fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég er ekki að nenna þessu...

Það er alveg merkilegt hvað ég er latur núna. Ég er núna í þeim gírnum að nenna bara að sitja heima og lesa en ekki að gera neitt annað.

Það er pínu vandamál því ég þarf að skila inn skýrslu á morgunn og svo að byrja á ritgerð bráðum.

Best væri bara ef ég gæti bara setið og lesið og tengt mig við tölvu og skilað inn upplýsingunum sem koma inn um leið og ég les.

Það er leiðinlegt að þurfa að skila inn einhverju um það sem maður hefur lesið um.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Prófatími...

Það er alveg merkilegt hvað ég er rólegur yfir prófunun núna, allt að fara að gerast og mér finnst að ég hafi allan tímann í heiminum.

Spurning hvort maður bregði sér ekki í bíó í kvöld ?

Það verður annaðhvort bíó eða skýrslugerð í aðferðarfræði. Báðir kostirnir hljóma vel en ég held að skýrslugerðin verði fyrir valinu.

mánudagur, apríl 03, 2006

Tíminn líður

Það er merkilegt hvað tíminn líður hratt á næturvöktum þegar maður er að gera bókstaflega ekki neitt.

Lærdómurinn hefur samt eitthvað látið á sér standa yfir helgina þrátt fyrir að nægur tími hefur verið fyrir stafni.

Ég læri samt heilann helling. Til dæmis þá tók ég eftir því að það byrjar að birta hérna á Akureyri upp úr fimm ! Merkilegt nokk.
Á internetinu er þetta helst

Var að finna frétt um mig á internetinu fyrir algjöra tilviljun. Mér leiddist pínu á næturvakt og hafði nákvæmlega ekkert að gera, þannig að ég sló inn nafnið mitt á google.com til að forvitnast um afdrep mín á internetinu. Mér til mikillar skemmtunar þá fann ég þessa frétt á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri. Ekki skemmdi það fyrir að yfirvaraskeggið fékk að njóta sín á internetinu, því mynd var látin fylgja með fréttinni.


Hér sést Sigmar ásamt Önnu Lúðvíksdóttur á góðri stund í kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Nýr hlekkur

Eftir að hafa verið kosinn bloggari mars mánaðar, fyndnastur og svo ljúfastur á menningarvef Stellu Kristjánsdóttur Beekman, þá hef ég ákveðið að launa frúnni með einu stykki hlekk yfir á síðuna hennar. Hún á það vel skilið, enda sú eina sem heldur úti vef af systrunum fjórum en Stella er sú yngsta í röðinni og jafnframt sú tæknivæddasta.

Njótið vel.


Stella hefur getið gott orð á sér á internetinu í gegnum árin, því er kominn tími á að hún njóti hylli almennings. Myndin er tekin af gaganskrá Lögreglunnar í Reykjavík.
Fyndið