föstudagur, september 02, 2005

Góður vinur !

Steffen þýski, félagi minn frá Hamburg sem ég kynntist út í Lettlandi er góður félagi. Haldið þið ekki að ég hafi fengið póst frá félaganum, sem innhélt eingöngu texta á borð við "úúúu jeeee" og svo mynd af ennþá betri félaga, sem okkur var nú tíðrætt á mörkum hins byggilega heims í Lettlandi. Það var enginn annar en nafni Davíðs Þórs Sigurðarsonar, David Hasselhoff sem prýddi skilaboðin frá Steffen. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur !


Margumræddi David, birtist í skilaboði Sigmars, sem kom að þessu, alla leið frá norður Þýskalandi, nánar tiltekið Hamborg.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Er ég nörd ?

Ég var að hugsa um í gær hversu mikill nörd ég væri og ég komst að óægilegri niðurstöðu, þ.e. að ég væri sennilega þónokkuð mikill njörður. Þegar ég er að tala um "nörd" þá er ég ekki að tala um tölvunörd, bílanörd eða lærdómsnörd, heldur bara hreinan "nörd", "nörd" sem hefur gaman af öðruvísi og ævintýralegum hlutum.

Við skulum líta á nokkur dæmi í þessu sambandi.

* Ég er búinn að lesa Hringadróttinssögu tvisvar og beið eftir myndunum í ofvæni.

* Ég var vonsvikin með með myndirnar að mörgu leiti.

* Ég hef einstaklega gaman af spili sem kallast "Magic, the gathering"

* Spilið gengur út á að tveir eða fleiri komi andstæðingum sínum á kné niður með "göldrum"

* Ungur að aldri byrjaði ég að spila snemma "Advanced dungeons and dragons", það er hlutverkaspil.

* Ég hef einstaklega gaman af hlutverkaspilum.

* Ég er ekki eins hrifinn af "Aski yggdrasil" íslenska hlutverkaspilinu.

* Ég er búinn að lesa allar Harry Potter bækurnar.

* Fyrstu fjórar las ég á íslensku.

* Seinna meir las ég allar á ensku.

* Ég var frekar spenntur yfir nýjustu bókinni og það tók mig ekki langan tíma að klára hana.

* Diablo var uppáhalds leikurinn minn um tíma

* Ég ásamt öðrum félögum mínum, bjuggum til smá hlutverkaleik upp úr Diablo.

* Bókin sem ég er að lesa núna heitir "Colour of magic", það segir sennilega allt sem segja þarf.

Ég gæti eflaust grafið upp meiri nördaiðjur sem ég hef gaman af en þetta er það helsta sem mér dettur í hug.

Spurningin er því sú;

Er ég nörd ?

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Ömurlegt !

Það er hreint út sagt ömurlegt að eldast svona og í því sambandi get ég bent á tvö dæmi sem komu fyrir mig nú fyrir skömmu.

Dæmi 1

Ég var staddur á Reykjavíkurflugvelli og var að versla mér flugsæti til Akureyrar með hoppi. Það var allt saman gott og blessað, nema hvað að konan í afgreiðslunni spurði einnar spurningar sem kom mér úr smá jafnvægi. "Ertu ekki örugglega undir 25 ára ?" Ég auðvitað gapti í svona fimm sekóndur þangað til að ég fattaði að ég þurfti að svara, "nei, ekki enn.." Ég var svo sleginn út af laginu að ég gat einu sinni ekki svarað með skætingi !

Dæmi 2

Mánudagurinn 29 águst 2005. Tuttuguogfjögurára afmælið mitt. Ég fékk engar gjafir, nema fyrir utan blómvönd sem ég fékk frá Elínu Brynjarsdóttur og Jóhönnu Fjólu. Ef það er ekki ömurlegt þá veit ég ekki hvað. Ef þetta er raunveruleikinn við að eldast, þá vil ég það ekki ! Hvar er dótið ? hvar er fjörið ? og fjandinn hirði blómin !

Það á að setja í lög að maður eigi minnsta kosti rétt á einni skemmtilegri gjöf á afmælisdaginn sinn, og blóm eru ekki leyfð fyrr en skemmtilega gjöfin sé kominn á hendurnar á afmælisbarninu, eingöngu til þess að forða frá vonbrigðum með daginn.

Og hana nú !

mánudagur, ágúst 29, 2005

"Minns langar í"

* Bókina "öld öfgana"
* Glænýjan bíl
* Pizzu (fékk reyndar í hádeginu)
* Knastás
* Tölvuorðabók
* Dverg í búri
* Góðan regnstakk
* Fallegt "mústash"
* Góðar hlífðarbuxur
* Peking önd

Fyrir áhugasama, þá getið þið sent gjafir á Brautarhól, 603 Akureyri, Ísland. Og afhverju ? nú af því að ég á "ammæli" í dag ! Ásamt öðrum góðum köppum.


Gleðipinninn Michael Jackson var mjög ánægður í dag, enda á félaginn afmæli. Hann var samt sár út í Sigmar í morgun því Sigmar hafði steingleymt því að þetta væri líka afmælisdagur Michaels. Líðan Michaels er eftir atvikum góð.