fimmtudagur, janúar 25, 2007

Á ferð um landið

Ætli maður verði ekki að hryggja norðanbúa með þeim fréttum að maður sé á leiðinni austur á land þessa helgi.

Ætlunin er að byrja helgina í Breiðdalnum á ísfiskveiðum í Brekkuborgarvatni í boði fjölskyldunnar á Brekkuborg.

Á laugardaginn verður svo haldið til Seyðisfjarðar þar sem ég kem til með að heiðra Seyðfirðinga með því að mæta á þorrablót þar á bæ. Sessunautur minn verður enginn annar en Óðalsbóndinn Stefán Ólafur sjálfur, og má því búast við miklu fjöri.

Hvað sunnudaginn varðar, þá verður honum væntanlega varið í eymd og volæði, ef ég þekki sjálfan mig rétt.


Hér má sjá mynd frá þorrablóti síðasta árs. Þorramaturinn rann ljúflega niður í maga Sigmars, sem og brennivínið.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Rísandi stjarna

Ég var að glugga í gegnum mitt myndarlega myndasafn nú rétt í þessu og fann eina sem ég var búinn að gleyma. Myndin er tekin á Egilsstöðum á einhverju fylleríi hjá mér og ónefndum félaga, en hann er einmitt í aðalhlutverki á þessari mynd.

Án frekari málalenginga, þá bíð ég ykkur að kasta augum ykkar á þetta stórkostlega myndverk sem er hér fyrir neðan. Ekki þarf að taka fram að óritskoðuð mynd er bönnuð innan 18 ára aldurs og þar sem ég þykist vita að þetta sé fjölskylduvæn síða, þá var ákveðið að mála yfir ákveðinn hluta, bæði lesendum og svo módelinu til góða.


Hér má sjá rísandi stjörnu í íslensku samfélagi

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Glæsileg landkynning

Eftir smá rúnt inn á heimasíðu Nonna frænda, þá tók ég eftir hlekk nokkrum sem leiddi mig inn á Herbalife síðu. Inn á þessari síðu var myndband með Herbalife hjónum Íslands, einhverskonar kynning á þeim sjálfum, landi og þjóð.

Það má með sanni segja að ég ekki í vafa að um eina bestu landkynningu er að ræða.

Hjónin fara vel með staðreyndir um land og þjóð sem og að vera vel að ensku máli farin.

Ég mæli svo sannarlega með að fólk skoði þetta myndband.

mánudagur, janúar 22, 2007

Landnemar Katans

Í gær var spilakvöld í Drekigil 21 og var landnemaspilið Katan fyrir barðinu á æstum spilaköppum sem lögðu leið sína í íbúð Bóndans og Læksins. Spilið einkenndist af miklum æsingi, salsarófum, slóttugheitum, spennu og svo ódrengskap af sumra hálfu.

Til að minnka spennustig spilsins þá hljómuðu Efnabræður undir við mikinn fögnuð spilenda. Einnig var sun lolly til staðar ef æsingur yrði of mikill en það þurfti einmitt að grípa til lolly-sins á tímabili og voru menn "lollaðir" niður.

Sigurvegararkvöldsins voru svo Sigmar Bóndi og Sveinn El Loftnets en sá síðarnefndi rétt náði að drulla fram sigri með heppniskasti í lokin, því Sigmar var með sigurinn vísann í næsta leik.

Eva lækur og Þorgrímur Guðmundsson (Doddi trukkur) sátu samt eftir með sárt ennið.

Hér má sjá Katan spilara kvöldsins að Sigmari undanteknum. Við nánari athugun þá sést að verið er að "lolla" mannskapinn niður.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Sunnadagsmorgunn

Ég vil þakka elskunni minni, henni Evu læk, kærlega fyrir að færa mér kaffi nú rétt í þessu.

Enginn maður gæti verið lánsamari en ég í dag.


Eva lækur er falleg að vanda og ekki minnkar fegurðin þegar hún dekrar við Bónda sinn.