fimmtudagur, desember 15, 2005

Að dunda sér á heilbrigðan hátt.

Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi, þá tók ég upp á því að fara að snyrta á mér tánegluna á stórutá, sem hefur í langan tíma átt við meiðsli að stríða.

Það fór ekki betur en svo að ég hætti ekki að snyrta hana þangað til að ekkert var lengur til að snyrta.

Sumsé, þá er ég ekki með nema níu táneglur í augnablikinu. Skemmtileg staðreynd það.

mánudagur, desember 12, 2005

Jólafrí eða skólafrí

Þá er skólavesenið búið, loksins. Ég held að mér hafi gengið nokkuð vel, en spyrjum að leikslokum

Nú tekur við afslöppun í einn dag og svo er bara að fara að vinna.

Ég er farinn að vinna að gerð myndarinnar "The Postman II" En ég verð í hlutverki bréfbera á Akureyri fyrir jólin.

Spennandi !