mánudagur, september 11, 2006

Hættur !

Þá er maður búinn að segja upp á sambýlinu. Nú tekur bara við sultur og volæði námsmannsins, þannig að það er spurning hvort maður fari ekki bara á lán eða geri bara eins og kallinn á myndinni og stend niðurlútur fyrir utan Sambó við Hlíðarbraut.


Margir hafa brugðið á sama ráð og hann Marcos Manuel Ramos frá Culiacan í Mexíkó. Allt stefnir í að Sigmar fari sömu leið og Marcos. Þá er bara að vona að Sigmar sé ekki að brjóta nein höfundarréttarlög með aðgerðum sínum.