mánudagur, apríl 01, 2013

Páskafrí

Erum í Álesund í páskafríi. Búið að vera ansi gott og afslappandi. Komum á miðvikudagskvöldi en ég lét vita að að við kæmum á föstudeginum langa. Náði samt að hafa samband á miðri leið og leiðrétta þann misskilning. Fengum samt smá seinkunn frá Tromsö vegna mikils snjóveðurs, en það var svona polar lavtrykk yfir svæðinu. Annars í það heila fínir páskar, fórum á skíði í Strandafjellet, annsi flott svæði. Mér tókst þó að næla mér í dagspest eftir daginn. Jafnaði mig samt ansi fljótt. Páskarnir eru samt fljótir að líða og við erum svo á leiðinni heim núna í dag, annan í pásku,.