þriðjudagur, mars 06, 2007

Sjitturinn titturinn

Ég tók upp á því í gær að prufa að mæta í spinning tíma upp á Bjargi... Mikið rosalega svitnaði ég maður ! Ekki nóg með það að bolurinn var orðinn glær af svita, þá litu grænu stuttbuxurnar mínar út eins og ég hefði pissað á mig, svo mikið svitnaði ég. Úff.

Það er samt tími aftur á fimmtudaginn...

Annars er allt gott að frétta eins og vera ber, í stað þess að vera að læra þá er ég búinn að skoða allar helstu síður internetsins... Ég reyndi að setja tölvuna á "auto" til þess að klára verkefnið sem ég á að gera en hún hefur ekki gert neitt !

Helvítis tækni.


Paul Johnsson hefur unnið að því lengi að þróa tölvur sem skrifa verkefni fyrir námsmenn. Ekki hefur hr. Johnsson tekist það ennþá en hann býst við að ná tímamótmarkmiðum árið 2017 þegar ný tækni getur lesið huga fólks. Hann hyggst svo beita svokallaðri gervigreind til þess að greina frekari hugsanir til þess að ná þeim niður á blað. Hvernig það mun takast til mun einungis framtíðin leiða í ljós.

sunnudagur, mars 04, 2007

Emmi


Emmi

á internetinu...

Emmi er á internetinu !!!!