föstudagur, júlí 02, 2004

Stefán Gunnlaugsson frá Stóru Hvönn, Takk fyrir mig !

Ég, Sigmar Bóndi, vil þakka honum Stefáni kærlega fyrir mig. Stefán hefur í gegnum tíðina staðið sig mjög vel í framleiðslu sauðfjár í innsveitum Skagafjarðar. Til dæmis má nefna stórkostlega framleiðslu sem endaði sem hangiálegg í samlokunni sem ég smurði í nesti fyrir vinnuna í dag. Gefum Stefáni gott klapp.

Ærin Sibba með lambið sitt Surt. Surtur endaði nefninlega sem hangiálegg í samlokunni minni í dag.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Þetta er ömurlegt !

Afhverju þarf liðið sem maður er búinn halda með í gegnum allt Evrópumótið að tapa gegn ömurlegu liði !

Grikkland Sucks !

Grikkir spiluðu ömurlega leiðinlegan fótbolta allan leikinn og drulluðu boltanum inn á síðustu sekúndum í fyrri hálfleik framlengingar. Mikið rosalega getur maður orðið fúll út af svona.

Lífið er víst ekki sanngjarnt, en ég skal hefna mín fyrir hönd Tékka. Ég hef útbúið mynd sem mun flekka mannorð allra Grikkja í heiminum og ekkert mun stöðva mig ! Þar sem ég hef aðgang að heimum internetsins þá mun ég nýta krafta mína til að rægja Grikki. Þeim er nær að slá Tékka út úr Evrópukeppninni.


Hámenning á Austurlandi.

Bóndinn/Tröllið gerði sér glaðan dag í gær og fór á tónleika með stórhljómsveitinni Týr í gær og skemmti sér alveg konunglega. Það var ágætis mæting þrátt fyrir mjög slæma kynningu á tónleikunum (tók bara eftir einni auglýsingu á Egilsstöðum). Þetta eru alveg hreint magnaðir kappar og eru mjög kröftugir og flottir ! Ekki sakaði heldur að versla sér báða diskana með þeim og fá þá áritaða :-)Magnað að fá svona menningu hingað austur !

miðvikudagur, júní 30, 2004

Er það málið að byrja að halda út dagbók á netinu aftur ? Það er að vísu búið að ansi langt stopp hjá mér, þrátt fyrir yfirlýsingar um að vera duglegri... En núna er maður kominn með ADSL heim í kjallarann, þannig að það ætti að verða smá breyting á því...

Sjáum til og bíðum spennt eftir niðurstöðunum

Der Bauer von Kunckelstiksterstraße 43