fimmtudagur, júní 19, 2003

alltaf nóg...

Fór norður í dag, keyrði austur, var að vinna, tók pásu kl fimm og fór að vinna, eftir það fór ég að vinna og svo er ég að fara að spila æfingaleik á eftir.

Þetta er búinn að ver fínn dagur. Til að fá nánari útskýringar á þessu þá var ég að vinna hjá Flugfélagi íslands í morgun og í dag, en var sendur norður með flugi til þess að ná í bílaleigubíl. Því miður þurfti það að vera Suzuki Jimny en það var svo sem ekki það slæmt. Eftir það, um fimm leytið, Hætti ég að vinna hjá flugfélaginu og fór að vinna hjá Rúv, Og þegar ég var búinn þar þá fór ég að vinna aftur hjá Flugfélaginu. Þetta er nefninlega mjög skemmtilegt. En það er föstudagur á morgun, það verður góður dagur. Ekkert Flugfélagsbras, heldur bara Rúv vesen. Það gerist ekki betra en það. Og hana Nú !

...að gera svo sem.

þriðjudagur, júní 17, 2003

Hæ hó...

Gleðilegan 17 júni allir saman, á þessum degi fyrir 59 árum síðan öðluðumst við íslendingar sjálfstæði undan krepptri járnhönd Danaveldis... Fuck danaveldi ! Þessir baunar eiga allt illt skilið, þeir settu á okkur píningsdóminn og seldu okkur ónýtt mjöl, helvítis kvikindin. En nú í dag getur maður verið glaður, Við íslendingar höfum það gott, við höfum fleiri sólskinsstundir heldur en Mallorca, Notum netið meira en danir og erum bara mun tæknivæddari yfir höfuð en greyið baunarnir. Við eigum hrós skilið, við erum búin að gera það gott í gegnum þessi 59 ár án þessara dana og við eigum bara allt gott skilið fyrir það. Í dag er ég stoltur yfir því að vera íslendingur, enda vaknaði ég með þjóðsönginn okkar glymrandi í hausnum, það var bara einfalt tákn yfir það að ég ætti að vera stoltur í dag, stoltur og glaður yfir að fá að búa á þessu frábæra landi með okkar stórkostlega vatni, yndislega lofti, fallega kvenfólki og gómsæta lambakéti. Tár renna niður vanga minn þegar ég hugsa um alla þessa yndislegu hluti, hluti sem gera landið okkar að því sem það er ! ó guðs vor land, í land vor guðs... En að allt öðru. Ég er í vinnuni, þreyttur, af því að ég fór á ball og takið eftir einu, ég er EKKI þunnur! Ég endurtek, EKKI þunnur. Undur og stórmerki gerast enn í okkar góða landi. Yebbs, ég drakk ekki í gær og mér líður vel. Svo vel að ég er að fara bráðum í kökuhlaðborð á Hótel héraði. Í dag er ég glaður maður.

...og jibbí jei

mánudagur, júní 16, 2003

Byrjaður...

Æj æj, það hefur nú eitthvað hægst um þetta blogg mitt núna upp á síðkastið, þrátt fyrir stór orð í byrjun. En það þýðir víst ekkert að væla um það, heldur halda áfram ótrauður í gegnum þessa miklu erfiðleika sem eru að hrjá mig ! Annars er allt gott að frétta, maður er nýkominn frá útlöndum, nánar tiltekið Spáni, eða Costa Del Sol eða Torremolinos. Það var svo sem alveg ágætt, kom að vísu mjög slappur heim, ekki veit ég afhverju... Það var margt sniðugt brallað þarna úti enda ekkert annað gera og kom þar bjórinn oft við sögu, þannig að lirfin mín litla fékk helvíti slæma útreið... úff ! Ekki gott. En núna er maður byrjaður að vinna og allt er í gúddí (góðu) og önnur utanlandsferð er í sjónmáli, ferð til Danaveldis, nánar tiltekið til Hróarskeldu. Það er alltaf nóg að gera, fullt að gera og allt að gerast... eða eitthvað svoleiðis, held ég. Nóg um það allt saman og hitt líka, ég er farinn að vinna, Flugfélag íslands Rúles !

mæli með þessari síðu :)

...aftur.