laugardagur, febrúar 25, 2006

Ofurhress !

Eftir vísindaferð í KB-banka og heimsókn upp á níundu hæð í Tröllaborgum, þá var ákveðið að koma við á Kaffi Akureyri og þetta varð niðurstaðan.

Eins og sjá má á þessari mynd þá var ég í mjög svo góðum gír.

Því miður þá var ástandið ekki eins gott í dag.

Ég er ekki ennþá búinn að fatta að Vískí og bjór fara ekki voðalega vel saman... sérstaklega ef ofneysla slíkra drykkja á sér stað.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Til Hamingju Eva (og Ísland)

Í dag er ungfrú (tilvonandi frú) Eva Beekman tuttugu og tveggja ára gömul !

Vil ég nota tækifærið og óska þessari elsku til hamingju með afmælið en hún er einmitt núna stödd í Tælandi að gera einhvern fjandan af sér, eitthvað sem engum sögum fer af... sem er kannski best.

Þeim sem langar að senda Evu hamingjuóskir er bent á heimsreisuheimasíðu Heru, Evu og Rögnu, www.blog.central.is/heimsreisan


Eva er væntanlega glöð yfir þessum stórviðburði og hyggst væntanlega halda upp hann að tælensk/íslenskum sið. Nú er bara að senda hlýja strauma til hennar jafnvel þó svo að það sé um 30 stiga hiti í Tælandi í augnablikinu.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Smá pælingar...

* Ætli það sé mikið brax að búa í Brasilíu ?
* Ætli það sé mikið af litum í Litháen ?
* Ætli það sé mikið að bandi í Bandaríkjunum ?
* Ætli það sé mikið af eistum í Eistlandi ?
* Ætli það séu alltaf páskar á Páskaeyjum ?
* Ætli það séu mikið af hondum í Hondúras ?

Ég var bara svona að spá í þessu, sérstaklega í ljósi þess að það sé ekki mikið af ís á Íslandi. Spurning hvort aðrar þjóðir standi undir nafni?

mánudagur, febrúar 20, 2006

Dans Sigmar !

Þá er það komið á hreint, ég, Sigmar Bóndi Arnarsson er með tvo vinstri fætur.

Eftir eins og hálfs tíma langa dans stund upp í Háskóla þá var komist að þessari stórmerkilegu niðurstöðu.

Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega enda hef ég alltaf haft lúmskt gaman af dansi en því miður ekki ræktað áhuga minn nægilega mikið. Aðal vandamálið varðandi dansinn var að gera eitthvað tvennt í einu. Ég er ekki alveg að ná að hugsa og hreyfa leggina rétt um leið.

Ég er bara hissa að ég hafi ekki bara hnigið niður við þessa áreynslu á huga og líkama.

En maður má ekki láta deigan síga, heldur mæta í næsta tíma þrátt fyrir harðvítugleg mótmæli meðdansara og sýna þeim hvað býr í drengnum !

Vínarpolka, vals og ræl !
Áfram Þristur !

Ég var að falla í mínu fyrsta prófi í Háskólanum á Akureyri í lífi mínu. Ég var í tölvuprófi í stærðfræði þar sem einungis 19% í áfanganum náðu. Ég var því miður ekki þar. Mér til mikillar gleði þá tók ég eftir því að ástæðan fyrir því að ég féll var einungis klaufalegs eðlis, því ég hafði gert eina pínu ponsu villu í byrjun sem hafði áhrif á allt prófið.

Ég endaði því með forlátan þrist í einkunn og ætla því að fagna því með neyslu eins slíks núna á eftir !

Svo er maður ekki í vafa um það að Ungmennafélagið mitt verði ánægt með mig, því ekkert er betra en að standa undir nafni.