miðvikudagur, september 15, 2004

Læra, leika og lita...

Það er mjög erfitt að byrja aftur í menntaskóla, afhverju kláraði maður þetta ekki þegar maður gat, á skikkalegum tíma ?

Maður verður víst að sætta sig við sína eigin leti og láta sér þetta að kenningu verða, þó það virðist seint ætla að lærast.

Maður verður bara að gera gott úr því og læra eins og maður ætti lífið að leysa !

þriðjudagur, september 14, 2004

Fabian Fucking Barthez !

Eins og glöggir lesendur mínir hafa eflaust tekið eftir, þá eyddi ég þónokkrum tíma í Parísarborg ástarinnar. Það var gaman.

Það var aðeins eitt sem skyggði á þessa frægðarför mína til Franslands, og það var sköllóttur fyrrverandi markvörður Manchester United, núverandi markvörðu Marseille og franska landsliðsins. Ég tók upp á því að fara að hugsa aðeins um franska landsliðið í knattspyrnu, sennilega vegna þess að ég var í Frakklandi og einnig vegna þess að ég sá fréttir í frönskum fjölmiðlum (sem að ég skildi að vísu mjög lítið í) um næsta leik liðsins við Færeyjar, en ég var þar einmitt áður en ég fór til Frakklands, en það er önnur saga. Nú þessi hugsun um þennan leikmann franska landsliðsins kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, nema hvað að ég gat engan veginn munað hvað þessi félagi myndi heita. Þetta var dagur þrjú í Frakklandi. Næstu fjóra daga lifði ég í angist yfir því að vita ekki hver maðurinn var, ég lagðist meira að segja svo lágt að spyrju kærustuna mína, Evu Læk, hvort hún vissi hver maðurinn væri.

Jafnvel þegar ég var kominn heim til Íslands, þá virtist ekkert fara að gerast. Ég lagði af stað frá Reykjavík, hugsaði um hann ákaft, en ekkert gerðist. Ég var kominn á það stig að þora ekki að spyrja, því það vita allir hver þessi maður er og þú þarft ekki að spyrja næsta mann, þú átt bara að vita þetta ! Sem knattspyrnuáhugamaður þá eru þetta upplýsingar sem þú átt að vita. En ég gerði það samt ekki.

Þá gerðist það ! upp á miðri Öxnadalsheiði, fjarri öllum hugsunum um sköllóttan, fyrrverandi markmann Manchester United, núverandi markamann Marseille.

"FABIAN BARTHES !" öskraði ég upp. Eva, kærastan mín, sem sat við hliðinna á mér hrökk upp og horfði á mig. Ég hélt áfram að kalla, "auðvitað er það Fabian Barthez, Fabian fucking Barthez" Eva horfði á mig og sagði svo við mig, "hva, ertu bara að fatta þetta núna ?"


Það var mikill léttir að muna nafnið á þessum sköllótta, fyrrverandi markmanni Manchester United, núverandi markmann Marseille. Jafnvel enn þann dag í dag þá segi ég stundum við mig í hljóði nafnið á þessum sköllótta, fyrrverandi markmanni Manchester United, núverandi markmann Marseille, glotti og hvísla "ég man hvað þú heitir, þú ert þessi sköllótti fyrrverandi markmaður Manchester United, núverandi markmaður Marseille, og ég veit hvað þú heitir"

Svona getur nú verið gaman í Frakklandi !