fimmtudagur, október 20, 2005

Loksins !

Mikið var að það byrjaði að snjóa aftur ! Nú getur maður heldur betur farið að spæna um bæinn á nýju nagladekkjunum sínum !

Þannig að ef þið, lesendur góðir, sjáið einhvern ofur svalann gaur á Bronco (Fjallahjóli) þeysast um skransandi og stökkvandi um götur Akureyrarbæjar , þá er það Ég !

miðvikudagur, október 19, 2005

Þunglyndur, en samt svalur !

Ég verð nú að segja að ég er nú nokkuð þunglyndur yfir því að Eva mín góða og sæta, sé farin í heimsreisu og verði í burtu í sjö mánuði, en svona er víst lífið. Ég var held ég engu skárri líka þegar ég fór í burtu í sex mánuði... Við skötuhjúin erum ferleg.

En til að bæta úr þessu þunglyndiskasti mínu, ákvað ég að verða rosalega svalur !

En hvernig er best að bæta við svaleikann sinn ? jú auðvitað með því að hressa upp á farartækið sitt !

Bronco Fjallahjólið mitt, hefur sumsé tekið stakkaskiptum ! Ekki nóg með það að vera með bleika slaufu á stýrinu, en þá er Bronco kominn með sport bretti sem lífga heldur betur upp á útlitið ! Og síðast en ekki síst, þá er ég kominn á nagladekk, sem mér finnst vera einstaklega svalt og flott.

Ég verð nú að segja að ég glotti nú út í annað þegar ég brunaði fram úr grunnskólakrökkunum á leið í skólann í morgun og heyrði hvernig naglarnir tættu upp malbikið...

Nú er bara að fá sér sólgleraugu, setja upp grifflunar, fara í "leddarann" og bruna niður í bæ um helgina og skrensa á rúntinum !

mánudagur, október 17, 2005

Ertu þá farin ?

Ertu þá farin frá mér ?

Já það er víst komið að því, Eva Lækur er á leiðinni til útlanda. Hún verður frá í svona sjö mánuði sem þýðir að ég eigi eftir að vera órólegur, stressaður og eitthvað þriðja atriði sem ég nefni ekki hér, í sjö mánuði...

Ég vona bara að hún skemmti sér frábærlega, annars verður öll þessi kvöl og pína til einskins !

Far vel !