föstudagur, nóvember 25, 2005

Hrikalega mikið geggjað partý stuð !

Það stefnir allt í að helgin verði ógleymanleg. Til að mynda þá er ég upp í skóla núna klukkan 18:07 á föstudagskvöldi að prenta út heimildir fyrir eina skemmtilegustu ritgerð sem hefur verið gerð á ensku á Íslandi. Restin af kvöldinu fer svo í stórskemmtilegar heimildarúrvinnslu, ég bara get ekki beðið.

Morgundagurinn fer svo í jólaljósabras í Brautarhóli, ég og minn nafntogaði bróðir, hann Brynjar, ætlum að skreyta húsið grænum, gulum, rauðum, bláum, og bleikum ljósum. Amma skrapp vestur um helgina þannig að við erum með lausann tauminn í þessum efnum.

Sunnudagurinn fer svo í rólega afslöppun, ritgerðasmíð og annað slíkt, enda eru þær tvær sem bíða eftir að koma úr kollinum á mér.

Nóg um það, best að fara að drífa sig svo ég missi nú ekki af helginni...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Forsjá ?

Jón frændi hefur glímt lengi við tölvuleikjafíkn í gegnum ævina, loksins fór búnaðurinn að sjá við honum eins og má sjá hér.

Nú er bara spurning hvort Nonni fari að sjá að sér og hætta þessari vitleysu.
Lauklykt

Ég er búinn að komast að því afhverju eldra fólk lyktar eins og eldra fólk. Það gerir laukurinn !

Ef þú steikir mikið af lauk á pönnu þá fer að lykta heima hjá þér eins og hjá gamalmenni.

Það er greinilegt orsakasamband þarna á milli, enda er laukur mikið hafður í eldamennsku eldra fólks.

Annars þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að ég finni þessa lykt, því ég er orðinn ónæmur fyrir henni.

Guð má vita afhverju ?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Hvaða frægi leiðtogi er ég ?

Tja, það mun vera enginn annar en hann Adolf



Það er spurning hvort maður fari að breyta Íslandi í fasistaríki ?

sjáum til...
Minn dýrmæti tími

Það er alveg merkilegt hvað maður hefur mikinn tíma í það að gera ekki neitt á meðan ég hef engann tíma fyrir að læra.

Núna er tuttugasti og annar nóvember og buxurnar virðast fara alltaf neðað og neðar hjá mér.

En jæja, best að fara að drífa sig í afmæli hjá Öldu frænku, bara rétt að kíkja og fá sér tíu.