fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Er málið að fara að brjóta einhverja glugga ?
Ég sit og horfi út um gluggan. Mér leiðist, þannig að ég glugga aðeins í Austurgluggan. Les grein um glugga.net. Glugga.nets greinin í Austurglugganum er leiðinleg, þannig að ég ræsi gluggakerfið í tölvunni minni. Ég glugga í gegnum síðurnar, hlusta á útvarpið í netvarfa gluggakerfissins, þar er Bubbi að syngja um stúlku sem starir út um gluggan. Ég horfi út um gluggan, hugsa um félaga minn, Gluggagægjir, ímynda mér að ég sé að horfa á hann í gegnum gluggan, horfa inn um annan glugga. Það er kominn ágúst, Gluggagægjir á ekki vera í huga mínum núna.
Það eru of margir gluggar opnir hjá mér. Það er hættulegt að hafa of marga glugga opna í einu, þá kemur bara upp ólögleg aðgerð í gluggum...
Ég held ég sé orðinn gluggaður.
Ég sit og horfi út um gluggan. Mér leiðist, þannig að ég glugga aðeins í Austurgluggan. Les grein um glugga.net. Glugga.nets greinin í Austurglugganum er leiðinleg, þannig að ég ræsi gluggakerfið í tölvunni minni. Ég glugga í gegnum síðurnar, hlusta á útvarpið í netvarfa gluggakerfissins, þar er Bubbi að syngja um stúlku sem starir út um gluggan. Ég horfi út um gluggan, hugsa um félaga minn, Gluggagægjir, ímynda mér að ég sé að horfa á hann í gegnum gluggan, horfa inn um annan glugga. Það er kominn ágúst, Gluggagægjir á ekki vera í huga mínum núna.
Það eru of margir gluggar opnir hjá mér. Það er hættulegt að hafa of marga glugga opna í einu, þá kemur bara upp ólögleg aðgerð í gluggum...
Ég held ég sé orðinn gluggaður.
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Stuð á Akureyri.
Núna um síðustu helgi (verslunarmannahelgi) þurfti lögreglan á Akureyri að hafa afskipti af mér. Ástæðan var lítilvægleg en ég var víst að kveikja eld á stað þar sem ég mátti ekki gera það, nánar tiltekið á miðju Ráðhústorgi. Lögreglan kom að eldinum slökkti í honum með því að stappa ofan á honum og avítti mig síðan og sagði, orðrétt; "Reyndu svo að þroskast". Ég tel mig hafa verið mjög þroskaðan með því að halda kjafti og segja ekki neitt og bíða með að kveikja eldin aftur þangað til að löggan var farin. Í raun var þetta athæfi mitt ekki mér að kenna, heldur greyið stráknum sem gleymdi úlpunni sinni á ráðhústorginu.
Hér má sjá lögregluna á Akureyri taka á vandamálum nýliðinnar helgi á Ráðhústorgi hins himneska friðar.
Núna um síðustu helgi (verslunarmannahelgi) þurfti lögreglan á Akureyri að hafa afskipti af mér. Ástæðan var lítilvægleg en ég var víst að kveikja eld á stað þar sem ég mátti ekki gera það, nánar tiltekið á miðju Ráðhústorgi. Lögreglan kom að eldinum slökkti í honum með því að stappa ofan á honum og avítti mig síðan og sagði, orðrétt; "Reyndu svo að þroskast". Ég tel mig hafa verið mjög þroskaðan með því að halda kjafti og segja ekki neitt og bíða með að kveikja eldin aftur þangað til að löggan var farin. Í raun var þetta athæfi mitt ekki mér að kenna, heldur greyið stráknum sem gleymdi úlpunni sinni á ráðhústorginu.
Hér má sjá lögregluna á Akureyri taka á vandamálum nýliðinnar helgi á Ráðhústorgi hins himneska friðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)