fimmtudagur, janúar 29, 2004

Eg hata thessa helvitis blogg sidu !!! afhverju getur ekki internetid skilid islenska stafi ???

Eg verd ad raeda malin vid Gunnar Gunnarsson, jafnvel ad "download-a" honum a netid til ad komast ad rot vandans.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Kría...

� dag, sem og aðra daga, þá var ég búinn í vinnuni hjá Flugfélagi �slands kl 13:30. Það er svo sem ekkert frásögum færandi, nema það að þegar ég kem mér heim og er búinn að éta, þá virðist sem að það gjörsamlega slökkni á mér. Það felst í því að ég næ svo góðri slökun á þessum tveim tímum áður en ég mæti í vinnuna hjá Rúv að ég sofna alltaf á þessu tímabili.

Margir velta eflaust því fyrir sér afhverju ég vel þetta umfjöllunarefni í dagbókarfærslu dagsins. �stæðan er sú að mér þykir einstaklega erfitt að vakna á morgnana, eða bara að vakna yfir höfuð. Þannig að ég er bara að kveinka mér yfir því að sofna á þessu tiltekna tímabili á milli þess sem að ég mæti í vinnu... eftir að ég sofna á daginn þá er restin alveg ónýt !

Þannig að mín viskuorð til ykkar, lesendur góðir, eru að forðast það að leggja ykkur á daginn. Nýtið tíman að deginum til að gera eitthvað uppbyggilegt, en sofið á nóttunni !

Þessi tilgangslausa og langa dagbókarfærsla er í boði Sigga, sem sefur vært á nótinni og vinnur á daginn.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Gakk fram og et þitt ket !

Þorrablóts season 04 er n? yfirstandandi og margir hverjir blóta þorra með ýmsum hætti. Sjálfur blótaði ég þorra á þann hátt að heimsækja Seyðisfjörð heim, við mikinn fögnuð heimamanna. En þar sem ég státa ekki af sjálfrennireið sem er í ökuhæfu ástandi, þá þurfti ég að leigja eitt stykki frá Bílaleigu flugleiða Hertz. Mörgum þykir eflaust mikið um það og telja að illa sé farið með fé í svoleiðis leigu, en það er skemmst frá því að segja að ég nýt sérkjara í sambandi við leigur sem þessar, sem starfsmaður Flugfélags �slands. Nógg um það.

Nú af blótinu að segja þá gekk það prýðisvel. Skemmtiatriðin voru af bestu sort, sem og maturinn. Þar sem ýtt var undir áfengisdrykkju þá lét ég ekki mitt eftir liggja og kláraði pelann minn... og er að kljást við afleiðingarnar einmitt nú í augnablikinu. Stórfínt og skemmtilegt.

Drekk þínna mysu !