þriðjudagur, janúar 25, 2005

Glænýjar myndar !!!

Smellið hér til að verða vitna að stórkostlegri skemmtun
Árið 2004 var kvatt með viðeigandi hætti, sumsé með óhóflegu áti og drykkju, sem og með sprengingum. Ég tók Canon ixus með í för þetta kvöld, en ég get talið mig heppinn að týna henni ekki þetta sama kvöld... það helltist einhver ólyfjan í mig svo ég var eitthvað utan við mig. Allavegana, njótið vel.

mánudagur, janúar 24, 2005

Alltof stuttur tími...

Þá er víst komið að því... maður fer nú bara að fara. Allt er tilbúið, flugmiðinn og allt svoleiðis, nema kannski bara ég.

Ég er sumsé að fara til Lettlands, nánar tiltekið til Ventspils, sem er vestarlega í Lettlandi, við Eystrasaltssjóinn. Ég hlakka mikið til þess að fara, en kvíði líka fyir því, en ætli það sé ekki líka eðlilegt.


Ventspils er, eins og sést, hafnarborg. Þetta er víst ekki "heitasti" staðurinn í Lettlandi, en þetta legst vel í mig.

Nú þannig að 7 febrúar næstkomandi þá hverf ég af landi brott og verð í burtu í hálft ár. Ekki slæmt það. En ég á eftir að láta heyra í mér, er ekki málið í dag að halda úti vefdagbók og skrifa um ævintýri og hasar í fjarlægu landi ? Ég held að Lettland sé ágætis vettvangur í það.