members of staff and thank you for being
part of our promotional program.


Yours faithfully,

Mrs. Mar yam Van Duke.

Lottery Coordinator.
Heimildaskráning

Sucks !

föstudagur, nóvember 25, 2005

Hrikalega mikið geggjað partý stuð !

Það stefnir allt í að helgin verði ógleymanleg. Til að mynda þá er ég upp í skóla núna klukkan 18:07 á föstudagskvöldi að prenta út heimildir fyrir eina skemmtilegustu ritgerð sem hefur verið gerð á ensku á Íslandi. Restin af kvöldinu fer svo í stórskemmtilegar heimildarúrvinnslu, ég bara get ekki beðið.

Morgundagurinn fer svo í jólaljósabras í Brautarhóli, ég og minn nafntogaði bróðir, hann Brynjar, ætlum að skreyta húsið grænum, gulum, rauðum, bláum, og bleikum ljósum. Amma skrapp vestur um helgina þannig að við erum með lausann tauminn í þessum efnum.

Sunnudagurinn fer svo í rólega afslöppun, ritgerðasmíð og annað slíkt, enda eru þær tvær sem bíða eftir að koma úr kollinum á mér.

Nóg um það, best að fara að drífa sig svo ég missi nú ekki af helginni...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Forsjá ?

Jón frændi hefur glímt lengi við tölvuleikjafíkn í gegnum ævina, loksins fór búnaðurinn að sjá við honum eins og má sjá hér.

Nú er bara spurning hvort Nonni fari að sjá að sér og hætta þessari vitleysu.
Lauklykt

Ég er búinn að komast að því afhverju eldra fólk lyktar eins og eldra fólk. Það gerir laukurinn !

Ef þú steikir mikið af lauk á pönnu þá fer að lykta heima hjá þér eins og hjá gamalmenni.

Það er greinilegt orsakasamband þarna á milli, enda er laukur mikið hafður í eldamennsku eldra fólks.

Annars þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að ég finni þessa lykt, því ég er orðinn ónæmur fyrir henni.

Guð má vita afhverju ?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Hvaða frægi leiðtogi er ég ?

Tja, það mun vera enginn annar en hann Adolf



Það er spurning hvort maður fari að breyta Íslandi í fasistaríki ?

sjáum til...
Minn dýrmæti tími

Það er alveg merkilegt hvað maður hefur mikinn tíma í það að gera ekki neitt á meðan ég hef engann tíma fyrir að læra.

Núna er tuttugasti og annar nóvember og buxurnar virðast fara alltaf neðað og neðar hjá mér.

En jæja, best að fara að drífa sig í afmæli hjá Öldu frænku, bara rétt að kíkja og fá sér tíu.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Bob nokkur Saget



Nú geta áhugasamir loksins keypt Bob Saget dúkkuna. Búast má við Bob í stórverslunum Hagkaupa á næstunni. ATH. Fyrstir koma fyrstir fá ! Takmarkað upplag.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

MP3

Djöf...s schnilld er að vera með Mp3 spilara þegar maður er á rúntinum á Bróncóinum með Beach Boys í botni að syngja "good vibrations" eða "fun fun fun" !

Ef það er eitthvað sem Kemur manni í sumarskap á þessum köldu vetrar dögum þá eru það Beach Boys.
Skólagangan loksins að fara að borga sig !

Þá er maður að fara að skella sér á vinnumarkaðinn hérna heima eftir rúmlega tíu mánaða hvíld, en ég var að fá vinnu á sambýli fyrir fatlaða hér í bæ og þá er ég ekki að meina heima hjá mömmu eða öðrum ættmennum.

Auðvitað var ég nú glaður að getað nælt mér í smá vinnu með skólanum enda er svo lítið að gera í honum flest alla dagana, þó sérstaklega svona rétt fyrir jólafrí.

Gleðin jókst um tæp 70% þegar ég fékk skilaboð frá bókhaldinu að ég ætti að koma með stúdentskírteinið mitt niðrá skrifstofu, því að vera með stúdentsskírteini er metið í launum !

Ég varð eins og api því ég var í svo góðu skapi við að fá þessar fréttir !

Nú er bara að bíða spenntur eftir BA gráðunni svo ég fái frekari launahækkanir !

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Mjög svo athyglisverð lesning

Hér á þessari síðu má finna stutt yfirlit yfir hernaðarleg afskipti Bandaríkjastjórnar frá 1945 til dagsins í dag.

Auðvitað ber að taka upplýsingunum varlega, en samt sem áður þá er þetta athyglisverð lesning.

Það má svo sem geta að Bandaríkjastjórn hefur haft hernaðarleg afskipti í yfir 200 skipti síðan frá því eftir seinni heimstyrjöld, flest til þess að bæla niður hugsanlega og væntanlega "rússagrýlu" í hinum ýmsu þjóðum, stórum sem smáum. Helst má kannski nefna þegar Bandaríkin gerðu innrás í Grenada árið 1983, þjóð sem hafði þá um 110.000 íbúa.

Það var bara eins gott að þeir gerðu eitthvað þá áður en Grenada færi upp í 150.000 íbúa og yrði gjörsamlega stjórnlaus á alþjóðavelli með blússandi kommúnisma og égveitekkihvað !
Af heilögum Bob

Sjónvarpsferill

America's Funniest Home Videos, Kynnir (1990-1997).

Full House Daniel, lék Ernest "Danny" Tanner.

How I Met Your Mother, lék rödd.

New Love American Style, lék stjörnu.

Raising Dad, lék Matt Stewart.


Fjölhæfur er hann Bob Saget

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Stórfréttir !

Bob Saget á afmæli á þjóðhátíðardegi Noregs en hefur aldrei verið boðið í veislu. "Nossararnir eru bara asnar" segir Bob. Noregskonungur er hneykslaður á framkomu Bobs, "Hann getur sjálfum sér um kennt, aldrei bauð hann okkur að vera með í stúdíói"


Bob er ekki sáttur þessa dagana.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Guð minn almáttugur, eða "Bob"

Þá er það komið á hreint

EF þið smellið á myndina hérna að ofan, þá sjáið þið að guð er fundinn og það er enginn annar en sprellarinn hann Bob Saget sem er almættið sjálft. Þetta er frekar stórt skref uppá við, að fara úr Fyndnum fjölskyldumyndum yfir í þetta. Ég vona bara að kallinn standi sig vel í nýja starfinu.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Ja hérna hér !

Var að rúnta um netið þegar ég átti að vera að læra. Fann einn gamalkunnan félaga, hann biður að heilsa öllum sem muna eftir honum.


"Ég bið innilega að heilsa"

Þeir sem muna eftir þessum góða félaga eru beðnir um að skila inn kveðju til hans í gegnum commenta dálkinn, ég skal svo koma skilaboðunm áleiðis.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Leiðindi ?

Ef þið hafið ekkert að gera (sem hlýtur nú eiginlega að vera fyrst að þið eruð að skoða þessa síðu) þá mæli ég eindregið með Þessari síðu hér.

Hún er mjög svo skemmtileg og drepur tímann á netinu eilítið betur en síðan mín, með fullri virðingu fyrir sjálfum mér.

Yfir og út,
allt í hnút með stút,
sút og baggalút.

Sigmar Arnarsson Bóndi.
Partý helgi !!!

Þá er það ljóst, helgin verður hrein schnilld !

Föstudagur

* Partý í Amtsbókasafninu
* Lestur góðra bóka

Laugardagur
* Ritgerðarsmíð í algleymingi

Sunnudagur
* Skýrslugerðs stuð í SPSS
* Svaðalegur sögulestur um kvöldið


Helgin hjá Sigmari byrjar í Amtsbókasafninu á Akureyri. Heyrst hefur að Jón Sigurðsson muni lána út bækur í dag !

p.s. í dag er 11.11 !!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Hrein snilld !

Sjónvarpsþættir gerast vart betri ! Þegar feita konan beygði sig eftir penna í þættinum í gær, þá dó ég úr hlátri. Littla Bretland er hrein snilld !



Í framhaldi af því þá má benda á að þessi færsla er rituð að handan.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Á maður að skella sér í bíó ?

Þessa dagana er nóg um að vera. Tíminn sem er eftir fyrir jólafrí er ótrúlega stuttur og svo virðist sem að verkefnin hrannist upp hjá manni, en samt sem áður er maður eitthvað hálf kærulaus.

Það er er eftir að gera :

* Ritgerð í ensku
* Ritgerð í vinnulagi
* Tölfræði skýrsla í vinnulagi
* Tímaröðunar verkefni í sögu

+ nokkur próf sem eru á næsta leyti.

En það má benda á að ég er ekki byrjaður á neinu af þessu. Það er spurning um að fara að setjast niður og fara að læra. Tja, kannski eftir "Little Britain" sem er í sjónvarpinu á eftir. Svo er það líka spurning um að skella sér í bíó... Tveir fyrir einn á miðvikudögum ! Svo má ekki gleyma fimmtudagsfylleríinu og...


Páll Hreinson prófessor varði ritgerð sína, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, 5. febrúar sl. En honum hefur ekki fundist það erfitt að finna sér tíma til að setjast niður og byrja að læra, enda er Páll bindindismaður sem hefur óbeit á kvikmyndum.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Nýr frændi !

Í gær var ég að eignast glænýjan frænda, en það var hún Anna Sigríður Björnsdóttir, búkona, sem var að eignast lítinn dreng. En búast má sterklega við að Hilmar, kærastinn hennar, sé barnsfaðirinn.

Vil ég því óska þeim skötuhjúum, Hilmari og Önnu til hamingju með litla drenginn og minna á í leiðinni að ég fer í mikla fýlu ef hann verður ekki nefndur eftir mér !

mánudagur, nóvember 07, 2005

Afrakstur ?

Amma var að kvarta eitthvað í gær yfir skegg safninu sem ég er kominn með framan í mig, sagði að ég væri alltof ungur til þess að vera með svona lagað.



Ætli maður verði nú ekki að fara að óskum leigusalans og skera burt veiðihárin.

En það er nú svosem alltaf inn í myndinni að leggja í gott músstash... sjáum hvað setur.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Fótbolti

Maður er svo duglegur að mæta í fótbolta að maður gleymir því að það sé próf á morgun.



Annars bíð ég bara spenntur eftir að nöglin á stórutá fari að detta af, hún er orðin ansi ljót greyið, tja nema að það þyki fallegt að hafa dökkfjólubláa tánögl ? kannski er það svoleiðis í Búrúndi ? hver veit ?

föstudagur, nóvember 04, 2005

DVD

Í gær horfði hún amma mín á DVD. Hún var voðalega ánægð með það, enda skemmtilegt efni sem var á dagskrá, en ég hafði fengið lánaðan DVD disk frá bróður mínum um Vestmannaeyjargosið 1972.



Amma spurði svo hvað DVD væri nú eiginlega og ég sagði henni að það væri ensk skammstöfun á Digital Video Disc. Hún var ekki lengi að tengja og sagði "já, ég hef nú heyrt um þetta digital áður".

Nú er bara að bíða eftir að amma verði forfallinn DVD sjúklingur sem kaupir allar helstu gamanþátta seríur sem í boði eru, eins og t.d. Friends, Simpsons og allt þar á milli.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Að fara í sund

Eftir langan hjólreiðatúr frá Brautarhóli til Akureyrarsundlaugar með tilheyrandi átökum, skellti ég mér í sund með svissnesk ítalskri stúlku sem býr í Munchen í Þýskalandi.


Þetta á ég við þegar ég fer í sund.

Auðvitað gleymdi ég svo handklæðinu mínu heima.

Menn voru farnir að líta mig hornauga inn í karlaklefa, sprikklandi nakinn um, bíðandi eftir að ég þornaði sæmilega til þess að klæða mig í fötin.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Alsæla !

Í gær dó ég næstum því úr alsælu þegar ég kom heim eftir erfiða fótboltaæfingu í Boganum. Það fyrsta sem ég gerði var að læðast inn í ísskápinn heima og opna ís-ískaldan bjór, hella honum í glas og drekka ölið í löngum og góðum sopa.

Eftir fyrsta sopann heyrðist svo eitt gott "Ahh" og það lá við að ég myndi deyja, þetta var svo gott.

Verst að þetta var eini bjórinn sem var eftir í ísskápnum, svo ég get ekki endurtekið leikinni í kvöld, en minningin lifir áfram.


Ölið var sopið þegar í glasið var komið !

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Rökfærsla Hómers

Núna um daginn var ég að horfa á þátt með Hómeri nokkrum Simpson frá Springfield í Bandaríkjunum. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir stórkostlegri röksemdafærslu hjá kappanum, sem lét mig skellihlæja í svona þrjú korter.

Þannig er með mál í vexti að Hómer ætlaði að verða ríkur af fitubransanum, þ.e. selja fitu. Nú fita er nú kannski á hverju strái en það er erfiðara að nálgast hana í sínu hreinasta formi, en Hómer deyr ekki ráðalaus.

Hann tók sig til að fór að steikja beikon í massavís, sem hann gaf síðan hundinum. Samtals tóks honum að vinna úr beikoninu 1 kíló af fitu, sem er nú þónokkuð.

Það er svo ekki að spyrja að því að hann fór með herlegheitin til fitukaupandans sem keypti alla fituna á 27 cent. Sjaldan hef ég séð Hómer jafn glaðan.

En þá hafði sonur hans, Bart, á orði að beikonið sjálft hefði kostað c.a. 27 Dollara.

Þá hófst röksemdarfærslan.

Bart: "Hómer, þú veist að beikonið kostaði 27 dollara"

Hómer: "Hvað með það, það er mamma þín sem keypti það"

Bart: "já, en mamma fær peninginn frá þér"

Hómer: "já, og ég fæ peninginn fá fitu, hvað er vandamálið ?"

Mig minnir að þetta hafi verið einhvernveginn á þessa leið. Hér má samt sjá glögglega gott dæmi um góða röksemd. Við ættum öll að taka okkur Hómer til fyrirmyndar.

mánudagur, október 31, 2005

Hvað gerði ég ekki !

Helgin sem leið var ansi viðburðarík og það tæki aldur og ævi að taka fram það sem ég gerði. Því hef ég ákveðið að benda á nokkra punkta sem ég gerði ekki um helgina, til þess að setja mynd á helgina. Þið, lesendur góðir, getið fyllt upp í eyðurnar.

Það sem ég gerði ekki var m.a.

* Vaknaði snemma á laugardaginn
* Fór snemma að sofa á föstudaginn
* Fór út að hlaupa
* Lærði eins og hestur
* Sat heima á laugardagskvöldi
* Neyta áfengra drykkja á föstudagskvöldi
* Neyta áfengra drykkja á laugardagskvöldi
* Leiðast
* Vera á Internetinu

Þetta er það helsta sem ég gerði ekki um helgina. Það verður samt að vera leyndarmál hvað það var síðan sem ég gerði, því það er hætt við að lesendum standi ekki á sama ef ég upplýsi það...

Og hana nú !

föstudagur, október 28, 2005

Hvar er síminn minn ?

Mig langar að benda á að lettneskur Nokia 1100 er á vergangi einhversstaðar hér norðanlands, annaðhvort í Háskólanum á Akureyri eða í Brautarhóli. Þeir sem sjá símann eru vinsamlegast beðnir um að hafa varann á, því hann bítur, fast !

Allavegana þá er ég GSM símalaus í augnablikinu.

Æstir aðdáðendur eru beðnir um að hringja í Brautarhól, Háskólann á Akureyri eða senda einfaldlega hugskeyti, ef þið þurfið endilega að ná í mig.

fimmtudagur, október 27, 2005

Próf !

Núna í morgun var ég í aðferðarfræðiprófi og það var prófað í SPSS tölfræðiforritinu. Ég hef ekki hugmynd hvernig mér gekk, en gróflega áætlað má hugsa að ég fái einkunn á bilinu 0 - 10.

Nú er bara að krossleggja fingur og biðja til SPSS !

Hallelúja og amen (analyze, descprivtive statistics, explore)

miðvikudagur, október 26, 2005

Afhverju ???

Já, afhverju er svo miklu auðveldara að skoða internetið heldur en að læra undir aðferðarfræðipróf ?

Getur einhver svarað því ?

þriðjudagur, október 25, 2005

Heilsuráð

Að borða hvítlauk er mjög hollt. Ef þú, lesandi góður, ert að verða eitthvað slappur, þá mæli ég eindregið með því að þú borðir einn hvítlauks klasa (eða bát, bút, eða hvað sem það nú kallast) svo þú verðir ekki veikur / veik. Hvítlaukur er nefninlega mjög gott varnameðal gegn allskyns kvillum !

Ég er eitthvað hálf slappur í dag, þannig að ég ætla að hjóla beint heim til ömmu og fá mér smá hvítlauk, nammi namm.

Láttu ekki þitt eftir liggja, fáðu þér hvítlauk strax í dag !

Ekki má svo gleyma að hvítlaukur ver mann svo ágætlega gagnvart blóðsugubitum. Ekki amalegt það Elli.

mánudagur, október 24, 2005

Suðurferð

Ég fór suður um helgina, sem var svo sem fínt, nema hvað að það var eitt sem setti svartan blett á þessa ferð.

Ég hitt einhvern algjöran hálfvita, sem vissi ekki neitt ! Hann var að rugla eitthvað um landsbyggðina og sagði að "mér finnst ekki sanngjarnt að við hérna fyrir sunnan séum að halda upp einhverjum litlum bæjarfélögum"

Í fyrstu þá gapti ég, en það var ekki fyrr en hann sagði líka að "Ég er samt algjör sjálfstæðismaður, en það skiptir mig líka miklu máli að allir hafi jafnan rétt" Að ég sá að þetta var bara fífl.

En hverju er svo sem að búast af manni sem hefur ekki einu sinni komið til Akureyrar, því hann lét mig vita að það lengsta norður sem hann hafði farið var upp í Hrútafjörð.

Í stuttu máli, þá hlustaði ég á þennan asna í smá stund, rökræddi aðeins við hann og sagðist svo ekki nenna að tala við hann.

Það er samt ótrúlegt að það sé til svona fólk á Íslandi. Ja hérna hér !

fimmtudagur, október 20, 2005

Loksins !

Mikið var að það byrjaði að snjóa aftur ! Nú getur maður heldur betur farið að spæna um bæinn á nýju nagladekkjunum sínum !

Þannig að ef þið, lesendur góðir, sjáið einhvern ofur svalann gaur á Bronco (Fjallahjóli) þeysast um skransandi og stökkvandi um götur Akureyrarbæjar , þá er það Ég !

miðvikudagur, október 19, 2005

Þunglyndur, en samt svalur !

Ég verð nú að segja að ég er nú nokkuð þunglyndur yfir því að Eva mín góða og sæta, sé farin í heimsreisu og verði í burtu í sjö mánuði, en svona er víst lífið. Ég var held ég engu skárri líka þegar ég fór í burtu í sex mánuði... Við skötuhjúin erum ferleg.

En til að bæta úr þessu þunglyndiskasti mínu, ákvað ég að verða rosalega svalur !

En hvernig er best að bæta við svaleikann sinn ? jú auðvitað með því að hressa upp á farartækið sitt !

Bronco Fjallahjólið mitt, hefur sumsé tekið stakkaskiptum ! Ekki nóg með það að vera með bleika slaufu á stýrinu, en þá er Bronco kominn með sport bretti sem lífga heldur betur upp á útlitið ! Og síðast en ekki síst, þá er ég kominn á nagladekk, sem mér finnst vera einstaklega svalt og flott.

Ég verð nú að segja að ég glotti nú út í annað þegar ég brunaði fram úr grunnskólakrökkunum á leið í skólann í morgun og heyrði hvernig naglarnir tættu upp malbikið...

Nú er bara að fá sér sólgleraugu, setja upp grifflunar, fara í "leddarann" og bruna niður í bæ um helgina og skrensa á rúntinum !

mánudagur, október 17, 2005

Ertu þá farin ?

Ertu þá farin frá mér ?

Já það er víst komið að því, Eva Lækur er á leiðinni til útlanda. Hún verður frá í svona sjö mánuði sem þýðir að ég eigi eftir að vera órólegur, stressaður og eitthvað þriðja atriði sem ég nefni ekki hér, í sjö mánuði...

Ég vona bara að hún skemmti sér frábærlega, annars verður öll þessi kvöl og pína til einskins !

Far vel !

föstudagur, október 14, 2005

Þrældómur ?

Aldrei þessu vant hef ég tekið föstudagseftirmiðdegið frá í það að læra. Það er svo sem ekki frásögum færandi, nema að á mínum yngri árum þá notaði ég ævinlega þann tíma í undirbúning á föstudagsskralli eða einhverju þvíumlíku. En í dag er ég búinn að lesa undir Upplýsingarýni 4. kafla í bók Jóels Bests, amerísks tölfræðis gúrús.

Fyrir þá sem hafa áhuga geta leitað uppi bókinni "Damned lies and statistics" og fylgst með framvindu mála !

En í tilefni dagsins, þá langðaði mig að benda ykkur á síðuna hans Emils nokkurns Strengs, sem kemur frá Bodensee í Þýskalandi. Hana má finna hér.

Mig langaði einna helst að benda Jóni frænda mínum á þessa síðu.

þriðjudagur, október 11, 2005

Sáttur, enn sem komið er...

Ég var að fá út úr tveim prófum í aðferðarfræði sem ég var í um daginn og ég verð nú bara að segja að ég er nokkuð sáttur, sérstaklega í ljósi þess að ég hélt að ég hefði drullað alveg upp á bak í öðru prófinu.

Aðferðarfræði, tölfræðiútreikningur : 5,7

Aðferðarfræði, tölvuvinnlsu próf : 8,0

Nokkuð gott verð ég nú bara að segja.

Svo er maður búinn að standa sig nokkuð vel í nokkrum verkefnum en þau skiptast svona :

Upplýsingarýni:
5,5
7,5


(n.b. hópaverkefni bæði)

Enska:
8
9


Afbygging 20. aldar
6,5

(n.b. hópaverkefni, sem má sjá hér)

Svo bíð ég spenntur eftir niðurstöðum úr Vinnulagsprófi og bíð ennþá spenntari eftir að fara í Afbyggingar próf !

mánudagur, október 10, 2005

Talið að 2,5 milljónir manna séu heimilislausar eftir jarðskjálftann

Svona hljóðar ein fyrirsögnin sem er á mbl.is í dag, í þessari frétt er verið að fjalla um hörmungar jarðskjálftans sem reið yfir í Pakistan, Indland og Afganistan á laugardaginn. Í fréttinni segir að talið er að 38 þúsund manns hafi látist í þessum hörmumgum ! 38 þúsund manns ! 42 þúsund eru slasaðir og tugi þúsinda viðhefst undir berum himni !

Þetta eru alveg hræðilegar náttúruhörmungar, það fer ekki á milli mála.

En samt virðist manni sem svo að þessar hörmungar séu ekki eins merkilegar og þær sem dundu yfir svæðin við Mexíkóflóa nú fyrir skömmu.

Mig minnir að allir fréttamiðlar hafi verið stútfullir af fréttaflutningi frá hamfarasvæðunum í New Orleans í Bandaríkjunum, eins og þetta væri að gerast í fyrsta skipti í heiminum að náttúran hegðaði sér ekki alveg eins og við vildum.

Ég er samt ekkert að draga úr hamförunum sem voru þarna vestra, en langar samt bara að benda á að hamfarirnar eystra, eru sennilega meiri (ef við metum mannslíf meira en peninga) en þær sem voru vestanhafs. En samt virðast þessar nýskeðnu hamfarir vera allt í lagi, ekkert svo merkilegar, bara daglegt brauð.

Það er alveg ótrúlegt að sjá þennan mun. Svo lengi sem við höfum engra hagsmuna að gæta (viðskipti) þá skipta hamfarir einhversstaðar annarstaðar engu máli, eða allavegana minna máli.

En við ættum kannski að pæla aðeins í þessu og spyrja okkur hvort aurinn skiptir meira máli en sálin ?

Ég bíð svo spenntur eftir fregnum þess efnis að íslensk stjórnvöld gefi aur í hjálparstarfsemi þarna eystra, rétt eins og þau gerðu þegar voldugasta þjóð í heimi varð fyrir smá áfalli. Því ég held að við vitum öll hvar peningnum sé betur varið.

fimmtudagur, október 06, 2005

Takk fyrir mig !

Mig langar að nota tækifærið hér á þessum vefmiðli og þakka heremy.com kærlega fyrir gott samstarf í gegnum tíðina, en nú eru þeir hættir rekstri.

Fyrir þá sem ekki vita þá var heremy.com frítt net-myndaalbúm.

Nú þarf maður að fara að leita sér að öðru slíku. Á meðan verður síðan örlítið hrá, en dyggir lesendur láta það varla á sig fá.

En leitin hefst ekki alveg strax, því ég á eftir að ganga frá samningum við Íslenska Útvarpsfélagið um sýningarrétt á þáttaröðina um leitina að hinu rétta net-myndaalbúmi.

Svo er ég líka að fara í próf og fullt af verkefnum eru framundan, þannig að það er sennilega best að fara heim og leggja sig aðeins fyrir komandi átök.

miðvikudagur, október 05, 2005

Góð þjónusta !

Eftir áralanga dvöl í hinum ýmsum skólum landsins þá stendur mér loksins til boða að nýta mér þjónustu gangbrautarvarða. Þannig að nú, þegar ég er að fara í skólann, galvaskur, þá þarf mamma ekkert að hafa áhyggjur af mér í umferðinni á morgnana.

Þetta setur óneitanlega skemmtilegan svip á skólferðirnar á morgnana, því hvorki fleiri né færri en tveir hressir gangbrautarverðir bjóða mér góðan daginn með bros á vör sem leiðir af því að ég fer hjólandi sæll og glaður upp í skóla, dagurinn gæti bara ekki byrjað betur !

Mikið er ég feginn að borga útsvarið mitt til Akureyrarveldissins, þó lítið sé í augnablikinu.

mánudagur, október 03, 2005

Dominos veldið á barmi gjaldþrots ?

Í gær keypti ég mér pitsu hjá Dominos og fyrir valinu varð 12" Dominos pepperoni á 1610 krónur. Ég borgaði með 5010 krónum og fékk 4600 tilbaka. Sem skítseyði þá þagði ég um þessi mistök afgreiðslumannsins.

En auðvitað kemur svona lagað alltaf manni um koll, því ég er búinn að týna veskinu mínu, sem inniheldur 4000 íslenskar krónur og 500 norskar.

Það borgar sig sum sé að vera heiðarlegur !

fimmtudagur, september 29, 2005

Brautarhóll online ?

Baráttan er hafin !

Sigmar Bóndi vs. IBM laptop

Ekki missa af stærsta bardaga ársins þegar Sigmar glímir við fartölvuna sína um netsamband ! Sigmar vill ólmur koma Brautarhóli online en IBM gerir allt sem í hans valdi stendur svo það gerist ekki. Æsispennandi keppni um blóð, svita og wireless connection.

(ath. þessi færsla er rituð í tölvuveri Háskólans á Akureyri)

mánudagur, september 26, 2005

Ég er klukkaður !

Ja hérna hér, þá er bara búið að klukka mann á internetinu, sem þýðir í stuttu máli að ég á að segja einhver 5 persónuleg atriði um sjálfan mig, svo alþjóð fái að vita. Það er svo sem hið minnsta mál, það er bara spurning hvort lesendur hafi maga í það. En mig langar að þakka Finni Torfa sérstaklega fyrir að koma þessari kvöð yfir á mig.

1. Ég heiti Sigmar Arnarsson og er meyja, ég var aldrei hrifin af því í æsku og öfundaði frændur mína tvo mjög af því að vera ljón.

2. Ég er nautnaseggur og fer ákaflega mjúkum höndum um sjálfan mig, til dæmis má nefna að ég er einstaklega góður í rökfærslu við sjálfan mig á morgnana þegar ég heyri að úti hvíni napur vindur... þá heillar rúmið meira.

3. Í beinu sambandi við nautnaseggs yfirlýsinguna þá er skemmst frá því að segja að ég er alveg rosalega latur oft á tíðum.

4. Ég hef komið til afríku, nánar tiltekið Marakkó, og borðað þar dýrindis kjúkling, þrátt fyrir að u.m.þ.b. milljón viðvörunarbjöllur hafi hringt í hausnum á mér varðandi hreinlæti staðarins og ástands kjúklingsins... En ég var svangur.

5. Ég hef aldrei lýst því yfir að hætta að drekka, þrátt fyrir margann og misslæman þynnkudaginn, það er betra að lýsa ekki neinu yfir sem maður veit að kemur aldrei til með að standa.

Jæja, þar hafið þið það, vonandi vitið þið meira um mig sjálfan í dag en í gær. En svona til gamans þá langar mig að "klukka" Garðar Val, Ingólf Friðriksson, Jón Heiðar og Björn Bjarnason. Og hana nú !

föstudagur, september 23, 2005

Ást

Halldór Örvar Einarsson (a.k.a "Dóri Stóri"), Ég elska þig !

fimmtudagur, september 15, 2005

Person ?

Í gær reiknaði ég einhverja ægilega stærðfræðiformúlu sem sýndi fylgni á R-inu hans Persons.

EFtir útreinkingu á staðalfráviki, fylgni og ég-veit-ekki-hvað, þá tókst mér að komast að niðurstöðu

Svarið var 0,94 !

Ég er ekki alveg viss hvernig mér tókst að fá rétta niðurstöðu, en mér leið eins og ég hefði verið á rosalegu fyllerí einhversstaðar niðrí bæ en vaknaði svo skyndilega heima, án þess að vita hvernig í fjandanum mér tóks að skríða heim.

Nú er bara að vona að í næsta prófi að ég vakni ekki einvherstaðar hjá einhverrri ægilegri herfu, handan við Gleránna án þess að hafa hugmynd um hvernig ég komst þangað.

mánudagur, september 12, 2005

Samsæri

Föstudaginn 9 september flaug ég til Reykjavíkur. Ég fékk sætisnúmer 5B

Sunndaginn 11 september flaug ég til Akureyrar. Ég fékk sætnisnúmer 5B

Er þetta samsæri gegn mér eða bara tilviljun ?