föstudagur, ágúst 26, 2005

Ætli maður komist austur um helgina ?

Nýnemaskemmtun UNAK !

12:30 Mæting í Matsal á Sólborg, Fyrirtækjakynning og fleira
14:00 Mæting við Íslandsklukku, ávarp formanns FSHA
14:15 Rútur fara frá Sólborg í Kjarna/Hamra með nýnema
15:00 Þrautabraut hefst á Hömrum
17:00 Þrautabraut lokið, grill, söngur og gaman
17:45 Rútur fara frá Hömrum
21:00 Dagskrá Velgengnisviku nær hámarki. Keppni á milli deildarfélaga í hinum ýmsu þrautum og leikjum hefst á slaginu 21:30. Hvetjum því fólk til að mæta tímanlega til þess að koma sér í stellingar.
23:00 Nýnemaball í Sjallanum !

Er maður, maður í þetta ? Eða er það bara DVD í kvöld ???

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Aðeins af veðrinu...

Nú hef ég ekki talað um veðrið í há herrans tíð, enda er ég búinn að vera í burtu frá þessu veðravíti í hálft ár eða svo.

En nú langar mig að tala aðeins um veðrið, og þá ekki á góðu nótunum !

Þetta er alveg ferlegt ! 6 gráðu hiti í lok ágúst og í gær sá ég að það var komin föl á fjöllinn hér í firðinum fagra ! Þetta er bara ekki eðlilegt ! Nú held ég að veðurstofu menn verði að fara að taka sig á og koma með betri spár, enda er þetta ekki hægt að koma hingað heim og láta taka svona á móti sér. En ég hefði nú skilið þetta ef það væri seint í september, enda hefur sá mánuður ekkert skemmtilegt upp á að bjóða !

Guði sé lof að ég er ekki einn um þessa skoðun, heldur finn ég mikinn stuðning hjá ömmum mínum tveim, sem sleppa aldrei úr tækifæri að ræða þessi hjartans mál !

Og hana nú !

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Byrjar vel...

Nú er ég búinn að vera í háskóla í þrjá daga og á mínum þriðja háskóladegi er ég þunnur.

Það er bara að vona að framhaldið verði ekki svona, ég er einfaldlega bara ekki maður í þetta ! Aldurinn færist yfir mann og tuttugastaogfjórða aldursárið verður staðreynd á höfuðdaginn !


Sigmar kynntist töfrum pilsners Egils í gær og er ekki frá því að töfrarnir sitji aðeins í honum í dag líka...

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Svoldið sauðalegur...

Þá er maður víst byrjaður í Háskólanum á Akureyri og ég er búinn að komst að því að ég er jafn vitlaus og þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Það á eflaust eftir að taka sinn tíma að komast inn í allt "systemið" og átta sig á hlutunum, en samt ekki fyrr en eftir miklar vangaveltur og mikið klór í hausnum, sem hársvörðurinn má eginlega ekki við...

Aðeins að öðru...

mikið lifandis skelfing er skrýtið að skrifa á íslenskt lyklaborð eftir svona langan tíma í burtu, ég rak í rogastans núna eftir að ég komst að þ,æ,ö,ð,ó,á,í,ý og ú væru mér til boða núna, það fer kannski að skiljast það sem ég er að skrifa á þessa síðu, en bara kannski...