laugardagur, mars 18, 2006

Ástarþakkir


Mig langar að þakka símanum kærlega fyrir heilsufarinu sem er ríkjandi í dag en þeir voru svo almennilegir í sér að bjóða mér og nokkrum öðrum krökkum í heimsókn til sín í gær.

Þegar leið á kvöldið þá var maður boðaður á Vélsmiðjuna til þess að fylgja tveim yngismeyjum frá Grenivík um dansgólf staðarins og tel ég að það hafi nú gengið bærilega.

Annars hrjáir almennt andleysi mig núna, enda verður maður hálmaltur eftir neyslu áfengra drykkja sem hafa yfirleitt ekki góð áhrif á heilsufar fólks ef neytt er um helgi.

Svona er nú það.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Hlýindi

Í dag var rosalega gott veður og það var gaman. Ég fór ég úlpulaus í skólann og Það var rosa gaman. Í skólanum hitti ég marga krakka og það var líka gaman. Sólin skein inn í skólann og það var gaman en í skólanum var heitt en það var ekki gaman.

Afleiðingar þess að sólin skein inn í skólann voru ekkert rosalega skemmtilegar, þó svo að það hafi litið alveg einstaklega vel út.

Að sitja fyrir framan tölvuskjá og dunda sér á netinu er hálf fúlt þegar maður er allur þvalur út af hita í húsnæði skólans.

Ég hlakka ekki til þegar nær dregur sumri og það tekur að hlýna almennilega. Spurningin er samt sú hvort maður fari þá ekki að mæta léttklæddur í skólann? Ég held að hlýrabolur og stuttbuxur verði "in" í vor hjá háskólanemum á Akureyri.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Smá pæling...

Hvort ætli perrar, beri saman bækur sínar eða brækur sínar ?


Bara svona til hugleiðingar...
Helvítis próf !

Djöfull er pirrandi að vera með alla hluti á hreinu fyrir próf en "fokka" öllu upp þegar að prófinu kemur.

Grundvallaratriði og tímaþrot er eitthvað sem ég er að klikka á.

Nú er bara að bíða eftir því næsta !

mánudagur, mars 13, 2006

Hvar er glófinn minn ?

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá virðist ég alltaf týna vinstri hanskanum af flestum pörum sem ég hef átt í vetur.

Samtals hafa fern hanskapör fyrnast í vetur og þar af eru þrjú sem eru vinstrihanskalaus. Aðeins eitt par hefur horfið alveg sporlaust og gerðist það á fyrsta degi í Noregsfor minni um áramótin.

Ég hef nú brugið á það ráð að sameina hægrihandarhanska í eitt par. Ég sný bara örðum hanskanum upp og treð honum á vinstri hendina. Það virkar ágætlega.


Hefur einhver séð vinstrihandarhanska á vergangi upp á síðkastið ?

Ef einhver spyr um ástæðu misræmis á hönskum hjá mér þá ber ég fyrir mig tísku.