þriðjudagur, september 19, 2006

Vonbrigði

Þegar ég kom niður í hjólageymslu í morgun þá varð ég fyrir miklum og óvæntum vonbrigðum.

Ég hafði hugsað mér að bruna niður í skóla á öðru hundraðinu, sem tekur öllu jafna um tvær mínótur, og mæta í tíma á réttum tíma en allt kom fyrir ekki.

Minn kæri Bronco var frekar loftlaus að framan við fyrstu sýn og við nánari athugun þá var hann punkteraður !

Ég þurfti sum sé að ganga með sárt ennið í skólann á meðan aðrir fræknir hjólreiðakappar brunuðu framúr mér, rígmontnir.


Bronco-inn stóðst ekki væntingar hjólreiðakappa þennan morgun.
Lestur

ÚFF !

Það er alltof mikið að lesa í skólanum þessa dagana, maður hefur varla tíma til þess að glápa á sjónvarpið eða kíkja í kaffi til ættingja.

Er þá ekki málið að dröslast í gegnum lesturinn svo maður geti slappað örlítið af ?

Illu er svo sannarlega best af lokið.


Bókastaflinn á myndinni er svipaður þeim sem Sigmar þarf að komast yfir. Staflarnir hafa einnig það sameiginlegt að vera á enskri tungu.