laugardagur, febrúar 04, 2006

Heiðarleg tilraun

Ég brunaði upp í skóla í dag og ætlaði svo aldeilis að fara að læra enda var ég kominn í smá stuð eftir morgun/hádegismatinn.

En allt kom fyrir ekki. Eins og venjulega og ég endaði bara með því að fara á Internetið sem dró niður allan lærdómshug úr mér.

Þetta er farið að koma furðu oft fyrir mig þessa dagana... En samt er letin að læðast úr manni.

Ég hef það mér nú til málsbóta að fyrir svona tveim árum síðan þá hefði mér einu sinni ekki dottið það í hug að fara að læra á laugardegi ! Tja, jafnvel fyrir tveim vikum síðan þá hefði ég einu sinni ekki nennt að hugsa um það að fara að læra á laugardegi.

Batnandi mönnum er víst best að lifa.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Íslensk málnotkun

Verður að bíða því ég er að gera íslensku verkefni núna og ef ég fjalla eitthvað meira um eitthvað þvíumlíkt í dag þá á ég hættu á að brenna mig og fá leið á því að ræða íslenskt mál og fari alfarið að snúa mér að norsku.

ekki viljum við það ?

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Enginn tími

Þið eruð alveg rosalega óheppin í dag því ég var að fara að skrifa eittvað skemmtilegt um orðnotkun íslendinga en tók þá eftir því að handboltaleikur mill Íslands og Rússlands var að fara byrja, þannig að ég hef ekki með nokkru móti tíma til þess að skrifa eitt né neitt um orðanotkun okkar.

Bíðum betri tíma.

Látum hendur standa fram úr ermum ! Koma svo strákar !

mánudagur, janúar 30, 2006

Vopnað rán !

Maður fremur rán í Happdrætti Háskóla Íslands vopnaður byssu.

Er ekki allt í lagi ?

Maður spyr sig...