föstudagur, ágúst 13, 2004

Tilvistarkreppa...

Ég er farinn að hafa áhyggjur af Því að ég sé sá eini sem er að skoða þessa síðu, allavega þá hreyfist teljarinn minn voðalega lítið, það lítið að ég tek eftir því að ég er sá eini sem hreyfi við honum.

Þannig að, lesendur góðir, væruð þið til í að setja inn athugasemd með nafni og hvatningarorðum svo að ég fíleflist í skrifum mínum um ævintýri heimsins.

Einnig vil ég benda á myndina af mér þarna til hægri (þessi svarthvíta flotta), en hún er einmitt tengill inn á gestabókina mína. Ég á að vísu eftir að merkja hana betur, en þetta er skemmtilegt svona líka.

Og koma svo...

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Suma daga ætti að banna. Dagur 2

Nú er maður búinn á því. Enn og aftur eru 27 gráðu hiti, og það er, eins og áður segir, einfaldlega of heitt. Ég er kominn með puttana á síman og er við það að fara að hringja í Bjartmar og skamma hann !


Hér má sjá ástandið á almennum íslendingi um þrjú leytið í dag. Myndin er af Hallgrími Skúlasyni letingja frá Fellabæ.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Suma daga ætti að Banna !

Í dag 10 ágúst á því herrans ári 2004 er bara alltof heitt ! 27° á Celsíus er bara of mikið. Þannig að ég vil gjarnan koma þeim tilmælum til veðurstofu íslands að hætta að koma með svona rosalegar hitabylgjur, 20-24° á celsíus er fínt, látum þar staðar numið. Fyrir þá sem sætta sig ekki við þessi tilmæli, þá bendi ég þeim á að hypja sig bara burt til Spánar.

Ég er jafnvel farinn að halda að Bjartmar Guðlaugsson hafi verið að fara með fleypur þegar hann söng um engisprettufaraldurinn, það er bara ekkert of kalt !