föstudagur, janúar 23, 2004

32-29

Kvöldið í kvöld byrjar ekki vel... Ísland tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, sem þýðir að Ungverjar eru komnir á svarta listann minn. Fyrirhugað stríð mun væntanlega hefjast snemma í vor og mun ég, ásamt bandamönnum mínum, stefna markvisst að því að sölsa undir okkur ungversku þjóðina og leysa upp handknattleikssambandið þar í landi.

Annars birtit ágætlega yfir hjá mér í kvöld. Eins og áður segir þá er Bóndadagur í dag og hefur Eva Beekman (Eva Lækur) sú mæta kona, ákveðið að elda handa mér kvöldmat. Á matseðlinum í kvöld er lagbaka (lagsagna) og hefur hún lagt hjarta sitt og sál í réttinn. Við gleðjumst ákaflega yfir því.

Látum svo hendur standa fram úr ermum !!!
Til hamingju !

Nú er dagur karlmanna genginn í garð, bóndadagurinn. Það er skemmst frá því að segja að mér hafi tekist vel til þegar ég lagði til fyrir ríkisstjórn Íslands að halda uppá dag karlkyns þegna þjóðarinnar. Að vísu var eitthvað þras um nafnið á deginum, en ég stóð fast á mínu og hélt nafngiftinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég kenndur við Bónda, og taldi þá það eiga vel við að nefna daginn eftir mér. En nóg um sögu Íslands.

Eins og nefnt var í síðustu færslu þá gengu uppfærslur á síðunni í garð og ákvað ég að koma tvíefldur til leiks, og geri það einmitt með þessari færslu ! Að vísu á eftir að leggja fyrir nefnd hvernig innihald síðunnar muni endurspegla breytingarnar en til að byrja með þá mun formið vera frekar staðla, þar að segja, fréttir af mér sjálfum. Þannig að aðdáðendur síðunnar ættu ekki að örvænta enn sem komið er. Nóg um það.

Til hamingju allir karlmenn þjóðarinnar, það er björt framtíð fyrir okkur alla !

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Ja hérna...

Detti nú allar dauðar lýs úr höfði mínu ! Mér til mikillar undrunar þá tók ég aftir (fyrir algjöra tilviljun) að uppfærslunar á síðunnu sem að ég og Gazzi höfðum brasað við einhverntíman fyrir áramót án þess að virka, höfðu litið dagsins ljós einhverntíman á síðastliðnum tveim mánuðum ! Að hugsa sér ? aldrei hefði ég vitað að hinir stafrænu andar internetsins hefðu lagt blessun sína yfir síðuna, sem ég hélt að yrði dauðadæmd !

Við þetta stórfenglega kraftaverk hef ég ákveðið að koma tvíefldur til leiks og byrja að skrá niður dagbókarfærslur inn á hugarheim tænitröllsins !

...lofi sé Bill Gates