laugardagur, janúar 13, 2007

Laugardagar

Það er alveg merkilegt hvað það getur verið erfitt að læra á Laugardögum. Allt annað virðist vera skemmtilegra en verkefnavinna á þessum dögum, meira að segja leikir á www.leikjanet.is sem eru að öllu jafna alveg hundleiðinlegir virðast vera frekar spennó.

Það er samt spurning hvort þetta eigi við alla daga en þetta er sérstaklega áberandi á laugardögum.

föstudagur, janúar 12, 2007

Kominn í óttann

Eftir mikið stapp og streð þá komumst við Eva lækur loksins suður. Nú er bara spurning hvað maður á að gera. Þar sem ég er auralaus þá hafa möguleikar til aðgerða minkað mikið. En það má samt alltaf bralla eitthvað skemmtilegt sem kostar lítið eða ekki neitt. Eins og til dæmis að:

* Fara í heimsókn til vina og ættingja og heimta kaffi. Það er ódýrara og skemmtilegra en kaffihús

* Fara niður á Hlemm og skoða rónana. Bara svona til að minna mann á hversu gott það er fyrir norðan.

* Fara á rúntinn í strætó. Hentar vel eftir skoðunarferðina á Hlemmi.

* Horfa á sjónvarpið. Það er alltaf gaman að bera saman sjónvarpsefnið fyrir sunnan og fyrir norðan, sérstaklega Rúv, Skjá einn og Sirkus.

* Rölta laugaveginn og virða fyrir sér liðinu sem gengur þar um og hugsa um að maður sjálfur sé eina eðlilega manneskjan þar á ferð.

* Skoða búðarglugga á Laugaveginum og velta fyrir sér hvað það fæst mikið drasl þar sem maður þarfnast alls ekki en langar samt í. Gott að gera það samhliða liðnum hér fyrir ofan.

* Fara að læra. Sérstaklega vegna þess að maður tók skólabækurnar með sér suður.Sigmar og Eva láta vel um sig fara á Grettisgötunni í Reykjavík. Nú er bara spurning hvað skal hafa fyrir stafni á meðan sunnan ferðinni stendur.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Aldrei fór ég suður...

Humgyndin hjá okkur skötuhjúunum er víst að fara suður um helgina og heimsækja nýjasta meðlim fjölskyldunnar hennar Evu læks. Það er svo sem allt gott og blessað nema hvað ég er hræddur um að það muni lengjast eitthvað úr ferðinni.

Satt best að segja þá hef ég ekki hugmynd hvað maður á að gera fyrir sunnan nema auðvitað að hitta Helenu litlu Beekman Sigmarsdóttur og svo auðvitað að eyða peningum.

Allavegana þá er búið að panta flugfar heim en ekki farið suður. Satt best að segja þá þótti mér betra að gera það. Það er alltaf ákveðinn léttir að vita það að maður komist aftur heim í fjörðinn fagra.


Sigmar og Eva eiga bókað far frá borg óttans en það er óljóst hvernig þau munu fara þangað.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Sögur úr vinnunni

Eftirfarandi samtal átti sér stað í vinnuni í gær:

"Simmi, hvenær eigum við að fara til Frakklands ?"

Ég: "þegar þú ert búinn að panta miðana"

"Eigum við að fara á morgun ?"

Ég: "Ef þú ert búinn að panta miðana, þá skulum við fara"

"ókey, þá ætla ég að panta miðana núna. Hvað er númerið sem maður pantar miðana ?"

Ég: "ég veit það ekki"

"oh, ekki ég heldur"

Ég: "þá förum við ekki mikið til Frakklands á morgun"

"hgjáá..."


Nú er bara að vona að "vinnufélaginn" finni númerið svo ég getir nú slappað smá af í Frakklandi.

sunnudagur, janúar 07, 2007

Get ekki sofnað !


Mig langar til þess að fara að grenja !!!