sunnudagur, mars 25, 2007

Skoðun

Það er mikilvægt hvað margir eru farnir að hafa skoðun á alls konar hlutum sem eru í frétttum í dag. Með tilkomu MoggaBloggsins þá virðist allir sem hafa einhvern aðgang að interneti hafa einhverja skoðun á þjóðfélagsmálunum sem eru í gangi hverju sinni.

Það er að vísu allt gott og blessað allt saman en öllu má nú ofgera.

Þegar fólk er farið að hafa sterka skoðun á hvort það sé einungis einn sundlaugavörður í sundlauginni á Ísafirði, fólk sem býr ekki einu sinni á staðnum, þá finnst mér þetta orðið of mikið.

Ef ekki er hægt að blogga án þess að vitna í einhverjar fréttir þá á viðkomandi ekkert að vera að blogga ef hann hefur nú ekkert merkilegra til málanna að leggja en fjölda sundlaugavarða á Ísafirði.

Mér þótti í fyrstu svolítið gaman að fylgjast með skoðun fólks á þeim fréttum sem birtust á mbl.is, en núna þá er ég steinhættur því.

Allar þessar skoðanir eru ekkert nema tuð og væl. Það er allt að, ekkert er nógu gott og allt er ömurlegt. Mér þykir ekki gaman að hlusta á tuð og væl, hvað þá að lesa slíkt.

Ég er að vísu kannski að taka full stórt upp í mig, þar sem þessi pistill er í nokkrum vælandi tón, eins og sumar færslur sem ég skrifa. En öllu má nú ofgera.

Allir mega hafa skoðun á "hlutunum" og allir mega tala um þá og skrifa, það er hluti af því að búa í lýðræðisríki sem eru í raun forréttindi. En í guðanna bænum minnkið aðeins þetta moggabloggsvæl. Heimurinn er ekkert svo slæmur eftir allt saman, ég trúi því að stjórnmálafólk allstaðar í landinu sé virkilega að reyna að gera allt sitt besta til þess að gera landið okkar enn betra og betra.


Al Omar Alhafa hefur skoðun á mörgum málum en lætur ekki vandamál Ísfirðinga á sig fá. Al Omar hefur stærri mál á sinni könnu til þess að hugsa um.