föstudagur, apríl 14, 2006

Hver kjaftaði frá ?

Ég skil ekkert í einu. Ég er alltaf að fá póst frá hinum og þessum í tölvupóstinn minn með skilaboðum eins og "uneed love" "longer harder erection" "penis enlargment" og svo framvegis.

Hvernig í fjáranum vita þau þetta ?

Nú þarf maður að fara að ræða við strákana í sturtuklefanum og tjékka á hver það er sem er að blaðra þessu út um allar trissur!

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Páskafrí

Það má með sanni segja að páskafríið hjá manni sér byrjað, ekkert nema afslöppunin ein.

Í gær fór ég út að borða með tveim stelpum frá Grenivík en þær voru nokkuð hressar. Götugrillið varð fyrir valinu þannig að kvöldið var með indversku ívafi.

Svo var haldið heim á leið og skellt sér í vídeógláp en enginn annar en Harry Potter varð fyrir valinu. Stelpurnar voru bara nokkuð ánægðar með myndina að ég held.

Já, það þarf lítið til að skemmta ömmu og mömmu.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Lífið leikur við mig !

Jæja, nú er verðbréfabraskið hjá mér í gegnum tíðina farið að borga sig upp, því ég var að fá greiddan út arð!

Úr heimabanka:
Dagsetning Vaxtad. Tilvísun Skýring Texti Upphæð Staða
07.04.2006 Frá VS: Arður 6012730129 FL GROUP hf 9.828,00 kr.

Nú er maður að gera það gott, arðurinn hefur tæplega tvöfaldast frá síðasta ári.

Spurning um að fara að skoða heimabíókerfi og jeppa ?


Þessi færsla var í boði FL GROUP
Annríki

Ég er ekki frá því að það sé mikið að gera hjá manni þessa síðustu og verstu daga. Prófin eru víst á næsta leyti en bækurnar eru alllar rykfallnar heima í kjallara.

Spurning um að fara í bíó ?

mánudagur, apríl 10, 2006

Próf


Hér má sjá dreifingu sjónvarpsgláps krakka í 5 & 6 bekk árið 1997. Minnsta gildi er 0 og hæsta er 64.

Þetta er gögnin sem maður er að vinna með í aðferðarfræði en prófið í dag var einmitt um dreifingreiningu.

Geggjað stuð.