laugardagur, október 04, 2003

Andskotinn !

Liverpool tapaði á mótið Arsenal. Andskotinn !

Afhverju lætur maður þetta fara svona með sig ? ég er ónýtur maður núna og verð það sennilega næstu daga ? Er lífið virkilega fótbolti ?

Andskotinn !

fimmtudagur, október 02, 2003

Allir velkomnir...

Ég hef ekkert að segja en ég er tengdur og vildi bara heilsa upp á aðdáðendur mína sem bíða tímunum saman eftir að ný færsla komi inn, svo gjörið svo vel.

Annars er bara allt gott að frétta úr hinum harða stafræna heimi netsins, Gunnar er tengdur að vanda og ekkert óvænt ber úr garði í dag.

...í kaffi í tröðinni.
Æææjææ...

Guð minn góður ! Ég er með svo mikla strengi að ég er að deyja... Ég asnaðist á Bandýæfingu á Þriðjudaginn (nota bene, það er Fimmtudagur í dag) og ég er gjörsamlega að deyja. Þegar ég sest niður þá koma stunur úr mér eins og úr sextugum manni... Ekki gott. Þetta er svoldið skrýtið, því ég var fínn í gær, daginn eftir æfingarnar. Hér með sannast það að ég er virkilega "slow" persóna, átta mig einu sinni ekki á því að ég sé með strengi, fyrr en eftir tvo daga... Guð minn góður.

Já það er oft slegið á létta strengi... ha ha ha

miðvikudagur, október 01, 2003

Snillingur !

Ég er búinn að komast að því að ég sé snillingur ! Á mínar eigin spýtur hef ég leyst þann vanda sem hrjáði þessa stórfenglegu síðu að íslensku stafirnir voru eitthvað skrýtnir... það var að vísu ekki flókið en samt ! Þetta er bara byrjunin, seinna meir munu uppfærslur blasa við og síðan mun komast í flokk fottustu síðna í hinum stafræna heimi internetsins !

Salút !

(ég hef mikið dálæti af upphrópunarmerkjum þessa dagana :) ! )