laugardagur, nóvember 06, 2004

Harðfiskur á laugardagskveldi

Það er laugardagskvöld og ég sit einn heima að læra. Ég er að borða harðfisk í kvöldmat, ættaðan úr Pollinum Akureyri og hertur á grálúðumiðum fyrir vestan land.
Ég er hræddur um að ég fari í Brávelli 5 á eftir og spili Monopoly og súpi bjór, bara svona rétt til að bjarga geðheilsunu.

p.s Liverpool tapaði í dag og það var ömurlegt.


Hér má sjá ýsuna hana Lísu herrta og tilbúna til átu. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum þegar inn fyrir varir Sigmars var komið, enda "sporðrenndi" hann henni niður á skömmum tíma með smá viðbiti. "lífið gerist vart betra eftir svona máltíð" sagði Sigmar eftir ýsu Lísu átið.