laugardagur, apríl 26, 2003

Pítsu...

Úff... já úfff ! Strengir í bak og fyrir. Ég tók mig til og notaði föstudagskvöldið í knattleik, alveg í tvo og hálfan tíma, við erfiðan andstæðing. Þetta var hatrammleg barátta tveggja stórliða á austurlandi, Þristarins Fc og Hústjórnarskólans. Auðvitað var ekkert nema gæða knattspyrna spiluð og glæsitilþrif litu dagsins ljós í þessum "derby" leik á Hallormsstað. Úrslitin eru ekki alveg ljós en Þristurinn skoraði fleiri mörk en "úrslitamarkið" svokallaða var skorað af húsóstelpunum, sem voru í reynd strákar. En þetta var ágætis forsmekkur á því sem koma skal í sumar.

En nóg um það. Var að snæða pítsu með Dabba og Gazza niðrá flugvelli, áleggstegundirnar voru fjórar, skinka, pepperóní, djúpsteikt beikon og bananar. Semsagt dýrindispítsa á góðum degi, það gerst vart betra en það. Lífið er yndislegt !

...partý.

föstudagur, apríl 25, 2003

í dag er...

Þá er maður loksins búinn að ranka við sér. Ég hef verið í hálfgerðu dái síðustu tvo daga. Sumardagurinn fyrsti var þó með eindæmum ágætum enda var um góðan þynnkudag að ræða. En að vísu fór að halla undir fæti þegar þynnkan tók að hellast yfir mann. Svona um fjögurleytið, þegar ég var búinn að spila þrjá körfuboltaleiki fyrir framsóknarflokkinn, fór allt að fara út úr böndunum. Ég og Hafliði Bjarki keyptum hamborgarafjölskyldutilboð í söluskálanum og tókum þá afdrifaríku ákvörðun að éta tvo borgara á mann, plús franskar og láta okkur líða vel, þunnum og söddum. En auðvitað virkaði það ekki sem skyldi, heldur fór okkur að líða illa í magunum. Þannig að þessi slæma ákvörðun átti eftir að fylgja okkur allan daginn, því auðvitað var hamborgarinn að trufla okkur, eða allavega mig allan daginn. En helíum frá sjálfstæðisflokknum lífgaði ágætlega upp á daginn, sem og þrjár góðar ræmur og góður félagsskapur Inga Vals og Skúla Skatts.

..gott veður.
Gleðilegt...

Hvað er um að vera ? Það eru liðnir tveir dagar síðan síðast. Það hefur aldrei líðið svo langur tími á milli blogga. Eins og endranær hefur nóg verið um að vera, en nóg um það síðar.

...Sumar !

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Allt að...

Jæja nú er búinn á því. Ég er búinn að vera að síðan klukkan 07:00 í morgun og ég er orðinn pínu þreyttur. Það er ekki nóg með það heldur hef ég verið á tveim vígstöðum í dag. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá byrjaði ég í útvarpinu í morgun kl 07:30. Þar á eftir fór ég á flugvöllinn en hoppaði í matartímanum til að taka upp Auðlindina, fréttaþátt um sjávarútvegsmál. Þá eru bara komin tvö útköll á einum degi, það gera sex tíma. En það er ekki nóg, heldur var ég kallaður út í þriðja skiptið og látinn græja tólin fyrir viðtal við Steingrím J Sigfússon sem sat fyrir svörum hlustenda rásar 2. Þrjú útköll á einum degi, það eru bara níu tímar og svo bætast ofan á það ellefu tímar sem ég vann á flugvellinum. Það gera bara tuttugu tímar á einum sólarhring, það telst nú bara ágætisnýting, það held ég nú.

Ekki nóg um það að mikið var að gera í vinnuni í dag, heldur var Steingrímur J Sigfússon undir smásjánni hjá Jóni Ársæli, umsjónarmanns sjónvarpsþáttarins Sjálfstætt fólk. Þannig að ég var í myndvélinni þegar Steingrímur sjálfur sat undir svörum hjá hlustendum rásar tvö, ekki nóg með það heldur var ég sérstaklega beðinn um að koma inn í stúdíó og láta mynda mig ! Ætli Jón og tökumaðurinn hafi hlustað á Samfés þáttinn minn ?

...gerast.
Það er eitthvað að...

Klukkan er 07:30 og ég er kominn í vinnuna. Ég er bara einn, en mér var sagt að mæta klukkan 07:30. Bara til að hafa það á skrá þá nennti ég varla að mæta, en gerði það samt. Guð forði mér ef ég er að mæta hingað eldsnemma fyrir ekki neitt, guð forði öðrum mönnum.

...það er eitthvað að.

mánudagur, apríl 21, 2003

Það líður...

Nú eru bara páskarnir að verða búnir, ég get ekki sagt að það sé mikill söknuður í því. Gærdagurinn var til dæmis mjög slappur hjá mér. Ég var varla vakanaður þegar mér var farið að leiðast. Hvernig getur maður þolað svoleiðis daga. Til að sporna við þessum leiðindum þá gerði ég mér ferð niður á Seyðisfjörð og mældi mér mót við Stefán Óðalsbónda. Það var bara mjög fínt. En þegar ég kom aftur heim um kvöldið þá fór mér strax að leiðast aftur, varla kominn inn í hús þegar maður var farinn að dæsa. Ég gerði mér þó dagamun og eldaði mér dýrindis kvöldmat sem samamstóð af lambakótilettum og karftöflum með mexíkóosti. Svona getur maður verið grand á því. Það var þá ekkert annað að gera en að horfa á sjónvarpið, fyrst að allir tölvuleikirnir míni séu orðnir af gamlir fyrir tölvuna mína. Það lá við að maður táraðist yfir Titanic. Svona getur maður verið lítil sál.

En þar sem að ég sé á netinu í vinnuni þá ætla ég að láta þetta blogg vera í boði Flugfélags Íslands. Njóttu dagsins og taktu flugið. Flugfélag Íslands.

...og líður.