laugardagur, janúar 08, 2005

Catan landnemar


Ég var að kynnast frábæru spili í gær, Catan landnemar. Þetta er hreint og beint geggjað spil, þar að segja ef þú ert nörd, eins og hitt sjálfið mitt. Þetta er borðspil í anda civilisation og þú átt að byggja borgir, vegi og þróast yfir í að verða konungur alheimsins í spilinu. Það er skemmst frá því að segja að við tókum þrjú spil í gær og ég vann tvisvar, sem þýðir að ég er bestur í öllum alheiminum.

kv Sigmar Catan kóngur.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Lettlandsstuð

Nú er maður víst á leiðinni til Lettlands í hálft ár.

Úff

Maður er svona beggja blands, en það er ekki spurning að maður fari, því annars sér maður eftir þessu allt sitt líf. Ég er nú hræddur um það.