laugardagur, ágúst 21, 2004

Kex...

Hvað er kex ? hver er munur kexs og smákökurs ? Hvenær urðu menn kexruglaðir ? Er kex afleiðing alþjóðavæðingar heimsins ? Eru smákökurnar að víkja undan fjöldaframleiddu erlendu kexi ? Hvernig túlkar maður kex ?

...eða smákökur.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ný og bætt heimasíða !

Nú í dag 19 ágúst 2004 hefur heimasíðan www.landmandinn.blogspot.com verið uppfærð sem um munar ! Nýr tengill hefur bæst í safni á þessar stórmagnaðri síðu og mun það vera hún Þórey Kristín Þórisdóttir, a.k.a. Þórey Eskfirðingur, a.k.a. bumbey, a.k.a. Superwoman. Þórey þekki ég frá mínum yngri árum í menntaskólanum á Egilsstöðum. Sú þekking var bara af hinu góða og gaman var að hitta hana aftur á internetinu.
Hlekkurinn á síðuna er http://bumbey.blogdrive.com/ Þessar rótæku breytingar á síðunni koma í kjölfar sigurs íslendinga á ítölum í vináttulandsleik í knattspyrnu miðvikudaginn 18 ágúst 2004. Vanaföstum fastagestum er beðið velvirðingar á þessu umbroti á síðunni og eru beðnir um að leita ekki á slóðir annara dagbókarsmiða á internetinu.



Þórey Kristín eskfirðingur á góðri stundu á internetinu.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

fögnum þynnkudeginum mikla !

Í dag 15 ágúst 2004 er alþjóðlegur þynnkudagur í alheiminum. Vil ég þá hvetja sem flesta að taka þátt og skemmta sér saman í þynnkunni í dag. Lengi lifi þynnkan !


Reyðfirðingurinn Baldur Smári Sæmundsson sagði við mig í samtali í dag að hann ætlaði að halda daginn hátíðlegan með miklu pompi og prakt. Eins og sést þá er Baldur einstaklega þunnur í dag.