föstudagur, september 02, 2005

Góður vinur !

Steffen þýski, félagi minn frá Hamburg sem ég kynntist út í Lettlandi er góður félagi. Haldið þið ekki að ég hafi fengið póst frá félaganum, sem innhélt eingöngu texta á borð við "úúúu jeeee" og svo mynd af ennþá betri félaga, sem okkur var nú tíðrætt á mörkum hins byggilega heims í Lettlandi. Það var enginn annar en nafni Davíðs Þórs Sigurðarsonar, David Hasselhoff sem prýddi skilaboðin frá Steffen. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur !


Margumræddi David, birtist í skilaboði Sigmars, sem kom að þessu, alla leið frá norður Þýskalandi, nánar tiltekið Hamborg.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Er ég nörd ?

Ég var að hugsa um í gær hversu mikill nörd ég væri og ég komst að óægilegri niðurstöðu, þ.e. að ég væri sennilega þónokkuð mikill njörður. Þegar ég er að tala um "nörd" þá er ég ekki að tala um tölvunörd, bílanörd eða lærdómsnörd, heldur bara hreinan "nörd", "nörd" sem hefur gaman af öðruvísi og ævintýralegum hlutum.

Við skulum líta á nokkur dæmi í þessu sambandi.

* Ég er búinn að lesa Hringadróttinssögu tvisvar og beið eftir myndunum í ofvæni.

* Ég var vonsvikin með með myndirnar að mörgu leiti.

* Ég hef einstaklega gaman af spili sem kallast "Magic, the gathering"

* Spilið gengur út á að tveir eða fleiri komi andstæðingum sínum á kné niður með "göldrum"

* Ungur að aldri byrjaði ég að spila snemma "Advanced dungeons and dragons", það er hlutverkaspil.

* Ég hef einstaklega gaman af hlutverkaspilum.

* Ég er ekki eins hrifinn af "Aski yggdrasil" íslenska hlutverkaspilinu.

* Ég er búinn að lesa allar Harry Potter bækurnar.

* Fyrstu fjórar las ég á íslensku.

* Seinna meir las ég allar á ensku.

* Ég var frekar spenntur yfir nýjustu bókinni og það tók mig ekki langan tíma að klára hana.

* Diablo var uppáhalds leikurinn minn um tíma

* Ég ásamt öðrum félögum mínum, bjuggum til smá hlutverkaleik upp úr Diablo.

* Bókin sem ég er að lesa núna heitir "Colour of magic", það segir sennilega allt sem segja þarf.

Ég gæti eflaust grafið upp meiri nördaiðjur sem ég hef gaman af en þetta er það helsta sem mér dettur í hug.

Spurningin er því sú;

Er ég nörd ?

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Ömurlegt !

Það er hreint út sagt ömurlegt að eldast svona og í því sambandi get ég bent á tvö dæmi sem komu fyrir mig nú fyrir skömmu.

Dæmi 1

Ég var staddur á Reykjavíkurflugvelli og var að versla mér flugsæti til Akureyrar með hoppi. Það var allt saman gott og blessað, nema hvað að konan í afgreiðslunni spurði einnar spurningar sem kom mér úr smá jafnvægi. "Ertu ekki örugglega undir 25 ára ?" Ég auðvitað gapti í svona fimm sekóndur þangað til að ég fattaði að ég þurfti að svara, "nei, ekki enn.." Ég var svo sleginn út af laginu að ég gat einu sinni ekki svarað með skætingi !

Dæmi 2

Mánudagurinn 29 águst 2005. Tuttuguogfjögurára afmælið mitt. Ég fékk engar gjafir, nema fyrir utan blómvönd sem ég fékk frá Elínu Brynjarsdóttur og Jóhönnu Fjólu. Ef það er ekki ömurlegt þá veit ég ekki hvað. Ef þetta er raunveruleikinn við að eldast, þá vil ég það ekki ! Hvar er dótið ? hvar er fjörið ? og fjandinn hirði blómin !

Það á að setja í lög að maður eigi minnsta kosti rétt á einni skemmtilegri gjöf á afmælisdaginn sinn, og blóm eru ekki leyfð fyrr en skemmtilega gjöfin sé kominn á hendurnar á afmælisbarninu, eingöngu til þess að forða frá vonbrigðum með daginn.

Og hana nú !

mánudagur, ágúst 29, 2005

"Minns langar í"

* Bókina "öld öfgana"
* Glænýjan bíl
* Pizzu (fékk reyndar í hádeginu)
* Knastás
* Tölvuorðabók
* Dverg í búri
* Góðan regnstakk
* Fallegt "mústash"
* Góðar hlífðarbuxur
* Peking önd

Fyrir áhugasama, þá getið þið sent gjafir á Brautarhól, 603 Akureyri, Ísland. Og afhverju ? nú af því að ég á "ammæli" í dag ! Ásamt öðrum góðum köppum.


Gleðipinninn Michael Jackson var mjög ánægður í dag, enda á félaginn afmæli. Hann var samt sár út í Sigmar í morgun því Sigmar hafði steingleymt því að þetta væri líka afmælisdagur Michaels. Líðan Michaels er eftir atvikum góð.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Ætli maður komist austur um helgina ?

Nýnemaskemmtun UNAK !

12:30 Mæting í Matsal á Sólborg, Fyrirtækjakynning og fleira
14:00 Mæting við Íslandsklukku, ávarp formanns FSHA
14:15 Rútur fara frá Sólborg í Kjarna/Hamra með nýnema
15:00 Þrautabraut hefst á Hömrum
17:00 Þrautabraut lokið, grill, söngur og gaman
17:45 Rútur fara frá Hömrum
21:00 Dagskrá Velgengnisviku nær hámarki. Keppni á milli deildarfélaga í hinum ýmsu þrautum og leikjum hefst á slaginu 21:30. Hvetjum því fólk til að mæta tímanlega til þess að koma sér í stellingar.
23:00 Nýnemaball í Sjallanum !

Er maður, maður í þetta ? Eða er það bara DVD í kvöld ???

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Aðeins af veðrinu...

Nú hef ég ekki talað um veðrið í há herrans tíð, enda er ég búinn að vera í burtu frá þessu veðravíti í hálft ár eða svo.

En nú langar mig að tala aðeins um veðrið, og þá ekki á góðu nótunum !

Þetta er alveg ferlegt ! 6 gráðu hiti í lok ágúst og í gær sá ég að það var komin föl á fjöllinn hér í firðinum fagra ! Þetta er bara ekki eðlilegt ! Nú held ég að veðurstofu menn verði að fara að taka sig á og koma með betri spár, enda er þetta ekki hægt að koma hingað heim og láta taka svona á móti sér. En ég hefði nú skilið þetta ef það væri seint í september, enda hefur sá mánuður ekkert skemmtilegt upp á að bjóða !

Guði sé lof að ég er ekki einn um þessa skoðun, heldur finn ég mikinn stuðning hjá ömmum mínum tveim, sem sleppa aldrei úr tækifæri að ræða þessi hjartans mál !

Og hana nú !

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Byrjar vel...

Nú er ég búinn að vera í háskóla í þrjá daga og á mínum þriðja háskóladegi er ég þunnur.

Það er bara að vona að framhaldið verði ekki svona, ég er einfaldlega bara ekki maður í þetta ! Aldurinn færist yfir mann og tuttugastaogfjórða aldursárið verður staðreynd á höfuðdaginn !


Sigmar kynntist töfrum pilsners Egils í gær og er ekki frá því að töfrarnir sitji aðeins í honum í dag líka...

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Svoldið sauðalegur...

Þá er maður víst byrjaður í Háskólanum á Akureyri og ég er búinn að komst að því að ég er jafn vitlaus og þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Það á eflaust eftir að taka sinn tíma að komast inn í allt "systemið" og átta sig á hlutunum, en samt ekki fyrr en eftir miklar vangaveltur og mikið klór í hausnum, sem hársvörðurinn má eginlega ekki við...

Aðeins að öðru...

mikið lifandis skelfing er skrýtið að skrifa á íslenskt lyklaborð eftir svona langan tíma í burtu, ég rak í rogastans núna eftir að ég komst að þ,æ,ö,ð,ó,á,í,ý og ú væru mér til boða núna, það fer kannski að skiljast það sem ég er að skrifa á þessa síðu, en bara kannski...

laugardagur, ágúst 20, 2005

Lofsöngur

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:/: Íslands þúsund ár, :/:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,

því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
:/: Íslands þúsund ár :/:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
:/: Íslands þúsund ár :/:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.



Kominn heim !

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Svo mikid ad gera...

Nu er thad komid a hreint ! Batteriin hja mer eru fullhladin eftir stutta dvol i Noregsriki. Eg get ekki sagt ad eg hafi gert mikid a medan dvol minni stod her i Oslo en arangurinn lætur ekki a ser sja, eg er uthvildur !

En fyrir ahugasama tha hef eg akvedid ad gera lista yfir thad helsta sem var gert i landi trolla og has verds...

* Sofid (kannski full mikid)
* Bordad (kannski full mikid)
* Horft a sjonvarp (sæmilega mikid)
* Lesid (klaradi eina bok og byrjadi a annarri)
* Verslad (Einn bol, buxur og tvær bækur)
* Grillad (fellur kannski undir at)
* Setid og rullad saman thumalputtunum minum (naudsynlegt i afsloppun)
* Borad i nefid (nadi ut tveim godum kogglum ut fyrir hadegi i dag)
* Talad norsku (naudsynlegt i Noregi)

Eins og sja ma tha hef eg nytt timann minn til hins ytrasta og eg atti jafnvel erfitt med ad koma fyrir pasum i thetta stranga plan sem var i gangi nuna i 4 daga.

Thad er bara ad vona ad Danmork bjodi upp a svipada skemmtun, tho svo ad eg efi thad storlega.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Stadreynd !

A for minni um alheiminn, tha hefur mer tekist ad snæda pølse (pylsu) i ollum hofudborgum nordurlandanna !

Geri adrir betur en thad !


Sviinn Petter Solberg Holmstad fylltist mikilli reidi eftir ad hann komst ad thvi ad Sigmar hefdi tekist ad snæda pylsu i ollum hofudborgum nordurlandanna, en thad hefur ætid verid langthradur draumur hja Petter, sem eingongu hefur tekist ad snæda pylsu i Stokkholmi, Oslo og Kaupmannahofn. Petter hefur tho skipulagt pilagrimsfor til Helsinki a næsta ari en i mai 2006 verdur hatidin "eina med steiktum og tomat" haldin hatidleg. Ekki er vitad hvenær Petter hyggst leggja leid sina til Islands.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Bara stundum, bara stundum...

Eg veit ekki med restina af ykkur, en eg a thad til med ad lida svona (bara stundum) thegar eg er ad vinna a tolvur en ATH bara stundum...

föstudagur, ágúst 12, 2005

Svithjod sucks !

Eg er farinn til Norge, thar sem alvoru vikingar eru !

Sex tima lestarferd um sveitir Svitjhodar og Noregs verda thvi stadreynd... En eg vona samt ad eitthvad komi fyrir, annad er varla haegt, midad vid hvernig ferdin hefur gengid hingad til.

Nu er bara ad bida og sja hvort eg endi ekki einhversstadar nordan vid heimsskautsbaug !

OG HANA NU !!!
"men jeg tror du har et motorcykel..."

Eftir ad hafa hugsad malin i svona 5 minotur, tha var akvedid ad yfirgefa rigninguna i Helsinki og skjotast yfir til Stokkholms, Og hana nu ! Thannig ad thegar thetta er ritad, tha er eg staddur a saenskri grundu.

En audvitad tokst mer ad koma mer i sma vandraedi adur en eg nadi nu ad komast i ferjuna til Svithjodar.

Thannig er med mal i vexti ad eg strunsadi nidra hofn i rok og rigningu og aetladi ad versla mer eitt stykki mida i ferjuna, ekkert mal hugsadi eg mer og tritladi ad naesta bas merktan Viking line( ATH eg er ad tala um bas eins bilabas, bas med lugu). Nu eg kom vid og gaf upp nafn og svoleidis og mer var sagt ad eg thurfti ad bida i sma stund eftir ad fa ad komast um bord. Mer thotti nu ekkert athugavert vid thad, thar sem eg var ekki med bokadan mida.

Thegar kemur loks ad mer, tha aetladi madurinn ad rukka mig um mordfjar fyrir einn mida, eda um 72 evrur i stad 42 sem eg hafdi tjekkad a adur. Eg spurdi svo sakleysislega afhverju hann vaeri ad rukka mig fyrir svo mikinn pening, tha sagdi hann ad thetta vaeri verdid fyrir motorhjol ! Eg rak up stor augu og sagdi svo "men, jeg har ingen motorcykel"

Tha var mer sagt thad ad thessi bas, eda bilaluga, vaeri eingongu fyrir farartaeki, sem eg hafdi nu ekki hugmynd um, en grunadi samt nu eitthvad pinulitid.

"Du skal nu sprinter til terminalen, fordi billethandling lukker op in 8 minutter" Sagdi thessi agaeti madur vid mig og mer var tha ekki til setunar bodid og hljop af stad med umthb 20 kg bakpoka a bakinu!

Sveittur og threyttur nadi eg loksins a leidarenda, daudstressadur um ad thad vaeri buid ad loka, en eg nadi einu stykki mida og strunsadi upp i ferjuna ! mer til gudslifandi anaegju !

Og her er nuna, i Sviariki i sol og sumaryl ! Takk fyrir thad !

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Hva ? er heimsmeistaramot ???

Jaeja, nu er madur staddur i Helsinki i agaetu yfirlaeti. Ad visu atti eg i sma basli med ad finna gistingu, thar sem islenski gaurinn hann Rognvaldur, let ekkert vita af ser.

Thad var svo ekki ad sokum ad spyrja ad einmitt thegar eg akvad ad skella mer til Helsinki, tha var eitt stykki heimsmeistaramot i gangi... Thannig ad thad var frekar snuid ad redda ser gistingu, en thad reddadist samt !

Ekkert farfuglaheimili var laust og thad var sama ad segja med odyru hotelin.

Thad var thvi brugdid a thad rad ad strunsa bolvandi i naestu utvistarvorubud og keypt eitt stykki tjald og brunad a tjaldsvaedid !

...En audvitad thurfti ad vera rok og rigning, eins og gloggir ithrottaahugamenn vita, einungis til ad gera lifid orlitid skemmtilegra !

Koma svo !!!

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

"Hann er nu ekki innistaedulaus thessi tekki"

Nu er madur a slodum fraegra knattspyrnu hetnja eins og t.d. Jans nokkurs Kollers og Patricks Bergers ef orfa daemi eru nu nefnd, en i thessu augnabliki er eg staddur i Prag i godu yfirlaeti med kaffi a kantinum.

Ekki get eg nu samt sagt ad eg hafi sed mikid af borginni sjalfri, thar sem eg tharf ad dusa a flugvellinum i nokkra tima adur en eg skrepp aftur heim til Lettlands, en i kvold og a morgun verda sidustu stundir minar thar. An efa verdur mikill soknudur af Lettlandinu goda en annad tekur nu vid, fyrst sma skrens um Nordurlondin og svo Haskolinn, uff !

Thad blundadi nu samt i mer ad setjast ad i Barcelona i sma tima en su hugmynd hvarf ur kollinum a mer um leid og eg villtist inn i vafasamt hverfi a rolti minu um borgina og var bodid kynlif fyrir litinn pening af sennilega einni su svortustu midaldra manneskju sem eg hef nokkurntiman sed !

Thannig ad eftir ad ganga half kjokrandi af hraedslu ut ur thessu skuggahverfi var akvedid ad Haskolinn a Akureyri vaeri bara alveg agaetis akvordun !

En nog um thad, Prag bidur ad heilsa !!!


Gridarleg fagnadarlaeti brutust ut i Prag i dag eftir ad fregnir barust um thad ad islendingurinn fljugandi, Sigmar Bondi, vaeri ad koma i baeinn. Skommu seinni, eftir ad stadfest var ad Sigmar kaemi ekki i borgina sjalfa brutust ut heiftarlegar oeirdir vidsvegar um Prag. Talid er ad 7 manns hafi ekki latist og enginn slasast alvarlega, ef ekki er talid med Tomaz Hrzskov, sem klemmdi sig a visifingri thegar hann var ad fara i vinnuna i morgun.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Viva la fiesta !

Jaeja, nu er namskeidinu lokid sem tok thatt i i Vilanova, Spani. 7 dagar og 7 party med folki vidsvegar ad ur evropu, thad gerist bara ekki betra en thad !

Nu tekur bara vid sma turista ferd til Barcelona og svo verdur farid heim til Lettlands og thar munu frekari ferdalog taka vid... Uff !

En bara svona rett til ad lata ykkur vita, tha er 37 stiga hiti her og thad kemur kannski ekki a ovart ad thad eru ekki kjoradstaedur fyrir skjannahvitan islending...

Donde es a la farmacia ? que ? Cervesa ? Por que no ? Me gusta galletas i grande caballo !

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Viva españia !

Vid erum ad tala um 30-35 stiga hita ! Ad visu sma thrumuvedur i gaer, en thad var bara gaman !

Eftir span er svo bara komid ad Riga, Tallinn, Helsinki, Stokkholmi, Oslo, Kaupmannahofn og svo Reykjavik. Eg laet Thorshofn i Faerejum i fridi i bili, adalega vegna thess hversu sveittar pizzurnar eru thar...

Annars er thad bara spurning dagsins;

ER GAMAN ???

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Brodir minn faer kaerar thakkir !!!

Jaeja, thad var nu ekki oll nott uti thott ad eg klikkadi all hressilega a thvi ad gefa krokkunum i vinnuni islenskst nammi, thvi eg hafdi annad betra i pokahorninu.

Thad vildi nefnilega svo vel til ad brodir minn hann Brynjar keypti ser karton af Winston longum, sigarettum i tollinum fyrir miskilning (sennilega vegna olvunar) og gat fyrir enga muni reykt thad tobak, hann skildi thvi tha kartonid eftir hja mer.

Ekki gat eg nu saett mig vid karton af thesslags tobaki heldur, en grunadi nu einhverja sem myndu prisa sig saela med slikan varning.

Thad var thvi brugdid a thann leik ad renna med kartonid i vinnuna og utdeila dyrindis amerisku tobaki a medal lydsins.

Krakkarnir voru mjog hressir med sigaretturnar, enda hofdu thau aldrei sed annad eins, langar winston sigarettur !

En theim var natturlega ekki til setunar bodid og theystu strax inn a klosett og kveiktu ser i thessu vaena tobaki med bros a vor og sugu eins og thau gatu !

Thad er gaman ad getad hjalpad !

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Nammi...

Enn aftur verd eg ad bolva thessari svokalladri fjolskyldu minni sem kom og heimsotti mig nu fyrir skommu. Ekki nog med thad ad keyra mig algjorlega ut, tha skyldu thessi grey eftir heilan helling af islenski nammi !

Thad er ekki ad spyrja ad thvi ad eftir sma smakk tha oppnadist flodgattinn og allt gotteriid, sem eg aetladi nu aldeilis ad fara med a heimilid, hvarf med thvi sama og uppi sit eg med magaverki og skitu.

Og greyid bornin i Lettlandi fa aldrei ad smakka Bingo kulur, Appolo lakkris, venjulegar kulur, Villikott, Sirius sukkuladi, Draum, Ris ne Freyju karamellur og Mondlur, thvi graduga svinid fra Islandi tok sig og klaradi allt !

Og hana nu !!!