laugardagur, apríl 05, 2003

Laugardagur...

Ég er ógeðslega þunnur og á eftir að fara á fyllerí í kvöld. Andskotinn.
best að fara að vinna.

Ætti maður að halda áfram í Mission ?

föstudagur, apríl 04, 2003

Mission Failed...

Það er merkilegt hvað maður verður þreyttur þegar maður fer seint að sofa... Minns fór á Orminn í gær, fékk mér bjór, hitti fólk og fór seint að sofa. Annað var það ekki, en þó var þetta fínt. Að vísu sé ég drullu mikið eftir því að hafað farið á Orminn, þreytan er þónokkur núna og mín bíður langur dagur. Það er spurning hvort maður skralli í kvöld ?
Eitt er þó víst að vinnuafköst eiga eftir að minnka töluvert, þarsem að ég fann geislaplötu með laginu Nínu á. Ég efa ekki að lagið eigi eftir að hljóma vel og lengi í kollinum mínum fram eftir degi, ef ekki viku.
Takk fyrir það.

Retry mission
Abort mission
Resume mission

Það er spurningin.

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Loksins kominn með heimild....

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, alveg fullt. Ég fór í bankann og borgaði nokkra reikninga, meðal annars símreikning upp á heilar 4410 íslenskar krónur, það er meira það sem maður blaðrar. En það var ekki það eina sem ég gerði í bankanaum í dag, ég sótti nefninlega um Visa kort, svarta kortið svokallaða. Það er ekki nóg með það að ég sótti um kort, heldur setti ég feita heimild á kortið. Ætli 300.000 sé nóg ? Ég held að manni veiti ekki af, fyrst maður fer í tvær reisur í sumar. Það gekk glaður maður út úr bankanum í dag. Sú gleði hélst ekki lengi. Því miður þurfti ég að fara í heimsókn til samsærissamtakana í dag og láta bora í eina tönn. Það kostaði drjúgan skildinginn. Þannig að leiður maður, sem var glaður fyrr um daginn, gekk út úr samsærissamtökunum í dag.

það er spurnig hvort maður komist í gegnum málmleitarhliðin núna ?

Ég´ra fara til tannlæknis...

Það er mikil tilhlökkun í mér í dag því ég fæ að hitta uppáhalds félagann minn, Tannlæknin. Það er sama hversu oft maður hefur farið til hans, þá er alltaf jafn leiðinlegt að koma aftur, þó sérstaklega þegar hann glottir og segir að það sé skemmd. Stundum held ég að tannsi sé bara að plata, því þegar hann sér eitthvað athugavert við kjaftinn á mér, þá fer hann að tala á dulmáli. Hver kannast ekki við þegar tannlæknirinn setur upp "svipinn" og þylur upp "já... það er karíus í ceres baktus fremri og bíddu við... mér sýnist að það sé clorus tveir í maxus fremri" Hvað þýðir þetta allt saman ? maður kannast við karíus og baktus frá því þegar maður var lítill, en það er óþarfi að nudda þessu framan í mann þegar maður er orðinn eldri. Ég held að Þetta sé allt saman eitt stórt samsæri. Það voru í raun taannlæknar sem settu upp leikritið Karíus og Baktus því fólk var farið að gruna eitthvað, farið að greina þessi tvö orð frá öðrum og farið að hafa efasemdir um merkingu þess. Þessvegna setti Tannlæknafélag Íslands upp leikritið til að villa um fyrir okkur, blása ryki í augu almúgans.

Svo endilega munið að nota tannþráð.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Jæja, tæknin er eitthvað að stríða okkur...

Það lítur út sem að ég sé að klúðra þessu. Ég var kominn með sex í röð en þá..... Þurfti "tæknin" að fara að hafa einhverja skoðun á þessu öllu saman. Ég veit ekki hvað kom fyrir en ég var búinn (í gær 1 apríl 2003) að skrifa mikinn og fallegan texta (sem sést einmitt hér fyrir framan) sem virtist ekki koma sér til skila... í gær. En ég skrifaði hann í gær. Það þýðir víst lítið að sakast við því núna, heldur gráta Björn bónda og safna liði.... Ég vill einmitt gráta hann Bjössa, því ég er svo tilfinningalega opinskár. Jæja, nú er ég farinn að bulla. Annars lítið að frétta, er að fara í myndatöku í kvöld og svo bandý DAUÐANS. Var í handbolta í gær, náði 100% skotnýtingu, þrjú skot og þrjú mörk. Var fínn í vörninni (að mínu mati), varði nokkur skot, meðal annars með andlitinu, það var ekki gott, bara frekar vont.

Gamalt og gott rules !

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Ég bara skil ekki...

Ég var búinn að setja inn fullt af texta en ekkert gerðist. þó sé ég hann í "post-inu"

ég bara skil ekki...
Jæja, þá er það víst kvöldið áður....

Æj, það er svo langt síðan að ég var á Akureyri að ég er búinn að gleyma flest öllu eða finnst ekkert gaman að skrifa um það núna. En svona var það nokkurnveginn í hnotskurn. Kom á laugardaginn 29 marz, með flugi (ég ferðast ekki í rútu eða bíl eins og sótsvartur almúginn). Lenti í Reykjavík og var búinn að mæla mér mót við félaga minn, hann Brynjar Einarsson. Því miður fyrir hann (og mig líka) þá komst ég með næstu vél norður, þannig að ég hafði 10 mín. spjall við félagann. Það var svoltið skítt, þar sem hann var búinn að fá frí úr vinnuni. Um 15:45 lenti vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Þar beið móðir mín eftir mér. Svo fór ég í skylduheimsóknir hér og þar um bæinn og beið í rauninni eftir kvöldinu (enda var aðalástæðan að fara að skralla). Dagurinn leið og kvöldið kom. Át dýrindis mat sem mamma eldaði, það var kanadískt svínaket, mjög góð máltíð sem var skoluð niður með Cato Negro rauðvíni, kannski fullmiklu, þar sem ég kláraði flöskuna. Auðvitað reyndi ég að fara á söngkeppnina sjálfa en komst ekki inn sökum miðaleysis. Í raun skipti það engu máli, því ég nældi mér í drykkjufélaga fyrir utan, þá Andra Rey (son Haralds Bjarnasonar, ritstjóra Auðlindarinnar, fréttaþátt um sjávarútvegsmál) og Emil. Þar var drukkið og mikið gaman og enduðum við í Partý hjá Kenny, einhver félagi frá Bandaríkjunum sem er hér á Íslandi að spila íshokkí. Þar var ágætis teiti, ágætis félagar sem voru samakomnir þar. Eftir Teitið var haldið niðrí Bæ. Nota bene: á þessum tímapunkti var ég orðinn þá þegar nokkuð ölvaður. En skiptir ekki máli, í bæinn fór ég og hélt áfram drykkjuni í góðra vina hópi. Pöbbaröltið stóð langt fram á nótt og hitti maður margan góðan manninn. Eins og áður segir þá var ástandið orðið frekar slæmt og fór versnandi, þannig að smáatriði detta út. En þannig var þetta í hnotskurn, fór í bæinn á pöbbarölt og skemmti mér konunglega. Eyddi 770 í leigubíl heim og sé alls ekki eftir því, ein besta fjárfesting sem ég hef gert á ævinni, ég var ekki að nenna að labba 3,1 km heim. Daginn eftir var ég þunnur, eins og vera ber.

Takk fyrir það og þetta er nr. sjö í röð !

mánudagur, mars 31, 2003

Góð þynnka er gulli betri

Guð hvað maður verður ferskur ef maður upplifir góðan þynnkudag. Dagurinn í gær byrjaði nú ekki vel, vaknaði með hausverk dauðans og það eina sem ég gat gert var að fara inn á klósett að æla. Eftir að hafað tæmt magann, eða gert hann klárann fyrir frekari neyslu seinna um daginn eins og ég vill frekar kalla þessa athöfn, þá var farið og spjallað við mömmu, sem hló nú bara að mér. Þá lagði ég mig aftur, en kom fílefldur til baka og tilbúinn í Feita neyslu. Þannig að ég og mamma fórum og fengum okkur skíthoppara á Crown Chicken eða "Crown City" eins og staðurinn hefur verið kallaður áður. Eftir matinn var farið á þynnkurúnt og ís snæddur á meðan. Ástandið var gott sem fullkomið. En góðir hlutir taka víst líka enda, enda þurfti ég að komast heim til Egilsstaða. Það kom í hlut Þorsteins Helga Ásbjörnssonar að ferja mig aftur tilbaka í austurlandið. Það var góður rúnturm, enda vorum við líka báðir tveir í svipuðu ástandi, þ.e. þunnir (þótt ég hafi verið í ívið verrra ástandi). Eftir þennan góða rúnt var komið að eyða kvöldinu í þynnku, þannig að mynd varð fyrir valinu enda hvað annað er betra til þess fallið ??? þynnka á myndar er eins og pízza án pepperónís. Það vildi einnig svo heppilega til að Ríkharður Hjartar Magnússon var líka í slæmu ástandi (þunnur) og var meira en til í þynnkumynd. Mér leið vel þetta kvöld og dag, enda var ég í góðum félagsskap góðra manna. Þannig var þynnkan hjá mér í hnotskurn. Fregnir af kvöldinu sjálfu koma seinna, mér fannst að þynnkan ætti góða umfjöllun skilið, enda var hún góð og flakkaði landshluta á milli.

p.s.

Sex í röð...

sunnudagur, mars 30, 2003

Sá fimmti...

Þynnka dauðans !

Fór út á djammið í gær á Akureyri og er að upplifa eftirköstin eftir gærnóttina. Ég skildi ekkert í því afhverju ég væri svona þunnur en komst svo að því seinna að ég stútaði heilli rauðvínsflösku (cato negro) áður en ég fór í bjórinn, þar liggur ábyggilega hundurinn grafinn. Þannig að maður bíður bara eftir matarlystinni og skreppur niðrí bæ í eitthvað feitmeti, svona rétt til að rétta sig af. Ég held að ég bíði með að skrifa eitthvað meira (þarf að hlaða batteríin). Þannig að við bíðum betri heilsu, bæði andlegrar og líkamlegrar áður en haldið verður áfram með skriftir.

Bið að heilsa.