fimmtudagur, október 06, 2005

Takk fyrir mig !

Mig langar að nota tækifærið hér á þessum vefmiðli og þakka heremy.com kærlega fyrir gott samstarf í gegnum tíðina, en nú eru þeir hættir rekstri.

Fyrir þá sem ekki vita þá var heremy.com frítt net-myndaalbúm.

Nú þarf maður að fara að leita sér að öðru slíku. Á meðan verður síðan örlítið hrá, en dyggir lesendur láta það varla á sig fá.

En leitin hefst ekki alveg strax, því ég á eftir að ganga frá samningum við Íslenska Útvarpsfélagið um sýningarrétt á þáttaröðina um leitina að hinu rétta net-myndaalbúmi.

Svo er ég líka að fara í próf og fullt af verkefnum eru framundan, þannig að það er sennilega best að fara heim og leggja sig aðeins fyrir komandi átök.

miðvikudagur, október 05, 2005

Góð þjónusta !

Eftir áralanga dvöl í hinum ýmsum skólum landsins þá stendur mér loksins til boða að nýta mér þjónustu gangbrautarvarða. Þannig að nú, þegar ég er að fara í skólann, galvaskur, þá þarf mamma ekkert að hafa áhyggjur af mér í umferðinni á morgnana.

Þetta setur óneitanlega skemmtilegan svip á skólferðirnar á morgnana, því hvorki fleiri né færri en tveir hressir gangbrautarverðir bjóða mér góðan daginn með bros á vör sem leiðir af því að ég fer hjólandi sæll og glaður upp í skóla, dagurinn gæti bara ekki byrjað betur !

Mikið er ég feginn að borga útsvarið mitt til Akureyrarveldissins, þó lítið sé í augnablikinu.

mánudagur, október 03, 2005

Dominos veldið á barmi gjaldþrots ?

Í gær keypti ég mér pitsu hjá Dominos og fyrir valinu varð 12" Dominos pepperoni á 1610 krónur. Ég borgaði með 5010 krónum og fékk 4600 tilbaka. Sem skítseyði þá þagði ég um þessi mistök afgreiðslumannsins.

En auðvitað kemur svona lagað alltaf manni um koll, því ég er búinn að týna veskinu mínu, sem inniheldur 4000 íslenskar krónur og 500 norskar.

Það borgar sig sum sé að vera heiðarlegur !