laugardagur, janúar 05, 2013

Laugardagur í dag

Lítið gert í dag. Ekkert unnið í ritgerðinni, bara afslöppun. Engin æfing heldur í dag, bara smá túr á bretti í tvo tíma. Það er svo sem smá æfing í sjálfu sér, tekur furðulega mikið á að renna sér niður.

Sá Killing Them Softly í gær. Mynd með Brad Pitt og fleirum. Ágætis afrþreying, ekki meira en það. Fær 6/10.

Brave sá ég í dag, skemmtilega teiknimynd frá Pixar. Hún fær aftur á móti 7,5/10.

föstudagur, janúar 04, 2013

Föstudagur

Nóg að gera í skólanum í dag, var þó frekar lengi í gang. Fundur með leiðbeinandanum sem gekk vel og mér sýnist að ég nái að fá smá stuðning fyrir að fara heim. Leiðbeinandinn tók allavegana vel í það. Við fórum yfir spurningarnar og svo markmiðin með ritgerðinni. Hann varaði mig svo við að ætla mér ekki of mikið. Tíminn flýgur eflaust líka, þannig að maður verður að afmarka sig. Leitaði af heimildum í dag, fór yfir greinar á Marine Policy alveg til 2005. Þarf líka að leita á Web of Science, ICES Journal og svo ætla ég að líta á International Journal of Maritime History. Eflaust af nógu að taka.

Annars er þetta sá þriðji í æfingu fyrir skíðagöngumótin. Fór 40 mín. á gönguskíði á brautinni hér í Håkøybotn. Gekk vel, nýr snjór en ótroðin braut. Ágætt samt að komast aðeins á skíði til að ná tilfinningunni. Það eru bara 43 dagar fram að móti. Hafði samband í dag varðandi skráningu, sér í lagi vegna "lisens" sem maður þarf að hafa. Spurning um að fá sér helårslisens ef maður er að keppa í nokkrum keppnum. En best að stíga sér ekki til höfuðs. Ekki selja skinnið áður en björninn er skotinn.



fimmtudagur, janúar 03, 2013

Þá er það þriðji þetta árið

Í dag fór nokkur tími í að græja mig fyrir heimferðina. Er að fara heim til að afla gagna fyrir lokaverkefnið mitt. Kem til að skrifa um makrílvinnslu á Vopnafirði og einbeiti mér að gera samfélags- og efnahagslega greiningu með áherslu á aðlögunarhæfni.

Dagur tvö í þjálfun fyrir skíðagöngumótin hjá mér. Það fyrsta verður 16. febrúar, ekki nema 44 dagar í það. Þarf eiginlega að koma mér á skíðin. Því miður þá vantar snjó. Það hlýtur að lagast. Get hjólað eða ræktað á meðan.

Hér er svo hlekkur á Tromsö skíðamaraþonið

Annar janúar

Byrjaði að æfa fyrir skíðagöngumót. Tók frekar rólega á því, hálftími á skíðavélinni og smá æfingar þar á eftir. Er þungur á mér en vonandi lagast það fyrir miðjan febrúar. Gæti verið sniðugt að excela æfingarnar, ef ég nenni.

Annars er ég bara að undirbúa heimferð vegna meistararitgerðarinnar, búa til spurningalista og hafa samband við fólk osfv. Gengur ágætlega, er bara ekki nægilega vel kominn í gang eftir jólafríið.

Sá svo Taken 2 í gær. Fínasta afþreying og hin sæmilegast spennumynd. Fær 6,5 af tíu, lifir þónokkuð á fyrri myndinni.


miðvikudagur, janúar 02, 2013

Ný byrjun?

Er að velta því fyrir mér að byrja aftur á þessu.