föstudagur, febrúar 04, 2005

Síðasti síðasti dagurinn

Jæja, nú er komið að því. Langþráður draumur vinnufélaga minna hjá Flugfélagi Íslands á Egilsstöðum er orðinn að veruleika.
Í dag föstudag 4 febrúar á því herrans ári 2005 er komið að síðasta síðasta degi mínum í vinnu hjá Flugfélagi Íslands. Ég er þegar búinn að hætta einu sinni áður, en ég held að ég hætti ekki í þriðja skiptið.

Ekki nóg með það að vera að hætta hjá Flugfélaginu, því ég hætti líka hjá RÚV seinna í dag. Ekki amalegt það að ná að klára tvær vinnur á einum og sama deginum.


En ég held að rampurinn á Egilsstaðaflugvelli verði tómlegur þegar ég verð farinn.

"Segi það og skrifa, Hættur !!!"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli