laugardagur, apríl 30, 2005

Laugardagur til lukku...

Thad ma med sanni segja ad eg hafi tekid laugardaginn i dag rolega.

Dagurinn byrjadi klukkan 11, en tha hringdi klukkan, en eg snoozadi...
og snoozadi...
og snoozadi adeins meira...
sidan snoozadi eg pinulitid i vidbot...
thangad til ad eg snoozadi orlitid lengur...
og for svo a lappir.

Eg held ad eg hafi nad Islandsmeti i snoozi i dag, en timinn var um 2 klukkustundir og 40 minotur. Ekki slaemur arangur thad !

Ekki segja svo ad madur geri ekki neitt herna uti !

En eftir thetta langa snooz, tha for eg a roltid og var a ferdinni i thrja tima. Eg var ad leita af almennilegum gistihusum handa mommu og co, en fann ekki neitt almennilegt. Einnig rolti eg ad vita einum sem er thonokkud i burtu og thad var oskop venjuleg lifsreynsla. Kvoldinu eyddi eg svo i bio og a Internetinu.

Nettur dagur !

Sidan er thad bara vinna a morgun, sem er gott, thvi eg er buinn med allan klosettpappirinn heima.


Svona gaeti Sigmar litid ut eftir 40 ar ef hann heldur afram ad snooza svona mikid.
Myndin er af Raimonds Pauls, Lettlandsmeistara i snoozi.

föstudagur, apríl 29, 2005

Sybbinn klukkan fimm...

Eg verd ad jata thad ad eg er daudthreyttur i dag, jafnvel tho ad eg svaf til klukkan 2 i dag. Astaedan er su ad eg var a naeturvakt a heimilinu i nott og kom ser vel ad notum thar reynslan ur naeturvardastarfinu i Menntaskolanum a Egilsstodum.

Thetta var svo sem ekkert erfitt starf, bara ad koma theim yngstu i hattinn um niu og reyna svo ad reka eftir theim eldri, sem er audvitad haegara sagt en gert. Eitthvad kannadist eg nu vid thegar eldri krakkarnir voru med sma uppsteyt yfir thvi ad fara ad sofa og voru ad fiflast fram eftir kvoldi... Eg held ad eg hafi sed thetta einhversstadar adur.

En thad merkilega var ad thad voru tveir drengir, Dima og Sascha ( badir um 17 - 18 ara), sem foru bara ekkert ad sofa. Eg verd nu ad vidurkenna ad eg kannast nu eitthvad vid thad lika... En thad skrytna er ad thessir tveir eru ekki ad gera neitt, ekki svo eg viti af. Hvorugir eru i skola og ekki get eg sed ad their seu i einhverskonar vinnu, their eru bara tharna.


Sigmar bra ser i hlutverk naeturvardar sidustu nott, en skommu eftir thad toku danskir kvikmyndagerdarmenn sig til og gerdu mynd um afrek Sigmars thessa forlatu nott.
ATH umhverfi og personum hefur verid breytt orlitid til varnar adstandendum Barnaheimilinsins i Selga.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sumarid er alveg ad koma...

Thad lidur ekki a longu ad madur fari ad maeta i stuttbuxum i vinnunu og kvarta unda hita hverju einustu minotu... thvi sumarid er rett handan vid hornid.

Eg kvidi samt fyrir odru sem fylgir sumrinu, en thad eru fjandans flugurnar ! I dag sa eg sennilega sa staersti randaflugu sem hefur verid uppi a jordinni og tafdi hun mig um svona eina minotu vid ad fara ut ur posthusinu i Ventspils.

Til thess ad synast ekki algjor vaeskill tha leit eg bara snoggvast i hina attina og thottist sja eitthvert ahugavert postkort fra Lettlandi en i raun var eg bara ad bida eftir ad thetta ferliki myndi halda burt ad leid... Postkortid var svo sem fint, en thad var betra thegar hlussan for fra hurdinni.


Fidrildin eru samt falleg, enda bita thau ekki...

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Pirringur...

Afhverju er ekki haegt ad kaupa stilabaekur i Lettlandi sem eru linustrikadar ? Allar thaer 378 baekur sem eg hef skodad i sennilega jafnmorgum budum sem eg hef farid i voru eingongu med stilabaekur sem voru rudustrikadar.

Eru thetta einhverjar leifar ad sovettimanum ? Var bannad skrifa a linustrikud blod ? thottu thau kannski of vestraen ? Frelsi manna til ad skrifa a linustrikud blod thotti kannski of uppreisnargjarnt. Thetta er otrulegt.

Thad la vid ad eg sprakk ur braedi i einni budinni i dag, eg var naestum buinn ad aepa a starfsfolkid og spyrja thad hvort Lettland vaeri ekki sjalfstaett land, med frelsi til ad skrifa a linustrikud blod !!!
Threyttur eftir fjora...

Nuna i dag er eg a langri vakt, fra 09:00 - 21:00 og strax eftir fjora tima er eg ordinn threyttur.

Eg er buinn ad komast ad thvi ad eg gaeti aldrei verid leikskolakennari, eda einhverskonar serkennslukennari fyrir ung born, thvi eg er einungis med thrja krakka a aldrinum 3 - 4 ara sem eg er ad passa og thad er meira en nog.

Thetta vaeri svo sem allt i lagi ef thau myndu haga ser vel og vilja leika ser saman i stad thess ad haga ser illa og rifast og grenja allan timan, en thad er svo sem ekki haegt ad asaka thessi grey enda eiga thau erfitt og madur ser thad og finnur greinilega ad theim vantar sma alvoru foreldra vaentumthykkju, ekki bara gervi fjolskylduumhverfi sem thau skynja greinilega.

En mikid geta thau verid othekk samt sem adur...

Eg er viss um ad eg hef verid ljufur sem engill a thessum arum, thad getur bara ekki annad verid...


Andlitid skyrir greinilega hvad eg er ad gera a hverri stundu... Tharna gaeti eg verid ad passa thau minnstu til daemis.

mánudagur, apríl 25, 2005

Es esmu no islandes !

Thad er skemmst fra thvi ad segja ad fyrirlesturinn um Island er buinn ad sla i gegn !!!

Ekki nog med thad ad vera bokadur i annan skola ad fara med sama fyrirlestur, tha var eg einnig spurdur hvort eg gaeti komid i vidtal fyrir eitthvad timarit sem verdur gefid ut i Ventspils...

Madur er bara a barmi heimsfraegdarinnar, og thad i Lettlandi !