laugardagur, september 25, 2004

Gestabókin komin í tveggja stafa tölu !

Undur og stórmerki skóku allt internetið í dag þegar gestabóki Heimsins í hnotskurns komst í tveggja stafa tölu. Þetta sýnir að síðan er stoppistöð fjölda fólks, hvaðanæva úr heiminum og aðdáðendur internetsins kunna gott að meta.


Vil ég þakka Hlyni Gauta Sigurðssyni kærlega fyrir gott framtak, að skrifa í gestabókina forlátu sem leynist hægra megin á síðunni (svarthvíta myndin).

Nú hafa alls tíu manns skráð sig í gestabókina og þar með á spjöld sögunnar, því eins og vitað er, þá verður þessi bloggsíðu mikilsverð samtímaheimild um bloggheima internetsins í framtíðinni. Þannig að ég hvet alla að rita nafn sitt á spjald bloggsögu alheimssins.

föstudagur, september 24, 2004

Heimsókn til Tannlæknis.

Í gær fór ég í heimsókn til Valdimars tannlæknis á Egilsstöðum. Það var svo sem ágætis heimsókn. Valdimar hældi mikið yfirvaraskegginu sem ég er kominn með og kvaðst gjarnan vilja rækta sitt eigið en hann hefur víst ekki heimild til þess, greyið maðurinn. Valdimar vann vinnuna sína vel og vandlega og ég gekk ánægður út frá honum.


Aftur á móti þá var ég ekki alveg jafn ánægður með klíník dömuna sem tók mig á tal eftir að ég var kominn út úr stofunni. Hún var ekkert skemmtileg, hældi yfirvaraskegginu mínu ekki neitt og rukkaði mig bara um 16.900 isk. Það var bara ekkert gaman. Dagurinn, sem var búinn að þróast vel og stefndi í að verða góður dagur, varð ömurlegur eftir það. Ég held að veskið mitt hafi aldrei verið jafn létt eins og það er nú.

Ég get ég að vísu sjálfum mér um kennt, eins og með flest allt annað.

miðvikudagur, september 22, 2004

Heiðurslesandi

Núna í dag, miðvikudaginn 22 september árið 2004 sæmi ég herramanninn Brynjar Arnarsson nafnbótina "Heiðurslesenda heimsins í hnotskurn". Brynjar hefur um þónokkuð skeið verið dyggur lesandi en núna, fer hann í heldri manna tölu.

Samkvæmt samtali "heiðurslesendanefndar" síðunnar við Brynjar fyrir skömmu, komst hún að því að þetta væri einn dyggasti stuðningsmaður "heimsins í hnotskurn". í umsögn nefndarinnar var að finna ýmsar athyglisverðar athugasemdir, meðal annars þessa, sem réði því að hann komst í heldri manna tölu; "Brynjar bíður við tölvuna nótt sem dag eftir nýjum fréttum úr heimi tæknitröllsins"."þetta er einfaldlega sú besta síða sem ég hef rambað inn á, á öllu internetinu, og þá er mikið sagt" Sagði Brynjar í umfjöllun sinni um síðuna.

Sem heiðurslesandi þá fær Brynjar Arnarsson mynd af sér á síðuna, til hægri neðan við tenglana. Framvegis verður það svæði tileinkað Heiðurslesendum.

Þess má geta að Brynjar Arnarsson er einmitt bróðir Sigmars, höfundar síðunnar.


sunnudagur, september 19, 2004

Helgarstuð !

Mikið ósköp er þetta búin að vera góð helgi. Sitja heima, læra og horfa á fótbolta. Ég held að lífið gerist vart betra en það. Þegar "lærdómsandinn" er ekki alveg yfir mér þá færi ég mig bara yfir í sófann og fylgist með 25 mönnun hlaupa um grænan völl í hinum stóra heimi, með knött sér að leiðarljósi. Ef það er ekki afþreying kónga þá veit ég ekki hvað.

Nú er víst andinn kominn yfir mig og þá er best að setjast niður og kíkja í skruddurnar og sjá hvaða skemmtun þær hafa upp á að bjóða.


Hér sést andinn með mér yfir skólabókum alheimsins.