föstudagur, febrúar 17, 2006Ég er William Wallace. Samkvæmt niðurstöðum ofurhetjuprófsins sem ég var að taka þá er ég enginn annar en skeleggurinn hann Willian Wallace hinn skoski, sem gerði garðinn frægan í baráttum gegn Englandskonungi. Ekki amalegt það.

William Wallace

88%

Lara Croft

71%

Maximus

71%

El Zorro

71%

Indiana Jones

67%

James Bond, Agent 007

63%

The Terminator

54%

Neo, the "One"

54%

Batman, the Dark Knight

50%

Captain Jack Sparrow

50%

The Amazing Spider-Man

42%

Hvaða ofurhetja ert þú ?
created with QuizFarm.com
Salatbars *** og 1/2

Það má með sanni segja að ég hafi gert mér glaðan dag í hádeginu í dag. Ég skellti mér á salatbarinn í Háskólanum á Akureyri með pompi og prakt. Ofneysla salats átti sér auðvitað stað því ég skóflaði vel á diskinn hjá mér, því ábótin er víst engin á þessum rómaða bar.

Ég verð nú að segja að ég var meira að segja nokkuð ánægður með diskinn hjá mér. Öll hlutföll tegunda vori í réttu magni og brögðuðust mjög vel, fyrir utan litlu tómatana en það var smá geymslubragð af þeim. Á heildina litið þá var þetta mjög góður salatbar og fær hann 3 og 1/2 af fimm mögulegum.


Keimlíkur var diskur Sigmars og þessum en bragðaðist sennilega betur.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hlekkir

Var að bæta við nokkrum Hlekkjum á síðuna !


Hlekkur frá Túnsbergi


Hlekkur frá Hofi

Og svo náttúrulega...


Hlekkur frá Stóra Hvammi

Ég var samt einnig að bæta við og uppfæra hlekkina hér til hægri, gömul blogg eru farin út og ný komin inn !

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

VerðbréfÞað er nóg um að vera í verðbréfabraskinu hjá mér þessa dagana. Gengi FL group er að rísa upp úr öllu valdi þannig að það má alveg eins að ég fari að kaupa KB banka með þessu áframhaldi.

Sjáið bara:

Hlutabréf
FL GROUP hf. 10.500,00 kr. 27,7 1,000000 ISK 290.850,00 kr.
Samtals eignir: 290.850,00 kr
.

Ég á hlut upp á 10.500 krónur en get selt það fyrir 290.850 krónur í dag. Ekki amalegt það.

Magnað hvernig þessir hlutir virka.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Helgin sem leið...

Ég hugsa að best sé að stikkorða helgina sem leið, ég er ekki í milu stuði til þess að skrifa mikið.

Föstudagur

* Spennti músaboga
- þruskið var farið að fara í pirrurnar á mér
* Horfði á Star Wars 3 með Binna bróðir
- var alveg hrikalega spenntur allan tímann

Laugardagur

* Kom að vettvangi morðs
- Músin hafði komist í suðusúkkulaðið sem ég egndi fyrir henni. (Set inn myndir seinna af greyinu)
* Las heilmikið í ritum Karli Marxs
- Án þess þó að skilja það
* Skrapp á þorrablót með mömmu, ömmu og Guðmundi
- Þar byrjaði kjaftæðið
* Skrapp á Vélsmiðjuna með mömmu, ömmu og Guðmundi (Binni kom við seinna)
- Þar hófst ölvunin, hjá mömmu, ömmu og Guðmundi (já ömmu líka )
* Var bílstjóri kvöldsins
- Skemmti mér konunglega yfir ölvun hópsins (Binni sofnaði m.a. á leiðinni heim)
* Fór alltof seint að sofa
- Lið komst ekki heim fyrr en um 5 leytið

Sunnudagur

* Fótbolti
- var samt hálf þunnur frá því deginum áður, sennilega af ofneyslu kaffis.
* Kvöldmatur hjá mömmu
- Tveim sjálfboðaliðum var boðið í plokkfisk
* vídeogláp
- Horfði á "Liliya 4-ever". Fór næstum því að grenja í lok myndarinnar.

Svona var nú þessi helgi hjá mér í hnotskurn. Ég var með stafræna myndavél á mér einhvern hluta helgarinnar, þannig að það má búast við einhverjum myndum ef ég verð ekki of latur.