laugardagur, apríl 12, 2003

kumpána kvöld...

í dag eða í kvöld er kumpánakvöld. Í tilefni þess ætla ég að vera mjög sniðugur og setja inn brandara sem ég heyrði í gær. Það var hann Stefán Óðalsbóndi sem var svo góður að kæta mig með honum, þannig að ég ætla að kæta alþjóð og tileinka Stefáni heiðurinn.

Einu sini var maður sem gekk inn í gæludýrabúð.
Félaginn gekk upp að afgreiðsluborðinu og sagði "heyrðu... ég ætla að fá eitt klósett hjá þér".
Þá sagði afgreiðslumaðurinn "því miður þá seljum við bara klær í stykkjatali"
"Nú" sagði maðurinn "en hvernig klær eigið þið þá ?"
Þá sagði afgreiðslumaðurinn "hérna... við eigum bara klær af salerni..."

Takk fyrir það og vonandi er brandarinn nógu vel uppsettur, þannig að sem flestir geti notið hans. Ostaveisla Dauðans !

í kvöld...

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Ich habe keina zeit...

Ég verð bara að blogga, það er svo langt síðan að ég gerði það. Var að vinna, er búinn, hef varla tíma til að blogga, geri það samt, fór á framboðsfund, Gunnar er að Downloada og ég var með leikna auglýsingu í svæðisútvarpinu í gær. Þannig að það er greinilegt að ég hef nóg fyrir stafni. Ég lofa að gera betur næst

...afsakið hvernig ég læt.

(rímar)

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Þriðjudags fjör...

Vaknaði í "morgunn" alveg endurnærður eftir helgina. Var hálfslappur ennþá á mánudeginum eftir erfiða törn síðustu þrjá daga (fim. fös. lau.). Þannig að mér leið eins og ég gæti tekist á við vandamál heimsins án nokkurra vandræða. En síðan þegar líður á daginn þá verð ég bara þreyttur og nenni ekki svona veseni eins og að takast á við heiminn. Það er bara best að bíða fram á kvöld og fara svo í handbolta. Það er bara vonandi að enginn skjóti í augað á mér aftur.

...er kosta kjör

mánudagur, apríl 07, 2003

Núna ertu hjá mér...

Ég var að hlusta á lagið "Draumur um Nínu" og fann, eftir því hve lagið stigmagnaðist, hversu mikið einmannaleikinn hrundi svoleiðis yfir mig, ég var bókstaflega kominn með tárin í augun. Þetta er magnað lag. Annars líður mér ágætlega, átti fína helgi (dálítið slappur eftir hana að vísu), var að klára Þykkmjólk með karamellubragði (sem bragðaðist mjög vel) og er að klippa saman Samfés þátt, sem að þessu sinni verður sendur út frá Hornafirði. Annars er lítið að frétta, helgin var tíðindamikil og skemmtileg en það er svo sem ekki frásögum færandi. kannski seinna

...Nína