laugardagur, desember 30, 2006

Akureyri eða Írak

Svo virðist sem að ástandið hér í bæ um þessar mundir sé mjög svipað og á slóðum stríðshrjáðra svæða annars staðar í heiminum.

Mér er búið að bregða þónokkrum sinnum við sprengingar í námunda við gil Drekans.

Ég held að manni myndi nú ekki mikið bregða þó svo að borgarastyrjöld myndi bresta á hér á Íslandi. Það væri bara eins og að búa við stöðug áramót.


Þó svo að nokkrar sprengingar hafi orðið við blokkina í Drekagili upp á síðkastið, þá hefur að vísu engin náð svipuðum krafti eins og þessi á myndinni. Það er bara að vona að svo verði ekki.

föstudagur, desember 29, 2006

Peningaþvottur

Eftir langa leit af veskinu mínu þá hafði ég ákveðið að gefast upp, enda var veskið hvergi inn í íbúð Bóndans og læksins.

Þegar ég var búinn að sætta mig nokkurnveginn við að finna ekki veskið, enda ekki mikið að finna í Star Wars veskinu mínu. Það er meira að segja búið að loka vísa frænda fyrir mér þannig ekki var eftir miklu að slægjast í veskinu bláa.

Skömmu seinna þá tók ég eftir að þvottavélin var búin að þvo skítugar nærbuxurnar mínar og sokka, sem og einar bláar gallabuxur sem fengu að fljóta með.

Og viti menn, um leið og ég opnaði vélina, þá datt Sith og Obi Wan Kenobi peningaveski út úr vélinni, mér til mikillar ánægju.

Þúsund kallinn sem var í veskinu var orðinn tandurhreinn og flottur eftir meðferðina, enda ekki á hverjum degi sem maður stendur í smá peningaþvætti.

Það er ekki á hverjum degi sem peningaþvottur á sér stað á þriðju hæð Drekagils 21.

fimmtudagur, desember 28, 2006

Úlfur í sauðagæruÞað ætti að vera varúðarmerking á þessum djöflum sem segir að ofneysla öls gæti leitt til mikillar vanlíðanar daginn eftir.

þriðjudagur, desember 26, 2006

Gleðileg jól !


Sigmar Bóndi og Angelica Jolie óska landsmönnum gleðilegra jóla