laugardagur, febrúar 10, 2007

Súlur

Í gær þá gerði ég mér lítið fyrir og tók smá rölt upp á einkennisfjall Akureyrar, nánar tiltekið Súlur. Súlur eru 21. hæsti tindur Íslands eða 1213 metrar yfir sjávarmáli. Röltið upp tók rúma tvo tíma en ferðin niður tók skemmri tíma en það var vegna góðra rennslu skilyrða.

Leiðin upp var frekar strembinn og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera með neina strengi í dag. Sömuleiðis þá var frekar hált á sumum stöðum vegna gríðarlegs harðfenis. En einn leiðangursmanna var með glæsta mannbrodda og gátum við hinir því stuðst við hann.

En þegar upp var komið þá var ferðin alveg hennar virði. Það var nánast logn á toppnum og sól og bíða. Alveg djöfulli magnað, ef svo má að orði komast.

Á leiðinni niður þá lentum við þó í smá sjálfheldu. Við renndum okkur niður af toppnum á rassinum, á gríðarlegum miklum hraða á annan stað en við fórum upp. Það var svo vandasamt að komast frá þeim stað vegna gríðarlegs harðfenis og hálku, eins og áður segir. En allt gekk vel að lokum og komunst við allir heim á ný, dauðþreyttir en montnir af þessari frægðar för.

Nú er bara að redda sér mannbroddum og kíkja aftur næstu helgi !


Hér sést Sigmar á Toppi ytri Súlna, hrikalega þreyttur en gríðarlega ánægður og montinn með árangurinn.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Hvíl í friði

Þá er hún Anna nokkur Nicole ,kennd við Smith látin.

Anna var í nokkru uppáhaldi hjá mér þegar ég var um 14-16 ára gamall. Hún lífgaði stundum upp á dagana hjá manni en núna verður minningin ein að duga. Það er alltaf slæmt þegar merkilegt fólk fer frá okkur og ennþá verra þegar það er tekið frá okkur í blóma lífs síns. Anna, ég minnist þín í Naked gun 3 1/3 fyrir stórleik þinn á móti Leslie Nielsen og sömuleiðis fyrir pósur þínar hjá honum Hugh Grant í tímariti hans.

Anna, þín verður sárt saknað.


Anna Nicole Smith er víst öll. Minningu hennar verður samt sem áður haldið á lofti.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Glæný frétt

Eftir smá hlé, þá eru fréttir farnar að hrannast inn á veiðisíðu "Bíttá Helvítið Þitt". Hægt er að lesa æsispennandi frásögn af meintum ísfiskveiðum mínum í síðasta mánuði, sem og að skoða gullfallegar myndir af mér og Læknum.

Heimasíða veiðifélagssins Bíttá Helvítið Þitt

Heimasíða veiðifélagssin
Fréttasíða veiðifélagsins "Bíttá Helvítið Þitt" er komin á flug aftur eftir stutt hlé.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Tækifæri?

Það er alltaf gaman að heyra þegar aðgerðir eru í gangi til þess að sporna við losun gróðurhúsaloft-tegunda og þá sérstaklega á þeim vettvangi sem er okkur næst. Ég er þá að tala um samgöngutæki. Eins og flest okkar vita þá er Ísland mikil bílaþjóð og bílinn er notaður óspart, bæði í langar og stuttar vegalengdir. Bílaumferðin er orðin mjög mikil og þá sérstaklega í Reykjavík, eins og ég hef tekið eftir upp á síðkastið. Það má ef til vill skýrast af því að einungis ein manneskja er nánast í hverjum bíl sem er á ferðinni.

Þetta er eitthvað sem er að verða óhjákvæmileg staðreynd og erfitt getur verið að sporna við þessari þróun. Ég held að við verðum að sætta okkur við aukna bílaumferð á komandi árum, jafnvel þó svo að bílakaup landsmanna eru að minnka.

Hvað er þá til ráða til þess að minnka losun gróðurhúsaloft-tegunda ef ekki er hægt að breyta bílavenjum landans ?

Jú, með því að breyta bílunum. Samkvæmt frétt sem er í Fréttablaðinu í dag, þá kemur fram að nýtt tilraunaverkefni er að fara í gang sem gengur út á það að fjölga vetnisbílum í umferðinni. Þó svo að einungis sé um tilraunverkefni að ráða, þá er þetta eitthvað sem við ættum að leiða hugan að.

Hér er tækifæri fyrir okkur Íslendinga til þess að verða leiðandi þjóð á þessu sviði, það er að taka upp vetnisknúna bifreiðar.

Okkur hefur gengið vel með strætisvagna-tilraunverkefnið og þykir mér miður að einn vagnanna skuli vera hættur að ganga.

Ef við lítum samt á svona tækifæri, þá er hægt að gera svo margt ef viljinn er fyrir hendi.

Hugsum okkur það tækifæri sem Akureyrarbær hefur ef bænum dytti hug að taka upp vetnisknúna strætisvagna ? Maður gæti rétt ímyndað sér þá umfjöllun sem bærinn myndi fá ef almenningssamgöngur væru ekki einungis fríar heldur eins umhverfsivænar og hægt væri að hugsa sér.

Fríar almenningssamgöngur sem væru inntar af hendi af vetnisknúnum strætisvögnum gæti samt sem áður breytt hugarfari fólks til hins betra og fólk færi að hugsa að sér með bílferðir sínar. Það teldi ég samt ólíklegt, því Íslendingar eru orðnir svo háðir bílnum sínum. Einstaklingshyggjan og stressið ræður þar held ég ríkjum, því við verðum að komast eins hratt milli staða og við getum, án þess að hugsa um einhverja aðra en okkur sjálf.

Best væri samt að allir fengu sér "Bronco" eins og ég, því þá þyrfti ég ekki að bölva öllum þessum fjandans bílum sem virða aldrei gangbrautarmerkin !


Framtíðin ?

mánudagur, febrúar 05, 2007

Ísfiskiveiðar, þorrablót og vísindferð

Það hefur nú margt á daga mína drifið síðasta hálfa mánuðinn eða svo.

Þarsíðustu helgi var fórum við Eva lækur austur á land, þá nánar tiltekið til Egilsstaða, Breiðdalsvík og svo Seyðisfjörð. Að vísu þá steig Eva ekki fæti niður á Seyðisfjörð og ég staldraði ekki lengi við á Egilsstöðum.

Ferðin byrjaði samt sem áður í Breiðdalnum, þar sem við stöldruðum við í tvær nætur í góðu yfirlæti, við lestur góðra bóka og ísfiskveiðar. Það fer samt ekki mörgum sögum af veiðinni en útiveran var samt skemmtileg.


Hér sést tíkin Pheobe að trufla Sigmar við ísborun. Ef til vill er tíkin að benda Sigmari á að enga bröndu sé þarna að fá, ef svo er, þá hafði hún rétt fyrir sér.

Þarnæst lá leið mín niður í Seyðisfjörð á þorrablót. Skemmtiatriðin á blótinu voru góð og ég er alveg handviss að ég hafi skemmt mér alveg konunglega yfir ballinu, þó svo að minningin sé eitthvað gloppótt.


Sigmar og Stefán á góðri stundu um mitt blótið.

Síðastliðna helgi var svo farið suður í vísindaferð með Háskólanum á Akureyri. Sú ferð er einnig í góðum minnum... Allavegana þá flaut gullinn mjöður öll kvöld ferðarinnar. Orkuveita Reykjavíkur og Vífilfell eiga þar smá hlut að máli.

Ég verð samt að segja að lifrin hafi ekki alveg náð að höndla allt þetta sukk og svínerí, allavegana þá er heilsan enn eitthvað slöpp enn þann dag í dag, mánudag.