þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ímynd útávið

Ég var að vafra aðeins um netheima í kvöld og datt óvart inn á heimasíðu Brims. Fyrir þau sem ekki vita þá er Brim fiskvinnslu fyrirtæki sem gerir einnig út nokkra togara.

Eftir smá rúnt um síðuna, þá skoðaði ég svæði innan síðunnar sem innheldur lista yfir starfsfólk. Mér til mikillar undrunar þá sá ég hana móður mína með eitthvað skítaglott efst á síðunni. Við nánari athugun þá tók ég eftir að forsvarsmenn Brims hafa ákveðið að gera hana móður mína að ímynd fyrirtækisins útávið !

Ekki amalegt það, enda er kerla alls ekki ómyndarleg, rétt eins og sonurinn.

Fyrir forvitna, þá getið þig séð frúnna hérna, en hún er lengst til vinstri með fallegt hárneti og peltar útvarp.


Hér sést Elín Brynjarsdóttir á góðri stundu með eldri syni sínum, honum Brynjari Arnarssyni. Elín er greinilega að lesa pistilinn yfir honum Brynjari en hann á það til að vera frekar ódæll stundum.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Mánudagar

Eru mangódagar !

Nú veit ég og sömuleiðis þið eftir þessa lesningu að heill mangó er frekar stór biti fyrir einn mann að torga.

Allavegana þá líður mér ekkert rosalega vel í mallakútnum í augnablikinu.


Wun Lee er umboðsmaður mangós í Tæwan og hann mælir með þrem manneskjum per mangó.
Smá breytingar

Þar kom að því. Blogger var víst hættur að vista myndirnar á gömlu síðunni, þannig að breytinga var þörf. Ég bíst við að nenna að laga þetta einhverntímann, en ekki núna.

Tímabil breytinga gengur í garð hér eins og annarsstaðar, enda er það bara jákvætt.

Ég fékk að vita það í draumi að Eva, Inga Hrefna og Margrét Guðjóndóttir væru allar óléttar. Það er bara spurning hvort eitthvað sé til í því...

Annars dreymdi mig hrafna líka, það ku ekki vera gott.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Til hamingju

Með daginn !


Hafðu það sem allra best í dag ástin mín.