föstudagur, janúar 14, 2005

Liverpool Vs Manst´eftir júnæted ?

Stórleikur á morgun laugardag kl 12:45 þegar Manchester United kemur í heimsókn á Anfield. Ég býst við að þetta verði alveg stórskemmtilegur leikur sem endar vafalaust með sigri rauða hersins. Í raun er ekkert annað ásættanlegt, því annars fer ég í mikla fílu og verð ekki viðræðuhæfur næstu daga.


Við skulum svo öll standa saman og halda með Liverpool svo hinn ungi Shaun O´Nielsen verði ekki fyrir vonbrigðum.

Áfram Liverpool !!!

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Catan partý

Það er búið að vera mikið um átök í kjallara Faxatraðar 3 síðustu misseri, enda er búið að vera að deila um alheimsyfirráð á eyjunni Catan, sem er numin jafnvel nokkrum sinnum á kvöldi. Sigmar, leppstjóri Faxatraðar kjallarans stendur samt uppi sem alheimsvaldur Catan eyjunar, þarsem hann er búinn að vinna flestar baráttur um þessa forboðnu eyju í kjallaranum.

Catan landstjóri kjallara Faxatraðar var á dögunum heiðraður af Catan sambandi alheimsins en það var Klaus Treppenhaus, keisari Catan veldissins í Þýskalandi sem gerði það, en þaðan er einmitt eyjan Catan upprunnin.

Sigmar var heiðraður með splunkunýju Catan spili sem er gætt þess eiginleikum að allir sem spila það fá gríðarlegan góðan skeggvöxt á efri vör, samskonar og Klaus er með.