föstudagur, október 28, 2005

Hvar er síminn minn ?

Mig langar að benda á að lettneskur Nokia 1100 er á vergangi einhversstaðar hér norðanlands, annaðhvort í Háskólanum á Akureyri eða í Brautarhóli. Þeir sem sjá símann eru vinsamlegast beðnir um að hafa varann á, því hann bítur, fast !

Allavegana þá er ég GSM símalaus í augnablikinu.

Æstir aðdáðendur eru beðnir um að hringja í Brautarhól, Háskólann á Akureyri eða senda einfaldlega hugskeyti, ef þið þurfið endilega að ná í mig.

fimmtudagur, október 27, 2005

Próf !

Núna í morgun var ég í aðferðarfræðiprófi og það var prófað í SPSS tölfræðiforritinu. Ég hef ekki hugmynd hvernig mér gekk, en gróflega áætlað má hugsa að ég fái einkunn á bilinu 0 - 10.

Nú er bara að krossleggja fingur og biðja til SPSS !

Hallelúja og amen (analyze, descprivtive statistics, explore)

miðvikudagur, október 26, 2005

Afhverju ???

Já, afhverju er svo miklu auðveldara að skoða internetið heldur en að læra undir aðferðarfræðipróf ?

Getur einhver svarað því ?

þriðjudagur, október 25, 2005

Heilsuráð

Að borða hvítlauk er mjög hollt. Ef þú, lesandi góður, ert að verða eitthvað slappur, þá mæli ég eindregið með því að þú borðir einn hvítlauks klasa (eða bát, bút, eða hvað sem það nú kallast) svo þú verðir ekki veikur / veik. Hvítlaukur er nefninlega mjög gott varnameðal gegn allskyns kvillum !

Ég er eitthvað hálf slappur í dag, þannig að ég ætla að hjóla beint heim til ömmu og fá mér smá hvítlauk, nammi namm.

Láttu ekki þitt eftir liggja, fáðu þér hvítlauk strax í dag !

Ekki má svo gleyma að hvítlaukur ver mann svo ágætlega gagnvart blóðsugubitum. Ekki amalegt það Elli.

mánudagur, október 24, 2005

Suðurferð

Ég fór suður um helgina, sem var svo sem fínt, nema hvað að það var eitt sem setti svartan blett á þessa ferð.

Ég hitt einhvern algjöran hálfvita, sem vissi ekki neitt ! Hann var að rugla eitthvað um landsbyggðina og sagði að "mér finnst ekki sanngjarnt að við hérna fyrir sunnan séum að halda upp einhverjum litlum bæjarfélögum"

Í fyrstu þá gapti ég, en það var ekki fyrr en hann sagði líka að "Ég er samt algjör sjálfstæðismaður, en það skiptir mig líka miklu máli að allir hafi jafnan rétt" Að ég sá að þetta var bara fífl.

En hverju er svo sem að búast af manni sem hefur ekki einu sinni komið til Akureyrar, því hann lét mig vita að það lengsta norður sem hann hafði farið var upp í Hrútafjörð.

Í stuttu máli, þá hlustaði ég á þennan asna í smá stund, rökræddi aðeins við hann og sagðist svo ekki nenna að tala við hann.

Það er samt ótrúlegt að það sé til svona fólk á Íslandi. Ja hérna hér !