laugardagur, október 02, 2004

Norður...

Nú er maður kominn norður yfir heiðar. Maður er heima hjá mömmu sín og er að bíða eftir matnum, sem samanstendur af norðlensku lambi sem hefur endað daga sína til þess að uppfylla þarfir mínar. Ég þakka mömmu lambsins kærlega fyrir.

Svo er það bara veruleikinn á morgun, heima í kjallaranum á Egilsstöðum, í lærdóminn. Ekki slæm skipti það.

...en ekki niður, samkvæmt kortinu !

föstudagur, október 01, 2004

Alheimslesendur.

Ég hef tekið eftir því að það eru um tíu manns sem skoða síðuna daglega. Tel ég vera þetta vera sama hóp og hefur ritað nafn sitt í gestabókina mín, en sá hópur telur um ellefu manns. Vil ég þakka þeim fastagestum sem heimsækja síðuna daglega, kærlega fyrir og hvetja þá til að lesa áfram um ævintýri mín á internetinu og alheiminum.

Ekki væri verra ef þig mynduð nú bera út boðskap minn um gjörvalla jörðu, svo lesendur hér á Íslandi sem og í Zimbabwe gætu notið fróðleiks minns um líf tæknitrölla í veröld þessari sem við lifum í.

fimmtudagur, september 30, 2004

Tannlæknir, taka 2.

Úff, já úff. Ég er víst að fara aftur til tannlæknis núna í dag og láta gera við eina "skemmd" sem að hann segir að sé til staðar. Það merkilega var að ég var ekki boðaður fyrr en eftir að samsæriskenningin mín um FÓTA (félag óprúttina tannlækna alheimssins) birtist á internetinu. Er þetta eingöngu tilviljun ? eða er verið að fylgjast með manni ?

Ég verð samt að segja að ég er svolítið skelkaður við að fara aftur til tannsa.


Ætli móttökurnar verði eitthvað á þessa leið ?

þriðjudagur, september 28, 2004

Tannkrem og þessháttar óþverri.

Hvernig stendur á því að á tannkremstúbum sem maður kaupir út í búð sé alltaf innihaldslýsingin á einhverju óskiljanlegu og óþekktu hrognamáli. Ég á því að þetta sé samsæri FÓTA (Félag óprúttina tannlækna alheimssins)að senda út tannkremstúbur með mismunandi tungumálum um allan heim svo innihaldslýsingin skiljist ekki. Ég þykist nefninlega vita að þessu svokölluðu "tannkrem" séu bara einhverjar sykurlausnir, duldar með miklu piparmyntubragði, unnu úr erfðabreyttum sykri sem sé sérhannaður til eyðingar glerungs í tönnum vesturlandabúa. Hver hefur ekki heyrt predikunarpistilin frá tannlækninum, "mundu svo að vera duglegur að bursta" Svo sér maður eitthvað skítaglott á viðkomandi, og það eina sem vantar er bara "vondu kalla" hláturinn í lokin til að undirstrika illskuna.


Hvernig á nokkur lifandi maður að skilja þetta ?

Hvað getum við gert ? Eru eftir einhverjir heiðarlegir tannlæknar eftir sem eru að berjast gegn FÓTA eða er þetta einhver svarinn eiður um leið og þú hefur nám í tannlækningum að berjast gegn harðasta efni líkamans, glerungnum ?

Hvað er til bragð að taka ? Erum við kannski bara föst í þessum vítahring tannækninga sem hefur heltekið líf almennings um gjörvallan heim ? getum við, almúginn barist gegn þessum "skottu" tannlæknum, eða eigum við bara að sætta okkur við fávisku okkar og láta eins og ekkert sé, láta bara eins og þetta sé hluti af okkar daglega lífi í alheiminum.

mánudagur, september 27, 2004

Þar kom loksins að því !

Núna í dag mánudaginn 27 sepember 2004 klukka 15:25, fór ég í fyrsta skiptið á þessari önn og settist á klósettið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þetta var ljúf stund enda kominn tími til að setjast niður og slappa af á almenningssalerni skólans.

Ég vil ríkiskaupum einstaklega vel fyrir gott val á salernispappír, hann var mjúkur en um leið sterkur og jók þar af leiðandi öryggistilfinningu á meðan á stóð.


Hér má sjá huskvarnö 1500 salerni, sem er sambærileg týpa og má finna á salernum Menntaskólans á Egilsstöðum.